Austræna ástarsagan sem sigraði Evrópu

Hafliði Sævarsson kynnti sér söguna um Fiðrildamaddömuna.

madama_butterfly.jpg
Auglýsing

Til eru frásagnir af elskendum sem hafa verið sagðar svo oft að hvert stálpað mannsbarn innan sinnar heimsálfu þekkir þær. Á Vesturlöndum er Rómeó og Júlía fyrir löngu orðið ódauðlegt leikrit. Í Kína svífur sagan af Fiðrildaelskendunum enn milli manna. Í Rómönsku Ameríku er söngleikur um argentínsk forsetahjón löngu orðinn frægari en hjónin sjálf nokkurn tíma voru.

En ein er sú ástarsaga sem brúar bilið milli fjarlægra menningarheima (ólíkt öllum öðrum). Hún er reglulega sungin með tregafullum tónum víðs vegar á jarðarkringlunni. Hún er ekki bara einstök fyrir þær sakir að segja frá elskhugum frá Asíu og Evrópu. Heldur einnig vegna þess að aðdáendur þessa meistaraverks hafa flestir enga hugmynd um hvaðan hún kemur né hvaða elskendur gáfu sögunni líf.

Nánar um skáldverkið síðar en fyrst um upprunann. Margar kenningar hafa verið reifaðar en sú sem hvað oftast skýtur upp kollinum á rætur sínar að rekja til Þjóðverja að nafni Philipp Franz von Siebold. Hann var læknir á fyrri hluta 19. aldar með brennandi áhuga á garðyrkju.

Auglýsing

Árið 1822 var hann nýútskrifaður og réð sig í sjóher nýlenduveldis Hollendinga. Hann var sendur frá Rotterdam til Batavíu í Indónesíu þar sem nú er höfuðborgin Jakarta. Hann varð veikur á leiðinni og fékk að jafna sig við komu í húsi hollenska landstjórans. Á meðan hann jafnaði sig var tekið eftir því hversu öflugur hann var í garðinum og fróður um plöntur.

Á þessum tíma voru Japanseyjar lokaðar af fyrir umheiminum. Utanríkisviðskipti voru sáralítil og samskipti við umheiminn nær engin. Keisarinn réð ekki landinu heldur féll í skuggann af Shogun-stríðsherrum. Eini staðurinn þar sem erlend viðskipti máttu fara fram voru á smáeynni Dejima fyrir utan Nagasaki. Þar máttu fulltrúar fyrstu alþjóðlegu fyrirtækjasamsteypunnar, Hollenska Austur-Indíafélagsins, einir koma og versla.  

Þegar landstjórinn og grasagarðsmeistarinn í Bangor í Indónesíu urðu þess varir að Philipp væri með græna fingur var ákveðið að senda hann sem sérlegan lækni og vísindamann til Japan. Síðara hlutverkið var honum fært til þess að rannsaka plöntur og dýr Japanseyja en vitneskja Vesturlandabúa um þau málefni var fábrotin og takmarkaðist við alfræðirit sænsks forvera í sama stöðugildi.

Þegar Philipp var kominn á staðinn varð hann fljótlega afar vinsæll sem læknir á eynni og víðar í Japan. Hann fékk leyfi til að opna læknaskóla og voru japanskir drengir sendir í læri hjá honum. Þá fékk hann til að hjálpa sér til að viða að sér enn fleiri japönskum plöntum og dýrum. 

Síðar áttu japönsk menningaráhrif eftir að springa út í Evrópu í hreyfingu sem nefnd hefur verið Japonisme. Japönsk veggspjöld, blævængir og handverk með sína einstöku listrænu einkenni og liti vöktu eftirtekt listmálara, tónskálda og fleiri. Bersýnileg merki þess má sjá í verkum Vincent van Gogh og Claude Monet. Safn og skrif Philipp Franz von Siebold um Japan voru undanfari þeirra áhrifa.

Frægð von Siebold í Evrópu varð ekki einungis til vegna fræðistarfa hans. Það kvisaðist fljótlega út á meðal elítunnar á meginlandi Evrópu að von Siebold ætti í ástarsambandi við japanska konu, Kusumoto Taki. Þau giftust og áttu saman barn, dótturina Kusumoto Ine.

Því hefur oft verið haldið fram að hjónabandið hafi verið „tímabundið“ og að von Siebold hafi komist í kynni við Kusumoto Taki í gegnum sams konar miðlara og þá sem selja vændi. Hins vegar áttu samskipti þeirra eftir að verða svo löng og örlagarík að það skiptir varla máli eða það er einfaldlega rangt.

Árið 1826, eftir þriggja ára dvöl í Japan, var von Siebold boðið að fara til Edo, þar sem nú er höfuðborgin Tókýó. Ferðina nýtti hann til að viða að sér fleiri náttúruminjum og þekkingu. M.a. hitti hann stjörnuspeking japönsku hirðarinnar sem gaf honum nákvæm kort af Japanseyjum.

