Algeng aukaefni í matvöru geta skaðað meltingarveginn

Efni sem er nokkuð algent að notað sé í málningu tannkrem og nammi geta skaða meltingarveginn. Með því að sniðganga unna matvöru og sælgæti er hægt að takmarka inntöku efnisins.

gummy bear
Auglýsing

Flest efni sem sett eru í matvöru hafa undirgengist gríðarlega margar rannsóknir til að staðfesta að öruggt sé að borða þær. Efni sem talin eru örugg fá sem dæmi svokölluð E-númer sem bera vitni um það að búið er að athuga hvort efnin geti verið skaðleg manninum. Við vitum þess vegna að efni sem bætt er útí matinn okkar án augljósar ástæðu skaða okkur ekki, en tilgangur efnanna er í mörgum tilfellum að breyta áferð matarins eða auka geymsluþol hans.

Framleiðendum ber svo skylda til að taka fram á umbúðum matvælanna hvaða efni hafa verið sett í matvælin. Á þessu er þó undantekning því ef efnið er í nægilega litlu magni í matvælunum þarf ekki að telja það upp sem innihaldsefni. Þetta á við um efni sem hafa verið kölluð nanoparticles eða nanóefni. Þau eru sem sagt svo lítill hluti matvælanna að það mælist í nanóeiningum. 

Auglýsing

Eitt þessara efna er títaníum díoxíð, en nokkuð algengt er að nota það efni í nánast allt, þ.m.t. málningu, tannkrem og nammi. Í nýrri rannsókn sem unnin var við Binghamton University voru áhrif títaníum díoxíðs skoðuð. Í rannsókninni var notast við manna-ristilfrumur. Ætið sem frumurnar fengu var annars vegar blandað með títaníum díoxíð í stutta stund, þ.e. 4 klst eða til lengri tíma, þ.e. í 5 daga.

Í ljós kom að þegar frumurnar voru lengi í snertingu við efnið hafði það víðtæk áhrif á frumurnar. Frumurnar töpuðu að hluta virkni sinni til að halda úti óæskilegum efnum og sýklum, þær sýndu nokkurs konar stressviðbrögð og töpuðu auk þess getu sinni til að taka upp efni á borð við sink og járn.

Samkvæmt þessari rannsókn ættum við því að reyna að takmarka eins og við getum inntöku okkar á títaníum díoxíði. Efnið er nokkuð algengt í matvælum en með því að sniðganga að miklu leyti unna matvöru og sælgæti þá takmörkum við inntöku okkar á efninu til muna. 

Þó viðbrögð frumnanna sem hér voru notaðar hafi verið stórvægileg er ekki hægt að fullyrða um hvort áhrifin væru þau sömu ef um frumur innan líkama væri að ræða. Þessar niðurstöður sýna okkur þó mikilvægi þess að skoða áhrif allra efna sem notuð eru í matvæli, alveg sama í hvaða magni þau eru.

Fréttin birtist líka á Hvatinn.is

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None