Tilgáta sem gerir rökfærslur auðskiljanlegar

karolina fund
Auglýsing

Greppur Torfa­son, höf­undur bók­ar­inn­ar Dagg­ar­markstil­gátan, er meist­ara­nemi í heim­speki við Háskóla Íslands. Verði hann var við rök­legar mót­sagn­ir, segir hann áhuga sinn sam­stundis vak­inn. 

Greppur stendur einn að Karol­ina Fund verk­efn­inu Dagg­ar­markstil­gátan, sem snýst um að fjár­magna útgáfu all-­sér­stakrar bókar með sama nafni – bókar sem fjallar um heims­fræði (e. cosmology). Það er ekki vitað til þess að aðrir Íslend­ingar hafi áður sett fram heil­steypta heims­fræði­lega til­gátu ásamt gagn­rýni á við­teknar hug­myndir um gerð og upp­runa alheims­ins. Verk­efnið hlýtur því að telj­ast nokkuð frétt­næmt og vera nýnæmi.



Höf­undur bók­ar­innar bendir á að til­gátur og kenn­ingar séu ekki meit­l­aðar í stein – þær séu ekki stað­reyndir sem hafi verið full-sann­aðar með rann­sókn­um. Til­gátur og kenn­ingar séu því einmitt vett­vangur fyrir gagn­rýnið sam­tal, og séu einmitt settar fram í við­leitni til þess að vekja umræðu og  laða þannig fram nýja þekk­ingu.



Verk­efn­ið Dagg­ar­markstil­gátan snýst um að koma í útgáfu bók sem hefur einmitt slíkt mark­mið. Í bók­inni er að finna nýstár­legt sam­hengi hug­mynda sem eru byggðar á við­teknum stað­reynd­um, settar fram í því skyni að við­halda sam­ræðu um margar grunn­for­sendur þeirrar heims­fræði­kenn­ingar sem er orðin við­tek­in, þrátt fyrir að í henni felist mót­sagnir sem flestir virð­ist ekki koma auga á  ­lengur eða leiði ein­fald­lega hjá sér af ein­hverjum ástæð­um. Kjarn­inn hitti Grepp og tók hann tali.
 

Auglýsing

Hvernig fædd­ist hug­myndin að dagg­ar­markstil­gát­unni?

„Hug­myndin kvikn­aði við það að lesa um ævi Bret­ans Willi­ams Mar­iners. Ég var búsettur í Montr­eal í Kanada mest allan 10. ára­tug síð­ustu aldar og fann árið 1993 illa farna bók­ar­skruddu á forn­sölu með ferða­sögu Mar­iners. Í bók­inni er meðal ann­ars að finna stutta lýs­ingu á mjög sér­stökum helli á eyj­unni Nuapapu í Kyrra­hafi – helli sem síðan er kall­aður Mar­iners­hell­ir.



Í hell­inum eru afar sér­stök skil­yrði sem valda því að and­rúms­loftið inni í hell­inum fer í gegnum dagg­ar­mark oft á hverri mín­útu. And­rúms­loftið í hell­inum verður alhvítt af skýi sem þétt­ist úr vatns­gufu sem hendi væri veif­að, en verður svo gegn­sætt aftur í næstu svip­an. Þessi lýs­ing og eðl­is­fræðin þar að baki varð til þess að hug­myndir sem ég hafði ígrundað af og til allt frá því ég var ung­ling­ur, fóru að taka á sig heil­steypta mynd. Það má segja að hug­mynd­irnar hafi verið að þró­ast sífellt betur í huga mér síðan ég sat á bekk við Sher­brooke stræti í Montr­eal og las þessa bók.



Mér hefur verið upp­sigað við skýr­ing­ar Mikla­hvells­kenn­ing­ar­innar allt frá því ég kynnt­ist þeim sem barn, og hefur aldrei fund­ist sú kenn­ingin vera sann­fær­andi í kjarna­at­riðum sín­um, enda tel ég hana fulla mót­sagna. Það má segja að þessi gamla ósátt mín við þá kenn­ingu hafi knúið mig til þess að ígrunda heims­fræði og nátt­úru­speki heim­spek­inn­ar.“

Hvers konar til­gáta er dagg­ar­markstil­gát­an?

„Til­gátan er heims­fræði­leg til­gáta (e. cosmology), og tekst á við hug­myndir um það hvernig alheim­ur­inn er að gerð og upp­runa. Hún fer þvert gegn flestum við­teknum skoð­unum hvað þetta varðar og verður lík­lega að telj­ast tals­vert djörf. Sér­stak­lega eru grunn­hug­mynd­ir Mikla­hvells­kenn­ing­ar­innar gagn­rýnd­ar. Að gagn­rýna slíka kenn­ingu er í raun á allra færi, því kenn­ingin er full mót­sagna. Það hins veg­ar, að setja fram aðra heil­steypta til­gátu í stað­inn er lík­lega ekki á áhuga­sviði hvers sem er. Þó tel ég þá mann­eskju vand­fundna sem ekki hefur staldrað við og velt fyrir sér gerð og upp­runa alheims­ins. Ég tel að slíkar spurn­ingar séu óhjá­kvæmi­leg­ar.



