Karolina fund: Freista þess að fá frænkur og vini til að tæma baukana

hljómsveitin þrír
Auglýsing

Hljóm­sveitin Þrír kom fram á sjón­ar­sviðið sem hljóm­sveit árið 2014. Hún hefur fram að þessu haft nokkuð hægt um sig og hyggst gera það áfram ef þess er nokkur kost­ur. Þvert á yfir­lýst áform sín safna Þrír­verjar nú fyrir útgáfu fyrstu hljóm­skífu sinn­ar, Allt er þegar ÞRÍR er, hjá Karol­ina fund og freista þess að fá frænkur sínar og vini til að tæma bauk­ana fyrir hlut­deild í snilld­inni. Þrír spilar ann­ars frum­samda ástríðu­söngva og pín­ing­ar­ræla og umfjöll­un­ar­efni þeirra eru eftir því. Sveitin er skipuð þeim Þór­dísi Claes­sen á tromm­um, Sig­ur­björgu Maríu Jós­eps­dóttur á kontra­bassa og Jóni Torfa Ara­syni söngv­ara og gít­ar­leik­ara. Kjarn­inn heyrði í Sig­ur­björgu Maríu og Jóni Torfa í Stykk­is­hólmi.

Hvað kom til að hljóm­sveitin Þrír var stofn­uð?

Jón Torfi: Vorið 2014 vorum við Sig­ur­björg farin að hitt­ast til að spila tón­list og djamma í kring um leik­sýn­ingu sem Bjarki vinur okkar Hjör­leifs­son var í óða önn að skrifa fyrir leik­fé­lagið í Stykk­is­hólmi. Hann vildi að ég gerði nokkra texta fyrir sig, en allt í einu var til fullt af lög­um.

Sig­ur­björg Mar­ía: Síðan spil­aði ég í sýn­ing­unni, og þú líka Jón þarna í rest­ina, og svo þegar það var allt búið lang­aði okkur bara að gera hljóm­sveit. 

Auglýsing

Jón Torfi: Já, það var þá sem við lugum okkur inn á Durginn!

Sig­ur­björg Mar­ía: Þú laugst að Kela verti að við værum Bubba Morthens koverlaga hljóm­sveit og hann gleypti ein­hvern veg­inn við þessu hjá okk­ur, þó hann tryði þessu tæp­lega.

Jón Torfi: Svo á Durgin­um, sem er alþýð­leg tón­list­ar­há­tíð á Langa­holti í Stað­ar­sveit, hittum við Þór­dísi trommara loks­ins.

Sig­ur­björg Mar­ía: Það var ást við fyrsta áslátt!

Jón Torfi: Hún lét plata sig í soundcheck með okk­ur, og mátti svo spila með okkur heilt pró­gramm strax um kvöld­ið. Nokkuð gott að spila fullt sett eftir að hafa aðeins heyrt tvö þrjú lög.Hvað er á döf­inni hjá ykkur þessa dag­ana?

Jón Torfi: Hmm.. þetta er rosa full­orð­ins spurn­ing.

Sig­ur­björg Mar­ía: Já, við gáfum plöt­una okkar út á Spotify í nóv­em­ber og núna erum við að safna fyrir útgáfu hennar á bæði vinyl og geisla­diski.

Jón Torfi: Við ætlum auð­vitað að halda útgáfu­tón­leika ef að söfn­unin gengur upp, bæði í Reykja­vík og Stykk­is­hólmi auð­vit­að. Þetta verður svona með hækk­andi sól.

Sig­ur­björg Mar­ía: Svo erum við að spila á Reykja­vík Folk Festi­val 2-4. mars á KEX.

Hvers konar tón­list mun hljóma af nýja disk­inum ykk­ar?

Jón Torfi: Jah, ég hvet nú alla til að athuga með okkur á Spoti­fy.

Sig­ur­björg Mar­ía: Hver var það sem sagði að þetta væri in your face folk music? 

Jón Torfi: Ábyggi­lega ekki sá sem kall­aði þetta frumpolka. Nei ég veit það ekki, þetta er bara það sem við ger­um. Þetta er okkar tón­list, bæði frum­samdir ástríðu­söngvar og pín­ing­ar­ræl­ar.

Hvað með umslag­ið, hvernig kom það til?

Sig­ur­björg Mar­ía: Ég var búin að vera að perla eitt­hvað, og ákvað að fiffa til ein­hverja mynd af okkur og sjá hvernig hún kæmi út. Sex­þús­und­fimm­hund­ruð­sex­tíuogeinni perlu seinna var þetta orðið að því sem prýðir nú fram­hlið plöt­unn­ar.

Jón Torfi: Stefán Karls­son sér­legur vinur hljóm­sveit­ar­innar tók reyndar mynd­ina, fyr­ir­mynd­ina. En Sig­ur­björg var ekk­ert hætt því hún perl­aði líka bak­hlið­ina með öðrum 6798 perlum eða eitt­hvað.

Sig­ur­björg Mar­ía: Já, og þú laugst því að mér að það væri staf­setn­ing­ar­villa á henni. Það tók mig marga daga að jafna mig.

Jón Torfi: Já ég er lyg­ari, það er alveg rétt. Ann­ars er þetta mikið heima­vinnu­verk­efni og allt unnið af vinum og vanda­mönn­um. Þór­dís trymb­ill sá um graf­ík­ina að öðru leyti, bæk­ling og þess háttar og Daniel Poll­ock vinur okkar sá um upp­tökur og hljóð­blönd­un.

Verk­efnið er að finna hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None