300 blaðsíðna uppflettirit fyrir foreldra

Foreldrahandbókin er verkefni vikunnar á Karolina fund.

Ungabörn
Auglýsing

Þóra Sig­urð­ar­dóttir hefur hefur um ára­bil starfað við margs konar rit­störf, blaða­mennsku og dag­skrár­gerð. Hún hefur und­an­farið ár unnið að end­ur­út­gáfu For­eldra­hand­bók­ar­inn­ar, heldur úti sam­nefndri vef­síðu sem er upp­full af alls kyns fróð­leik og létt­meti tengdu for­eldra­hlut­verk­inu.

For­eldra­hand­bókin kom upp­haf­lega út árið 2010 en hefur verið ófá­an­leg um ára­bil. Nú er unnið að því að gefa hana út aft­ur, með tölu­verðum við­bót­um. Í For­eldra­hand­bók­inni hefur Þóra tekið saman hag­nýtar upp­lýs­ing­ar, ráð­legg­ingar og reynslu­sögur um allt frá bleiu­skiptum og brjósta­gjöf til fæð­ing­ar­þung­lyndis og fyrsta ferða­lags­ins sem getur reynst ógn­vekj­andi upp­lifun með lít­inn ein­stak­ling í föru­neyt­inu.

Hver er for­saga For­eldra­hand­bók­ar­inn­ar?

Auglýsing

„Hug­myndin að for­eldra­hand­bók­inni kvikn­aði fyrst þegar ég var nýbúin að eign­ast mitt fyrsta barn og hélt að þetta yrði dans á rós­um. Fljót­lega fór að bera á brestum þar sem ég var alls ekki með þetta á hreinu og fann að ég þurfti hjálp. Á mér brunnu ótelj­andi spurn­ingar og mér fannst erfitt að fá svar við þeim á einum stað. Ég átti mikið af erlendum bókum en mér fannst þær oftar en ekki syk­ur­húða raun­veru­leik­ann og alls ekki end­ur­spegla það sem ég var að upp­lifa.“

„Ég byrj­aði að sanka að mér fróð­leik, aðal­lega með því að hringja í mér vitr­ara fólk og sam­visku­sam­lega punktaði ég allt hjá mér til að gleyma engu. Smám saman stækk­aði ráða­bunk­inn og ég vildi deila honum með öðrum sem væru mögu­lega að ganga í gegnum það sama og ég. Fyrst átti þetta bara að vera lít­ill bæk­lingur sem ég ætl­aði að dreifa á heilsu­gæslu­stöðvar en síðan óx verk­efn­inu fiskur um hrygg og úr varð 300 blað­síðna upp­fletti­rit um flest allt það sem við kemur for­eldrum og barni fyrsta árið.“

Hvers konar bók er For­eldra­hand­bókin og hvaða upp­lýs­ingar er þar að finna?

„Bókin er fjöl­þætt og í hana skrifa bæði sér­fræð­ingar og for­eldrar (sem vissu­lega eru sér­fræð­ing­ar). Bæði er verið að deila reynslu og sér­fræði­þekk­ingu og mikil áhersla er lögð á að hafa allan aðgang að upp­lýs­ingum sem skýrast­an. Bókin fer út um víðan völl og skipt­ist í fjóra megin parta; barn­ið, nær­ing, lík­am­inn eftir fæð­ingu og for­eldra­hlut­verk­ið.“

Hefur vinnan við For­eldra­hand­bók­ina haft ein­hver áhrif á þína eigin reynslu af for­eldra­hlut­verk­inu?

„Ég skrifa bók­ina sam­hliða upp­eldi sonar míns fyrstu tvö árin þannig að vissu­lega spegl­ast mín reynsla að ein­hverju leyti í bók­inni og að sama skapi hefur allur sá haf­sjór af fróð­leik sem í bók­inni er haft áhrif á mína reynslu. Það er líka svo merki­legt með börn að þó þau komi úr nákvæm­lega sama gena­meng­inu þá geta þau verið svo ólík og brugð­ist við aðstæðum á ólíkan hátt.

Bókin kom fyrst út árið 2010 og fékk ofsa­lega góðar við­tök­ur. Það hefur lengi staðið til að upp­færa hana og bæta við og loks­ins sjáum við fram á að geta klárað þá vinnu. Við erum að safna fyrir útgáf­unni inn á Karol­ina Fund en þar er hægt að kaupa bók­ina á sér­legum kosta­kjör­um. Mér finnst magnað að geta fjár­magnað verk­efni með þessum hætti og ég vona inni­lega að það gangi eftir því ann­ars erum við auð­vitað bara á byrj­un­ar­reit. Að geta mögu­lega fjár­magnað útgáfu með þessum hætti er stór­kost­legt og ég er mjög spennt að sjá hvernig þetta fer allt sam­an.“

Af hverju ákvaðstu að gefa bók­ina út sjálf?

„Það var erfið ákvörðun en að sama skapi lang­aði mig að takast á við útgáfu og stíga veru­leg út fyrir þæg­ind­ara­mmann. Ég hef lengi verið við­loð­andi útgáfu­mál, skrifað nokkrar bækur og hannað fleiri. Mér finnst þetta spenn­andi verk­efni og hlakka til að sjá hvort þetta tekst. Hug­mynda­fræðin á bak við hóp­fjár­mögnun finnst mér líka ákaf­lega snjöll. Að geta stutt við einka­fram­tak með þessum hætti og eins og í til­felli For­eldra­hand­bók­ar­innar - fá hana á betra verði keyrða heim að dyr­um. Win-win fyrir báða aðila - ein­yrkj­ann og kaup­and­ann.“

Verk­efnið er að finna á Karol­ina fund.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None