Karolina fund: Freista þess að fá frænkur og vini til að tæma baukana

hljómsveitin þrír
Auglýsing

Hljóm­sveitin Þrír kom fram á sjón­ar­sviðið sem hljóm­sveit árið 2014. Hún hefur fram að þessu haft nokkuð hægt um sig og hyggst gera það áfram ef þess er nokkur kost­ur. Þvert á yfir­lýst áform sín safna Þrír­verjar nú fyrir útgáfu fyrstu hljóm­skífu sinn­ar, Allt er þegar ÞRÍR er, hjá Karol­ina fund og freista þess að fá frænkur sínar og vini til að tæma bauk­ana fyrir hlut­deild í snilld­inni. Þrír spilar ann­ars frum­samda ástríðu­söngva og pín­ing­ar­ræla og umfjöll­un­ar­efni þeirra eru eftir því. Sveitin er skipuð þeim Þór­dísi Claes­sen á tromm­um, Sig­ur­björgu Maríu Jós­eps­dóttur á kontra­bassa og Jóni Torfa Ara­syni söngv­ara og gít­ar­leik­ara. Kjarn­inn heyrði í Sig­ur­björgu Maríu og Jóni Torfa í Stykk­is­hólmi.

Hvað kom til að hljóm­sveitin Þrír var stofn­uð?

Jón Torfi: Vorið 2014 vorum við Sig­ur­björg farin að hitt­ast til að spila tón­list og djamma í kring um leik­sýn­ingu sem Bjarki vinur okkar Hjör­leifs­son var í óða önn að skrifa fyrir leik­fé­lagið í Stykk­is­hólmi. Hann vildi að ég gerði nokkra texta fyrir sig, en allt í einu var til fullt af lög­um.

Sig­ur­björg Mar­ía: Síðan spil­aði ég í sýn­ing­unni, og þú líka Jón þarna í rest­ina, og svo þegar það var allt búið lang­aði okkur bara að gera hljóm­sveit. 

Auglýsing

Jón Torfi: Já, það var þá sem við lugum okkur inn á Durginn!

Sig­ur­björg Mar­ía: Þú laugst að Kela verti að við værum Bubba Morthens koverlaga hljóm­sveit og hann gleypti ein­hvern veg­inn við þessu hjá okk­ur, þó hann tryði þessu tæp­lega.

Jón Torfi: Svo á Durgin­um, sem er alþýð­leg tón­list­ar­há­tíð á Langa­holti í Stað­ar­sveit, hittum við Þór­dísi trommara loks­ins.

Sig­ur­björg Mar­ía: Það var ást við fyrsta áslátt!

Jón Torfi: Hún lét plata sig í soundcheck með okk­ur, og mátti svo spila með okkur heilt pró­gramm strax um kvöld­ið. Nokkuð gott að spila fullt sett eftir að hafa aðeins heyrt tvö þrjú lög.Hvað er á döf­inni hjá ykkur þessa dag­ana?

Jón Torfi: Hmm.. þetta er rosa full­orð­ins spurn­ing.

Sig­ur­björg Mar­ía: Já, við gáfum plöt­una okkar út á Spotify í nóv­em­ber og núna erum við að safna fyrir útgáfu hennar á bæði vinyl og geisla­diski.

Jón Torfi: Við ætlum auð­vitað að halda útgáfu­tón­leika ef að söfn­unin gengur upp, bæði í Reykja­vík og Stykk­is­hólmi auð­vit­að. Þetta verður svona með hækk­andi sól.

Sig­ur­björg Mar­ía: Svo erum við að spila á Reykja­vík Folk Festi­val 2-4. mars á KEX.

Hvers konar tón­list mun hljóma af nýja disk­inum ykk­ar?

Jón Torfi: Jah, ég hvet nú alla til að athuga með okkur á Spoti­fy.

Sig­ur­björg Mar­ía: Hver var það sem sagði að þetta væri in your face folk music? 

Jón Torfi: Ábyggi­lega ekki sá sem kall­aði þetta frumpolka. Nei ég veit það ekki, þetta er bara það sem við ger­um. Þetta er okkar tón­list, bæði frum­samdir ástríðu­söngvar og pín­ing­ar­ræl­ar.

Hvað með umslag­ið, hvernig kom það til?

Sig­ur­björg Mar­ía: Ég var búin að vera að perla eitt­hvað, og ákvað að fiffa til ein­hverja mynd af okkur og sjá hvernig hún kæmi út. Sex­þús­und­fimm­hund­ruð­sex­tíuogeinni perlu seinna var þetta orðið að því sem prýðir nú fram­hlið plöt­unn­ar.

Jón Torfi: Stefán Karls­son sér­legur vinur hljóm­sveit­ar­innar tók reyndar mynd­ina, fyr­ir­mynd­ina. En Sig­ur­björg var ekk­ert hætt því hún perl­aði líka bak­hlið­ina með öðrum 6798 perlum eða eitt­hvað.

Sig­ur­björg Mar­ía: Já, og þú laugst því að mér að það væri staf­setn­ing­ar­villa á henni. Það tók mig marga daga að jafna mig.

Jón Torfi: Já ég er lyg­ari, það er alveg rétt. Ann­ars er þetta mikið heima­vinnu­verk­efni og allt unnið af vinum og vanda­mönn­um. Þór­dís trymb­ill sá um graf­ík­ina að öðru leyti, bæk­ling og þess háttar og Daniel Poll­ock vinur okkar sá um upp­tökur og hljóð­blönd­un.

Verk­efnið er að finna hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None