Ritlistarbúðirnar „The Iceland Writers Retreat“ er röð menningarlegra ferða og ritlistarnámskeiða undir forystu rómaðra höfunda hvaðanæva úr heiminum, segir Eliza Reid forsetafrú um hugðarefnið sitt. „Hópfjármögnunarverkefninu á Karolina Fund er ætlað til að gera okkur kleift að veita einstaklingi, á grundvelli þarfa og verðleika, tækifæri til fyrir sækja ráðstefnuna í Reykjavík í apríl 2017.“
Út á hvað gengur The Iceland Writers Retreat?
Ráðstefnan er árlegur viðburður sem samanstendur af ritsmiðjum, menningarferðum og lesefni sem ætlað er til að kynna gesti fyrir hinum ríka bókmenntaarfi Íslendinga. Gestirnir koma allsstaðar að úr heiminum og sækja m.a. fimm 90 mínútna ritsmiðjur með að hámarki 15 þátttakendum, fara í bókmenntagönguferðir, mæta í ýmsar móttökur og málsverði, fara í heilsdagsferð upp í sveit undir forystu íslensks rithöfundar og eyða kvöldstund á bar þar sem verður boðið upp á tónlist og upplestur íslenskra listamanna.
Hverju eru þið að safna fyrir?
Við erum að safna fyrir því að geta boðið þátttakendum að sækja ráðstefnuna án endurgjalds. Þau verðlaun verða veitt á grundvelli verðleika og fjárhagslegrar stöðu. Árið 2016 gátum við fengið konu frá Suður-Afríku og aðra frá Los Angeles til að sækja ráðstefnuna. Hér má lesa um eina reynslu af ráðstefnunni. Einnig má finna fleiri sögur á heimasíðu okkar.
Ég get einnig minnst á – svona almennt – að við munum halda upplestur með mikilvirkum höfundum, sem verður frítt inn á og opinn öllum. Árið 2016 höldum við fleiri opna viðburði og vonumst til að geta bætt enn frekar í árið 2017. Við vonumst eftir að fá nokkra heimamenn til að vinna með okkur að þessum opnu viðburðum í sjálfboðastarfi og fá í staðinn að taka þátt í allri ráðstefnunni. Svo ef lesandi hefur áhuga á að gerast sjálfboðaliði þá má hann endilega hafa samband. Sú sem sér um sjálfboðastarfið heitir Lisa Shannon og hægt að senda henni með því að smella hér.
Hvaða tækifæri sérðu í starfsemi sem þessari?
Allir okkar þátttakendur tala um hversu mikinn innblástur þau fengu og hversu hvetjandi áhrif það hafði að vera á Íslandi með fólki í svipuðum sporum. Aftur á móti er kostnaðarsamt að halda viðburði sem þessa og margir rithöfundar, ef ekki flestir, hafa ekki mikið aukalega milli handanna sem myndi gera þeim kleift að taka þátt í viðburðum sem þessum. Við erum stöðugt að reyna að halda niðri kostnaði og opna viðburðina fyrir eins marga og mögulegt er. Að hafa þessi verðlaun er ein af þeim leiðum. Andri Snær Magnason, sem talaði á ráðstefnunni árið 2015, sagði að hún væri „mikill hvalreki fyrir íslenska bókmenningu“ og að ráðstefna sem þessi hjálpaði til við að byggja upp traust tengsl milli þjóðfélaga. Gott dæmi um það er þegar Gerður Kristný, sem talaði einnig á ráðstefnunni 2015, fékk í kjölfarið boð um að mæta á bókmenntahátíð á Möltu. En ein af þátttakendum Iceland Writers Retreat var skipuleggjandi þeirrar hátíðar.
Á okkar eigin hógværa hátt, vonumst við til að auka þekkingu íslenskra bókmennta úti í heimi, þar sem þær eiga skilið víðfeðma viðurkenningu.
Verkefnið er að finna á vef Karolina fund, eða með því að smella hér.