Segir dómara í Geirfinnsmálinu hafa skapað sér refsiábyrgð

karolina fund
Auglýsing



Jón Dan­í­els­son starf­aði lengi sem blaða­maður og skrif­aði m.a. tals­vert um Guð­mund­ar- og Geir­finns­málin í Helg­ar­póst­inn árið 1997, þegar Hæsti­réttur hafði til með­ferðar end­ur­upp­töku­beiðni Sæv­ars Ciesi­elski vegna þess­ara mála. Það var á þessum tíma sem áhugi hans á þessum saka­málum kvikn­aði fyrir alvöru og til­urð bók­ar­innar Sá sem flýr undan dýri má þannig rekja aftur á síð­ustu öld. Skipu­leg vinna við bók­ina hófst sum­arið 2011. Kjarn­inn hitti Jón og tók hann tali.

Flestir Íslend­ingar kann­ast við Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­in, en fæstir hafa skoðað þau niður í kjöl­inn. Hvað olli því að þú fórst að rann­saka þessi mál?

Auglýsing

„Allra fyrst var það nag­andi efi, en síðan vax­andi grun­semd­ir, sem á end­anum urðu nán­ast að fullri vissu þegar ég fór að skoða máls­gögnin sjálf. Rétt eins og nán­ast allir aðrir Íslend­ingar var ég nokkuð sann­færður um sekt sak­born­ing­anna þegar dóm­arnir voru kveðnir upp. Mér fannst vissu­lega skrýtið að menn sem voru búnir að játa, skyldu allt í einu lýsa sig sak­lausa, þegar þeir komu fyrir dóm. En um 1980 náði þessi hugsun eig­in­lega aldrei lengra.

Jón Daníelsson.Á Helg­ar­póst­inum fór ég að skoða máls­gögnin og rak mig fljót­lega á ýmis atriði, sem ekki komu heim og saman við dómana. Það leyndi sér ekki að fjöl­margar vís­bend­ingar um sak­leysi, voru aldrei skoð­að­ar, heldur bara látnar liggja eins og þær kæmu mál­inu ekki við. Harð­ræð­is­rann­sóknin frá 1979 vakti líka athygli mína. Ég held að hún sé arfa­vit­laus­asta plagg, sem ég hef lesið á ævinn­i.“

Á hvaða tíma­punkti fannst þér nauð­syn­legt að gera bók úr þessu efni?

„Sú til­finn­ing leit­aði á mig annað slag­ið. Mér gafst þó sjaldan veru­legur tími frá brauð­strit­inu, en sum­arið 2011 varð óvenju langt hlé milli verk­efna og þá hófst ég handa. Síðan hef ég varið flestum tóm­stundum í þessa vinnu, reyndar með sívax­andi þunga og síð­asta árið hef ég mest­an­part ein­beitt mér að þessu verki.“

Hverjar eru helstu nið­ur­stöður þínar eftir þessa vinnu?

„Nið­ur­stöð­urnar eru bæði fleiri og umfram allt óhugn­an­legri, en mig óraði fyr­ir. Þótt ég hefði strax ákveðnar hug­myndir um að sitt­hvað hefði farið alvar­lega úrskeið­is, hvarfl­aði í raun­inni ekki að mér að menn hefðu bein­línis brotið meg­in­reglur saka­mála­rétt­ar­fars og vís­vit­andi kveðið upp ranga dóma. En að verki loknu er erfitt að koma auga á aðrar skýr­ing­ar.

Slík til­vik reynd­ust ofan á allt annað vera fjölda­mörg. Ég fann vís­bend­ingar um beinar fals­an­ir, en einkum er áber­andi að öllum vís­bend­ing­um, sem bentu til þess að sak­born­ingar væru í raun­inni sak­laus­ir, var bein­línis ýtt til hlið­ar. Slík hegðun er hrein­lega bönnuð við rann­sóknir saka­mála. Mönnum er skylt að rann­saka jafnt það sem bendir til sýknu og það sem bendir til sekt­ar. Bókin er nán­ast troð­full af dæmum um slíka van­rækslu. Í lang­flestum til­vikum var þetta vís­vit­andi gert og í þeim til­gangi fá sak­born­ing­ana dæmda.

Sá sem flýr undan dýri eftir Jón Daníelsson.Alvar­leg­ast af öllu var senni­lega, að dóm­ar­arnir sjálfir skyldu vís­vit­andi van­rækja að athuga mögu­lega fjar­vist­ar­sönnun Sæv­ars Ciesi­elski í Geir­finns­mál­inu, þegar hún kom fram 1977. Filma, sem þeim bar skylda til að skoða, er ekki lengur til hjá sjón­varp­inu, en eitt papp­írs­blað varð­veitt­ist og kom í leit­irn­arnar við vinnslu þess­arar bók­ar. Þetta eina papp­írs­blað sannar ótví­rætt að Sævar var að horfa á sjón­varpið þegar dóm­ar­arnir full­yrtu að hann hefði verið að berja Geir­finn Ein­ars­son með spýtu.

Alveg burt­séð frá sönn­un­inni sjálfri, sköp­uðu dóm­ar­arnir sjálfum sér refsi­á­byrgð með þess­ari van­rækslu og hefðu átt að fá að lág­marki tveggja ára dóm sam­kvæmt refsiramm­an­um, sem reyndar nær upp í sextán ár.“

Hverju von­ast þú til að fá áorkað með þess­ari bók?

„Mér finnst ein­fald­lega kom­inn tími að gera þessi saka­mál upp í eitt skipti fyrir öll. Þar á ég reyndar ekki við manns­hvörf­in, sem þau eru kennd við. Þau verða vænt­an­lega ekki upp­lýst úr þessu. En saka­málin tengd­ust þessum manns­hvörfum aldrei neitt. Hinn ein­faldi sann­leikur er sá, að í hvor­ugu til­vik­inu verður séð, að lög­reglan hafi haft nokk­urt til­efni til að hefja rann­sókn. Bæði saka­málin voru til­bún­ingur og heila­spuni frá upp­hafi til enda. Og mér finnst kom­inn tími til að rétt­ar­kerfið við­ur­kenni það. Um leið þarf allur almenn­ingur skýr­ingar á því hvernig þetta gat gerst.“

Hér er teng­ill á útgáfu­söfnun bók­ar­innar Sá sem flýr undan dýri á Karol­ina Fund.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None