Austræna ástarsagan sem sigraði Evrópu

Hafliði Sævarsson kynnti sér söguna um Fiðrildamaddömuna.

madama_butterfly.jpg
Auglýsing

Til eru frá­sagnir af elskendum sem hafa verið sagðar svo oft að hvert stálpað manns­barn innan sinnar heims­álfu þekkir þær. Á Vest­ur­löndum er Rómeó og Júlía fyrir löngu orðið ódauð­legt leik­rit. Í Kína svífur sagan af Fiðr­ilda­elskend­unum enn milli manna. Í Rómönsku Amer­íku er söng­leikur um argent­ínsk for­seta­hjón löngu orð­inn fræg­ari en hjónin sjálf nokkurn tíma voru.

En ein er sú ást­ar­saga sem brúar bilið milli fjar­lægra menn­ing­ar­heima (ólíkt öllum öðrum). Hún er reglu­lega sungin með trega­fullum tónum víðs vegar á jarð­ar­kringl­unni. Hún er ekki bara ein­stök fyrir þær sakir að segja frá elsk­hugum frá Asíu og Evr­ópu. Heldur einnig vegna þess að aðdá­endur þessa meist­ara­verks hafa flestir enga hug­mynd um hvaðan hún kemur né hvaða elskendur gáfu sög­unni líf.

Nánar um skáld­verkið síðar en fyrst um upp­runann. Margar kenn­ingar hafa verið reif­aðar en sú sem hvað oft­ast skýtur upp koll­inum á rætur sínar að rekja til Þjóð­verja að nafni Phil­ipp Franz von Sie­bold. Hann var læknir á fyrri hluta 19. aldar með brenn­andi áhuga á garð­yrkju.

Auglýsing

Árið 1822 var hann nýút­skrif­aður og réð sig í sjó­her nýlendu­veldis Hol­lend­inga. Hann var sendur frá Rott­er­dam til Batavíu í Indónesíu þar sem nú er höf­uð­borgin Jakarta. Hann varð veikur á leið­inni og fékk að jafna sig við komu í húsi hol­lenska land­stjór­ans. Á meðan hann jafn­aði sig var tekið eftir því hversu öfl­ugur hann var í garð­inum og fróður um plönt­ur.

Á þessum tíma voru Jap­ans­eyjar lok­aðar af fyrir umheim­in­um. Utan­rík­is­við­skipti voru sára­lítil og sam­skipti við umheim­inn nær eng­in. Keis­ar­inn réð ekki land­inu heldur féll í skugg­ann af Shog­un-­stríðs­herr­um. Eini stað­ur­inn þar sem erlend við­skipti máttu fara fram voru á smá­eynni Dejima fyrir utan Naga­saki. Þar máttu full­trúar fyrstu alþjóð­legu fyr­ir­tækja­sam­steypunn­ar, Hol­lenska Aust­ur-Ind­ía­fé­lags­ins, einir koma og versla.  

Þegar land­stjór­inn og grasa­garðs­meist­ar­inn í Bangor í Indónesíu urðu þess varir að Phil­ipp væri með græna fingur var ákveðið að senda hann sem sér­legan lækni og vís­inda­mann til Jap­an. Síð­ara hlut­verkið var honum fært til þess að rann­saka plöntur og dýr Jap­ans­eyja en vit­neskja Vest­ur­landa­búa um þau mál­efni var fábrotin og tak­mark­að­ist við alfræði­rit sænsks for­vera í sama stöðu­gildi.

Þegar Phil­ipp var kom­inn á stað­inn varð hann fljót­lega afar vin­sæll sem læknir á eynni og víðar í Jap­an. Hann fékk leyfi til að opna lækna­skóla og voru jap­anskir drengir sendir í læri hjá hon­um. Þá fékk hann til að hjálpa sér til að viða að sér enn fleiri japönskum plöntum og dýr­um. 

Síðar áttu japönsk menn­ing­ar­á­hrif eftir að springa út í Evr­ópu í hreyf­ingu sem nefnd hefur verið Japon­isme. Japönsk vegg­spjöld, blæ­vængir og hand­verk með sína ein­stöku list­rænu ein­kenni og liti vöktu eft­ir­tekt list­mál­ara, tón­skálda og fleiri. Ber­sýni­leg merki þess má sjá í verkum Vincent van Gogh og Claude Monet. Safn og skrif Phil­ipp Franz von Sie­bold um Japan voru und­an­fari þeirra áhrifa.

Frægð von Sie­bold í Evr­ópu varð ekki ein­ungis til vegna fræði­starfa hans. Það kvis­að­ist fljót­lega út á meðal elít­unnar á meg­in­landi Evr­ópu að von Sie­bold ætti í ást­ar­sam­bandi við jap­anska konu, Kusum­oto Taki. Þau gift­ust og áttu saman barn, dótt­ur­ina Kusum­oto Ine.

Því hefur oft verið haldið fram að hjóna­bandið hafi ver­ið „­tíma­bund­ið“ og að von Sie­bold hafi kom­ist í kynni við Kusum­oto Taki í gegnum sams konar miðl­ara og þá sem selja vændi. Hins vegar áttu sam­skipti þeirra eftir að verða svo löng og örlaga­rík að það skiptir varla máli eða það er ein­fald­lega rangt.

Árið 1826, eftir þriggja ára dvöl í Jap­an, var von Sie­bold boðið að fara til Edo, þar sem nú er höf­uð­borgin Tókýó. Ferð­ina nýtti hann til að viða að sér fleiri nátt­úru­minjum og þekk­ingu. M.a. hitti hann stjörnu­spek­ing japönsku hirð­ar­innar sem gaf honum nákvæm kort af Jap­ans­eyj­um.

