Berglind Ósk
Auglýsing

Berglind Ósk er þrjátíu og eins árs tölvunarfræðingur en hana hefur dreymt um að vera rithöfundur frá unga aldri. Berglind hefur alltaf lesið mikið og hefur skrifað sjálf ljóð síðan hún var unglingur. Nú hefur hún sett af stað hópfjármögnun á Karolina Fund fyrir útgáfu fyrstu ljóðabókar hennar, Berorðað, sem hefur verið í mörg ár í vinnslu. Síðast liðið ár hefur Berglind unnið hörðum höndum að því að klára handritið auk þess að semja við þau tónlist og flytja þá samsuðu á ljóðatónleikum. Berglind fékk til liðs við sig Heiðrúnu Ólafsdóttir skáld sem ritstjóra og Bjarka Fannar Atlason grafískan hönnuð við umbrot og hönnun bókarkápu. Bókin er tæplega 50 blaðsíður og snertir á mörgum viðfangsefnum eins og að vera ástfangin, einhleyp, með lítið sjálfstraust, ung móðir, og um veganismamínímalisma og endar á ádeilu á íslenskt samfélag. 


Hvernig koma ljóðin til þín? 

„Ég skrifa oft ljóð til að vinna úr tilfinningum mínum þannig að þau koma oft þegar mér líður illa eða mér verður hugsað til ástands þar sem mér leið illa og finnst að það gæti gagnast öðrum að upplifa það með mér gegnum ljóðin. Einnig þegar einhver málefni liggja þungt á mér sem mér finnst skipta miklu máli fæ ég þessa þörf fyrir að tjá það með ljóðaskrifum. Svo sest ég líka stundum niður, í sófann eða við stofuborðið, gagngert í þeim tilgangi að skrifa án þess að vera endilega búin að ákveða efni. Þá reyni ég að finna nokkur efni sem mér dettur í hug og byrja að skrifa. Stundum gengur það vel og ég held áfram með það ljóð, en stundum verður það kannski ekkert meira en einhver orð á blaði. Mér finnst lang erfiðast að skrifa hamingjusöm ljóð, það þarf svo lítið til að þau verði klisjukennd eða væmin.“

Hvernig finnurðu að ljóðið sé tilbúið?

„Þetta er mjög góð spurning en erfitt að svara. Á mínum yngri árum bunaði ég bara ljóði úr mér í einni atrennu og varð nokkuð sátt við það strax. En ég hef lært núna að maður þarf að öðlast smá fjarlægð frá ljóðinu áður en maður klárar það alveg. Fínpússningin sjálf tekur miklu lengri tíma en að skrifa fyrsta uppkastið. Ég er ótrúlega ánægð að ég hafi ákveðið að fá ritstjóra með mér því eftir það ferli urðu ljóðin mín svo ótrúlega þétt og komu merkingunni miklu betur til skila. Heiðrún fékk mig til að pæla í meiningunni á bak við nánast hvert einasta orð. Bestu ljóðin nota sem fæst orð til að koma sem mestu frá sér. Svo er þetta oft spurning um tilfinningu. Ef mér finnst eitthvað óþægilegt við að deila ljóði með öðrum er það merki sem að ljóðið sé ekki tilbúið.“

Auglýsing

Hverju finnst þér breyta að vinna ljóðin með raftónlist?

„Það var svipað ferli og að vinna með ritstjóra að því leyti að ég nálgaðist ljóðin frá annarri átt og fór að hugsa dýpra um merkinguna. Maður verður svo blindur á orð í ljóði sem maður hefur kannski skrifað fyrir mörgum árum og hefur lesið yfir milljón sinnum. Með því að semja tónlist við ljóðin fór ég að hugsa meira út í hvernig þau hljóma upphátt og komst t.d. að því að skiptingar á milli lína eða erinda voru kannski ekki í flæði við upplesturinn eða að setning var óþjál. Þótt tónlistin undir sé bara einföld, gefur það ljóðunum alveg nýja vídd og dregur fram undirliggjandi tilfinningu ljóðsins. Mér finnst ótrúlega gaman að heyra ljóðskáld lesa upp sín ljóð því þegar það er gert vel verður ljóðið svo miklu áhrifaríkara. Ég skil eiginlega ekki af hverju það eru ekki fleiri sem gera meira af því að lesa þau upp eða hafi tónlist undir. Mér langar líka að taka þetta svo lengra og gera sjónræna list líka við ljóðin, mér finnst eins og það sé loka púslið sem vantar.“


Er bókaútgáfa deyjandi form?

„Með tilkomu Internetsins hefur forsendan fyrir listútgáfu breyst. Það er miklu auðveldara að nálgast list á stafrænu formi og það krefst ekki eins mikils kostnaðar. En ég held að bókaútgáfan sé alls ekki að deyja því það er allt öðruvísi upplifun að fletta gegnum raunverulegt eintak af bók heldur en með lesbretti eða á tölvuskjá. Allavega er ég hardcore bókanörd í þeim skilningi. En mér finnst þá líka mikilvægt að bókareintakið sjálft sé mjög fallegt og eigulegt. Aftur á móti finnst mér geisladiskaútgáfa deyjandi form því geislaspilarar eru á undanhaldi og geisladiskurinn sjálfur ekki gerður til þess að endast. Þess vegna verður bara hlekkur á tónlistina mína í bókinni svo að fólk geti nálgast hana á netinu. Einnig er ég með frekar róttækar hugmyndir í sambandi við höfundarrétt og finnst mér núverandi fyrirkomulag langt á eftir sinni samtíð, vera letjandi fyrir listina í heild sinni og skerða frelsi listafólks og neytenda. Mér finnst t.d. sjálfsagt að geta deilt stafrænum eintökum með vinum mínum alveg eins og rauneintökum. Einnig skil ég ekki þessi tilbúnu landamæri á netinu sem höfundarréttur býr til. Þess vegna ætla ég að gefa Berorðað út með Creative Commons höfundarréttarleyfi sem gefur fólki leyfi til að nota ljóðin og tónlistina mína eins og það vill, á meðan það nefnir mig sem höfund.“

Hér er hlekkur á söfnunarsíðu Berglindar á Karolina Fund.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None