Karolina fund: Tönnin hans Luca

Auja og Pilar - Karolina fund
Auglýsing

Auður og Pilar eru vinkonur sem báðar búa í Vesturbæ Reykjavíkur ásamt eiginmönnum sínum og börnum. Þær eiga sér ólíkan bakgrunn en báðar hafa þær þó komist í kynni við hinn goðsagnakennda Peres-mús þegar kemur að því að setja tönn undir koddann.

Tönnin hans LucaHugmyndin að gera saman bók spratt svo upp þegar sonur Pilar, Luca, missti sína fyrstu tönn og því hægt að segja að bókin sé að vissu leyti byggð á sönnum atburðum.

Bókin heitir Tönnin hans Luca / El diente de Luca og er á tveimur tungumálum, íslensku og spænsku.

Hver er Luca og í hvaða ævintýrum lendir hann?

Luca er sjö ára strákur sem á býr á Íslandi. Pabbi hans er argentínskur en mamma hans er frá Spáni þannig að hann elst upp við tvö tungumál og ólíkar menningarhefðir sem sýnir sig þegar hann missir fyrstu tönnina og á von á því að Peres mús komi og sæki hana. Vinir hans í skólanum hafa aldrei heyrt um Peres mús og sum setja heldur ekki tönnina undir koddann. En þau þekkja aðrar hefðir sem eru ekkert minna skemmtilegar og saman deila vinirnir hugmyndum sínum um hvað eigi að gera við tönnina.

Hvers vegna ákváðuð þið að skrifa tvítyngda barnabók?

Af því að fjöltyngi er eitt af því sem einkennir fjölmenningarsamfélag. Því samfélagi sem við búum í á Íslandi í dag þar sem börn alls staðar að úr heiminum mætast í leik og starfi. Auk þess að það eru ekki til bækur fyrir byrjendur í lestri á Íslandi sem eru skrifaðar á tveimur tungumálum og, eins og sagan okkar gerir, kynnir börnin fyrir hefðum mismunandi menningarheima og stuðla að umburðarlyndi og virðingu.

Auglýsing

Hverjum sjáið þið fyrir ykkur að bókin muni gagnast?

Það er helst tvennt sem einkennir bókina og gerir hana sérstaka: Það er að þetta er tvítyngd bók og því hægt að lesa hana á öðru tungumálinu eða báðum, þannig getur hún nýst sem hjálpargagn fyrir kennara og foreldra til þess að viðhalda og þróa bæði tungumálin hjá tvítyngdum börnum.

En ekki síður sagan sjálf sem sýnir okkur hvernig mismunandi menning getur auðgað líf okkar. Við viljum kenna börnum okkar að meta fjölbreytileikann og allan þann auð sem honum fylgir og þannig komi þau til með að búa í heimi sem er ríkari af skilning og umburðarlyndi.

Verkefnið er að finna hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None