Dagg­ar­markstil­gátan er sett fram á sam­ræðu­formi sem gerir all­ar rök­færslur mjög skýrar og auð­skilj­an­leg­ar. Fyr­ir­myndin eru sam­ræður Platós. Slík sam­ræða er sér­stak­lega vel til þess fallin að takast á við rök­færslur á almennu máli og láta á þær reyna með góðu rými fyrir mót­bárur og gagn­rök. Ég læt ein­fald­lega tvö bók­mennta­leg verk­færi – tvær per­són­ur,  takast á um hug­myndir á þann hátt að flestir ættu að eiga erindi við sam­tal­ið. Ég reyni eftir fremsta megni að forð­ast flókið og fræði­legt orð­færi. “

Hvaða máli skiptir sam­ræð­an?

„Ég er ekki viss um að Íslend­ingur hafi áður sett fram heil­steypta til­gátu um gerð og upp­runa alheims­ins. Það að Íslend­ingur skuli telja sig eiga erindi við slíkar hug­myndir hlýtur að telj­ast frétt­næmt og skipta aðra máli. Í raun er ég engan veg­inn viss um að ég hafi rétt fyrir mér hvað til­gát­una snertir – enda til­gáta, en hún er þó fengin fram með ígrundun á stað­reyndum með til­leiðslurök­um, og er vissu­lega fram­lag í umræð­una um gerð og upp­runa alheims­ins.



Það að gera til­gátur að kenn­ing­um, og sanna svo kenn­ingar getur verið vanda­samt og tekið langan tíma. Til­gátan liggur þó á borð­inu til rann­sóknar ef það tekst að gefa bók­ina út, en það er lík­lega mik­il­væg­asta atriðið – að til­gátan komi út og geti þannig orðið öðrum til­efni til umhugs­unar og gagn­rýni. Ef ég héldi þessum hug­myndum fyrir mig gætu aðrir ekki rætt þær, og því finnst mér ég verða að koma þeim á fram­færi svo mann­eskjur mæt­ari en ég fái tæki­færi til þess að kanna þær. Sjálfur hef ég ekki fjár­hags­legt bol­magn til þess að standa einn að útgáf­unni, og hóf þess vegna hóp­fjár­öflun í því skyni að koma rit­inu í útgáfu með reisn og sóma.



Hvað sam­ræð­una sjálfa snert­ir, má segja að heim­speki sé í raun þekk­ing­ar­leit með sam­ræðu, og til­gátan er þannig mitt fram­lag til þeirrar sam­ræðu. Vest­ræn heim­speki­sam­ræða er talin hefj­ast fyrir meira en 25 öldum með Forn-Grísku heim­spek­ing­unum – sam­ræða sem enn er lif­andi.



Það má segja að til­gátan sé að auki mik­il­væg á öðrum for­sendum en heims­fræði­leg­um, því henni er ekki síður ætlað að stugga við vissum hug­mynda­þræði innan vís­inda­sög­unn­ar, ásamt því að benda á kosti og ágalla varð­andi ákveðna hugs­un­ar­gerð við rétt­læt­ingu til­fallandi skoð­ana. Bókin má segja að sé mik­il­væg ádeila, og varði það sem ég kalla stað­fest­ing­ar­villu sem mér virð­ist við­loð­andi á sumum sviðum innan vís­inda­sam­fé­lags­ins.



Það er allt of algengt að mínu mati, sér­stak­lega hvað varðar heims­fræði, að nið­ur­stöður hverrar rann­sókn­ar­innar á fætur annarri eru nýttar til þess að sann­færa vís­inda­sam­fé­lagið sjálft um að þær kenn­ingar sem þegar eru við­teknar séu rétt­ar, jafn­vel þótt í þeim felist mót­sagn­ir. Stundum virð­ist um að ræða eins konar öfuga afleiðslu. Frekar bæri að nýta slíkar nið­ur­stöður til þess kanna hvort kenn­ingin megni að skýra nið­ur­stöð­urn­ar. Það er engu lík­ara en að nið­ur­stöðum nýrra rann­sókna sé ein­fald­lega skeytt framan við við­teknar kenn­ing­ar eftir á sem for­sendum fyrir þeim, og í því skyni að styrkja sann­fær­ingu um gildi kenn­ing­anna. Rétt­ara væri að leita nýrra skýr­inga í ljósi þannig rann­sókna og spyrja gagn­rýn­inna spurn­inga um rétt­mæti hinna við­teknu kenn­inga, að minnsta kosti áður en nið­ur­stöð­urnar eru ein­fald­lega taldar styðja fyrri hug­mynd­ir.

Dagg­ar­markstil­gátan deilir einmitt á slík atriði og ýmsar við­teknar skoð­anir hvað heims­fræði snertir en skilur þó ekki allt eftir í upp­námi, heldur leggur til annað sam­hengi hug­mynda sem mögu­lega skýr­ing­u.“

Verk­efnið er að finna hér.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None