Hlaðvarp Kjarnans: Af gervigreind, handbolta og ekki-ráðherrum

Hlaðvarp Kjarnans var stútfullt af áhugaverðu og fróðlegu efni í vikunni. Hér eru allir þættirnir.

Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, var gestur Tæknivarpsins á föstudaginn.
Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, var gestur Tæknivarpsins á föstudaginn.
Auglýsing

Fjöl­breyttir þættir birt­ast í hlað­varps­straumi Kjarn­ans í hverri viku. Fimm þættir fóru í loftið í vik­unni. Á næstu vikum mun þátt­unum fjölga á ný þegar vor­dag­skrá Hlað­varps Kjarn­ans verður keyrð í gang. Nánar um það síð­ar.

Hægt er að hlusta á þætt­ina hér á vefnum eða ger­­ast áskrif­andi að hlað­varps­­straumnum í öllum helstu podcast-öppum í snjall­tækj­­um. Við heitum Hlað­varp Kjarn­ans á iTu­­nes. Ann­­ars er hægt að fylgja hlekknum hér.

Auglýsing

Tækni­varpið

Tækni­færi gervi­greindar eru óend­an­leg

Ari Krist­inn Jóns­son, doktor í tölv­un­ar­fræði frá Stan­for­d-há­skóla og rektor Háskól­ans í Reykja­vík, er gestur Tækni­varps­ins þessa vik­una. Í dokt­ors­nám­inu lagði hann áherslu á að skoða hvernig hægt væri að hjálpa tölvum að taka ákvarð­an­ir. Hann ræðir um gervi­greind og starfs­feril sinn í þætti dags­ins en áður en hann varð rektor HR starf­aði hann hjá Geim­vís­inda­stofnun Banda­ríkj­anna (NA­SA) við þróun geim­rann­sókna með hjálp tölva og gervi­greind­ar.

Mark­miðið með spjall­inu við Ara Krist­inn var að líta aðeins lengra inn í fram­tíð­ina en hvenær næsti iPho­ne-sími kem­ur.

Hismið

Hand­bolti og snyrti­vörur karla

Í Hismi vik­unnar fara þeir Árni og Grétar yfir við­burða­ríka viku hjá Árna, sem fór beint upp á fæð­ing­ar­deild eftir síð­asta þátt. Þá ræða þeir HM í hand­bolta sem virð­ist fara fram hjá flestum og pirr­ing lands­liðs­manna við fjöl­miðla. Árni deilir svo nið­ur­stöðum útektar sem hann gerði á snyrti­vöru­mark­aðnum fyrir karl­menn.

Kvikan

Reynslu­laus fjöl­miðla­maður óskar eftir ráð­herra­emb­ætti

Kergjan í Sjálf­stæð­is­flokknum vegna mynd­unar nýrrar rík­is­stjórnar og ráð­herra­vals hefur verið opin­beruð með tvennum hætti. Ann­ars vegar hefur Páll Magn­ús­son, odd­viti Sjálf­stæð­is­manna í Suð­ur­kjör­dæmi, sagt að það hljóti að hafa verið mis­tök sem verði leið­rétt að hann hafi ekki verið gerður að ráð­herra. Hins vegar líkti Morg­un­blaðið stjórn­ar­sátt­mál­anum við eitt­hvað sem Dagur B. Egg­erts­son hefði samið. Og Morg­un­blaðið þolir ekki Dag B. Egg­erts­son. Ruðn­ings­á­hrifin á hús­næð­is­mark­aði sem er að þurrkast upp, eitt skref áfram með opnun rík­is­bók­halds og tvö skref aftur á bak með því að ráð­herrar mæta ekki fyrir þing­nefndir og svo auð­vitað Brexit frá sjón­ar­hóli Skota.

Þetta og allt hitt sem skiptir öllu máli í Kviku (ekki bank­ans) vik­unn­ar. Umsjón­ar­menn eru að venju Þór­unn Elísa­bet Boga­dóttir og Þórður Snær Júl­í­us­son.

Mark­aðsvarpið

Finnum verð­mætin í gögn­unum

Brynjólfur Borgar Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Datalab, er í við­tali í Mark­aðsvarp­inu þessa vik­una. Datalab er nýtt íslenskt fyr­ir­tæki sem sér­hæfir sig í að aðstoða við að finna verð­mæti sem fel­ast í gögnum fyr­ir­tækja. Umsjón­ar­menn þátt­ar­ins eru Bjarki Pét­urs­son og Trausti Har­alds­son.

Rætt er um þann ávinn­ing sem getur skap­ast með því að nota betur þau gögn sem fyr­ir­tæki hér á Íslandi eiga nú þeg­ar. Einnig er farið inn á nýjar reglur um per­sónu­vernd sem taka gildi árið 2018 og hvað þarf að hafa í huga í til­liti til þeirra.

Brynjólfur ræðir um mis­mun­andi lausnir sem stjórn­endur fyr­ir­tækja hafa nýtt sér við að nota núver­andi gögn betur eins og að kom­ast að því hvaða við­skipta­vinir eru lík­leg­astir til að hætta og bera kennsla á verð­mæt­ustu við­skipta­vin­ina.

Sparkvarpið

Róm­an­tíkin býr í neðri deild­unum á Englandi

Í þætti vik­unnar fara Þor­geir og Þór­hallur yfir stöðu mála í neðri deild­unum á Englandi. Þeir taka létta yfir­ferð á lið­unum og töl­uðu um menn­ing­una í Champ­ions­hip-­deild­inni. Þá töl­uðu þeir helst um hvernig lið bregð­ast við því að falla úr ensku úrvals­dei­dinni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiHlaðvarp
None