Þremur árum síðar sendi von Sie­bold stórt safn ýmissa muna til Indónesíu en þeim skol­aði á land eftir að flutn­inga­skip­inu hlekkt­ist á í stormi. Við það upp­götv­uðu Jap­anir að kortin hefðu borist í hendur útlend­inga. Það var land­ráð. Von Sie­bold var gerður útlægur og þeir sem gáfu kortin voru dæmdir til að svipta sig lífi.

Von Sie­bold kvaddi konu sína og dóttur í höfn­inni í Naga­saki

Árið 1885 kom út bókin Madame Chrysant­heme eftir franska rit­höf­und­inn Pierre Loti. Hún fjall­aði um ást­ar­æv­in­týri höf­und­ar­ins og jap­anskrar konu í Naga­saki. Því hefur verið haldið fram að Pierre Loti hafi vitað um sam­band Kusum­oto Taki og von Sie­bold. Franska skáldið not­aði það ævin­týri sem inn­blástur þegar hann gekk í hjóna­band sem varð eins konar rann­sókn­ar­verk­efni í Naga­saki. Því hefur einnig verið haldið fram að Pierre Loti hafi kynnst henni í gegnum miðl­ara en reynst svo óheppi­legur eig­in­maður að konan flúði hann að lok­um.

Fyrir Íslend­inga er áhuga­vert að vita að síð­asta bókin eftir Pierre Loti sem kom út á undan Madame Chrysant­heme hét Veiði­menn við Íslands­strendur. Sú bók er þekkt og hefur verið þýdd á íslensku. En hún er ekki nærri jafn þekkt og sagan um Madame Chrysant­heme og ást­ar­æv­in­týri evr­ópskra far­manna á 19. öld. Hvað þá þær sögur sem átti eftir að skrifa um sama efni.

Næsta stóra skref þjóð­sög­unnar um Kusum­oto Taki og von Sie­bold var smá­saga sem banda­ríski lög­fræð­ing­ur­inn og rit­höf­und­ur­inn John Luther Long gaf út árið 1898. Þar segir frá banda­ríska flota­liðs­for­ingj­anum Pin­kerton sem gengur að eiga jap­anska geis­hu. Eftir að hann siglir burt elur hún honum barn og við tekur trega­full bið eftir séntil­mann­in­um. Smá­sagan hlaut nafnið Madame Butt­er­fly.

Söng­leikur eftir David Belasco undir sama nafni byggður á smá­sög­unni var fyrst sýndur í New York þann 5. mars árið 1900. Sjö vikum síðar var farið með söng­leik­inn til London og Belasco sýndi hann þar. Í salnum á einni sýn­ing­unni sat eng­inn annar en Giacomo Puccini sem heill­að­ist svo af sög­unni að hann óskaði eftir leyfi til að fá að semja óperu, m.a. byggða á tón­list Belascos.

Úr veggspjaldi sem auglýsti Madama Butterfly.

Úr varð óperan Madama Butt­er­fly. Hún var sýnd í fyrsta skipti á Scala í Mílanó árið 1904. Hún hlaut lélegar við­tökur meðal ann­ars vegna þess að hún var í tveim hlutum frekar en þrem og áhorf­endur þreytt­ust óhóf­lega. Puccini tók hana úr sýn­ingu, lag­aði og sýndi aftur í Brescia árið 1907 við frá­bærar und­ir­tekt­ir. Allt fram til árs­ins 1920 ferð­að­ist Puccini milli óperu­húsa sem tóku maddöm­una til sýn­inga til að tryggja upp­setn­ingar sem hann sætti sig við.

Jap­anski útlaga­dóm­ur­inn yfir von Sie­bold var að lokum felldur niður árið 1859. Þá voru liðin þrjá­tíu ár síðan hann var rek­inn frá Jap­an. Í milli­tíð­inni hafði hann gefið sig evr­ópskri konu. Hann sneri loks aftur til Japan ásamt syni sín­um. Þar hitti hann aftur jap­anska konu sína og dótt­ur. Þau ár sem hann var í burtu höfðu þær mæðgur hlotið stuðn­ing hans og vina honum tengd­um. Meðal ann­ars var séð til þess að dóttirin kæm­ist til mennta. Hún varð fyrsta jap­anska konan til að stunda vest­rænar lækn­ingar og aðstoð­aði sem ljós­móðir við fæð­ingu afkom­anda keis­ar­ans.

Sig­ur­för Madama Butt­er­fly um óperu­hús heims­ins er fyrir margt löngu orðin ótrú­leg bæði sökum vel­gengni óperu­verks­ins og þeirra óvana­legu aðstæðna og ástríðna sem óperan segir frá. Sagan af dóttur þeirra Kusum­oto Taki og von Sie­bold hefur einnig verið efni­viður í fjölda skáld­verka og bíó­mynda í Jap­an, líkt og ást­ar­saga for­eldra hennar og óperan ódauð­lega eftir Puccini.

Giacomo Puccini sjálfur skrif­aði eitt sinn: „Enn þykir mér vænt um Butt­er­fly. Ég hlusta aldrei á óperur mínar með ánægju fyrir utan kannski La Boheme. En Butt­er­fly – já – á hana hlusta ég alla með ánægju. Þá er mér ljóst að ég hef samið mína nútíma­leg­ustu óperu.“

Það var þannig sem ást­ar­sagan af Kusum­oto Ine og Phil­ipp Franz von Sie­bold var, er og verður sungin aftur og aft­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None