Hljómsveit úr myrkustu innviðum Kópavogs

Jane
Auglýsing

„Við erum bara þessi dæmi­gerðu hjón um fer­tugt, með þrjú börn, fjöl­skyldu­bíl og íbúð í myrk­ustu innviðum Kópa­vogs,“ segir Ívar Páll Jóns­son í hljóm­sveit­inni Jane Tel­ephonda og á þar við Linda­hverf­ið. „Linda­hverfið er smám saman að taka við af 101 Reykja­vík sem höf­uð­stöð menn­ing­ar­lífs á Stór-Kópa­vogs­svæð­in­u,“ segir hann. „We be repres­ent­ing the Lauga­hverfi hood,“ bætir hann við. „Af bestu get­u.“

Konan hans heitir Ásdís Rósa Þórð­ar­dóttir og þau hjónin stofn­uðu hljóm­sveit­ina Jane Tel­ephonda árið 2015. Til að byrja með voru þau bara tvö, en nýverið fengu þau til liðs við sig góða og gamla vini Ívars, þá Albert Þor­bergs­son, Grétar Má Ólafs­son, Hólm­stein Inga Hall­dórs­son, Pétur Þór Sig­urðs­son og Rafn Jóhann­es­son, auk þess sem bróðir Ásdís­ar, Hans Júl­íus, gekk í hljóm­sveit­ina. Hann tók einmitt þátt í sjón­varps­þætt­inum X-Factor með systur sinni árið 2006, en þau skip­uðu dúett­inn JÁ og gerðu það gott í þess­ari vin­sælu keppni. Nú er Jane Tel­ephonda að gera hljóm­plöt­una Into the Light We Go og safnar fyrir gerð hennar á Karol­ina Fund. Kjarn­inn hitti Ívar Pál og tók hann tali.

Góður félags­skapur

„Mér hefur alltaf fund­ist Ásdís vera með of góða rödd til að láta ekki í sér heyra,“ segir Ívar Páll. „Hún er frá­bær söng­kona, og hið sama má segja um bróður henn­ar. Hann er reyndar ekki söng­kona, en þú veist hvað ég meina. Það var um að gera að keyra systk­inin í gang, ef svo má segja,“ bætir hann við. „Vinir mínir í sveit­inni eru líka mjög hæfi­leik­a­ríkir og góðir drengir og mér þykir vænt um þá. Það er gott að vera með þessu fólki í hljóm­sveit.“

Auglýsing

Í­var seg­ist nota kassagít­ar­inn eins og sumir noti áfengi – til að slaka á og kom­ast í betra hug­ar­á­stand. „Ég sest niður með gít­ar­inn, glamra ein­hverja hljóma og söngla meló­díur, ekki vegna þess að ég sé með­vitað að reyna að semja lög, heldur vegna þess að það fyllir eitt­hvert tóma­rúm í hjart­anu. Ég er eirð­ar­laus og tómur ef ég hef ekki gít­ar­inn innan seil­ing­ar,“ segir hann.

Það er ekki hlaupið að því að skil­greina tón­list Jane Tel­ephonda, en hún er ein­hvers konar sam­nefn­ari þess sem sveit­ar­með­limir fíla í tón­list, með vænum skammti af sér­kennum laga­höf­und­ar­ins. Hljóm­sveitin hefur þegar gefið út tvö lög, „Transmuted Salt­ness“ og tit­il­lag nýju plöt­unn­ar, „Into the Light We Go“. „Þetta síð­ara lag er efn­is­lega svo­lítið týpískt fyrir það sem við erum að fjalla um. Ég samdi það til Ásdísar og það fjallar um fyrstu átta árin okkar sam­an; börnin okkar þrjú og þessa sam­eig­in­legu ferð okkar til móts við eilífð­ina,“ segir Ívar.

Kær­leik­ur­inn er mik­il­vægastur

Ívar segir að umfjöll­un­ar­efnið sé að mestum hluta kær­leik­ur­inn. „Það eru alltof mikil átök í sam­fé­lag­inu. Fólk er almennt of upp­tekið af því að oln­boga sig áfram og koma vilja sínum fram á kostnað náung­ans, en við ættum öll að gera okkur grein fyrir því að kær­leikur og friður eru miklu betri tæki til þess að láta okkur öllum líða bet­ur. Það er fátt fal­legra og heilla­væn­legra en frjáls sam­skipti, sem ein­kenn­ast af umburð­ar­lyndi og vænt­um­þykju. Þegar allt kemur til alls erum við svo lík. Við viljum flest fá að vera í friði með lík­ama okkar og einka­mál og það er okkur í blóð borið að sýna náung­anum ást og virð­ingu, því þannig viljum við að aðrir komi fram við okkur sjálf og þannig líður okkur best í hjart­anu. Einu sinni fannst mér frasar eins og „all you need is love“ vera inni­halds­lausar klisjur, en núna átta ég mig á því að það er meira á bak við þau orð en við fyrstu sýn,“ segir Ívar og bætir að lokum við: „Kær­leik­ur­inn er mik­il­vægast­ur.“



Verk­efnið er að finna hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None