Þremur árum síðar sendi von Siebold stórt safn ýmissa muna til Indónesíu en þeim skolaði á land eftir að flutningaskipinu hlekktist á í stormi. Við það uppgötvuðu Japanir að kortin hefðu borist í hendur útlendinga. Það var landráð. Von Siebold var gerður útlægur og þeir sem gáfu kortin voru dæmdir til að svipta sig lífi.

Von Siebold kvaddi konu sína og dóttur í höfninni í Nagasaki

Árið 1885 kom út bókin Madame Chrysantheme eftir franska rithöfundinn Pierre Loti. Hún fjallaði um ástarævintýri höfundarins og japanskrar konu í Nagasaki. Því hefur verið haldið fram að Pierre Loti hafi vitað um samband Kusumoto Taki og von Siebold. Franska skáldið notaði það ævintýri sem innblástur þegar hann gekk í hjónaband sem varð eins konar rannsóknarverkefni í Nagasaki. Því hefur einnig verið haldið fram að Pierre Loti hafi kynnst henni í gegnum miðlara en reynst svo óheppilegur eiginmaður að konan flúði hann að lokum.

Fyrir Íslendinga er áhugavert að vita að síðasta bókin eftir Pierre Loti sem kom út á undan Madame Chrysantheme hét Veiðimenn við Íslandsstrendur. Sú bók er þekkt og hefur verið þýdd á íslensku. En hún er ekki nærri jafn þekkt og sagan um Madame Chrysantheme og ástarævintýri evrópskra farmanna á 19. öld. Hvað þá þær sögur sem átti eftir að skrifa um sama efni.

Næsta stóra skref þjóðsögunnar um Kusumoto Taki og von Siebold var smásaga sem bandaríski lögfræðingurinn og rithöfundurinn John Luther Long gaf út árið 1898. Þar segir frá bandaríska flotaliðsforingjanum Pinkerton sem gengur að eiga japanska geishu. Eftir að hann siglir burt elur hún honum barn og við tekur tregafull bið eftir séntilmanninum. Smásagan hlaut nafnið Madame Butterfly.

Söngleikur eftir David Belasco undir sama nafni byggður á smásögunni var fyrst sýndur í New York þann 5. mars árið 1900. Sjö vikum síðar var farið með söngleikinn til London og Belasco sýndi hann þar. Í salnum á einni sýningunni sat enginn annar en Giacomo Puccini sem heillaðist svo af sögunni að hann óskaði eftir leyfi til að fá að semja óperu, m.a. byggða á tónlist Belascos.

Úr veggspjaldi sem auglýsti Madama Butterfly.

Úr varð óperan Madama Butterfly. Hún var sýnd í fyrsta skipti á Scala í Mílanó árið 1904. Hún hlaut lélegar viðtökur meðal annars vegna þess að hún var í tveim hlutum frekar en þrem og áhorfendur þreyttust óhóflega. Puccini tók hana úr sýningu, lagaði og sýndi aftur í Brescia árið 1907 við frábærar undirtektir. Allt fram til ársins 1920 ferðaðist Puccini milli óperuhúsa sem tóku maddömuna til sýninga til að tryggja uppsetningar sem hann sætti sig við.

Japanski útlagadómurinn yfir von Siebold var að lokum felldur niður árið 1859. Þá voru liðin þrjátíu ár síðan hann var rekinn frá Japan. Í millitíðinni hafði hann gefið sig evrópskri konu. Hann sneri loks aftur til Japan ásamt syni sínum. Þar hitti hann aftur japanska konu sína og dóttur. Þau ár sem hann var í burtu höfðu þær mæðgur hlotið stuðning hans og vina honum tengdum. Meðal annars var séð til þess að dóttirin kæmist til mennta. Hún varð fyrsta japanska konan til að stunda vestrænar lækningar og aðstoðaði sem ljósmóðir við fæðingu afkomanda keisarans.

Sigurför Madama Butterfly um óperuhús heimsins er fyrir margt löngu orðin ótrúleg bæði sökum velgengni óperuverksins og þeirra óvanalegu aðstæðna og ástríðna sem óperan segir frá. Sagan af dóttur þeirra Kusumoto Taki og von Siebold hefur einnig verið efniviður í fjölda skáldverka og bíómynda í Japan, líkt og ástarsaga foreldra hennar og óperan ódauðlega eftir Puccini.

Giacomo Puccini sjálfur skrifaði eitt sinn: „Enn þykir mér vænt um Butterfly. Ég hlusta aldrei á óperur mínar með ánægju fyrir utan kannski La Boheme. En Butterfly – já – á hana hlusta ég alla með ánægju. Þá er mér ljóst að ég hef samið mína nútímalegustu óperu.“

Það var þannig sem ástarsagan af Kusumoto Ine og Philipp Franz von Siebold var, er og verður sungin aftur og aftur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None