Tíu bestu trommarar sögunnar

Flosi Þorgeirsson, gítarleikari í hljómsveitinni HAM, stillti upp sínum uppáhaldstrommuleikurum og færði rök fyrir því hvers vegna honum þykja þeir frábærir.

Trommur
Auglýsing

Að þessu sinni langar mig að kynna mína upp­á­halds trommu­leik­ara og hvers vegna mér finnst þeir frá­bær­ir. Þetta er nokkuð nýtt fyrir mér því ég leik ekki á trommur en tel mig þó, sem bassa- og gít­ar­leik­ara, hafa nokkuð skyn­bragð á það hvernig þetta magn­aða hljóð­færi virk­ar.

Að vera góður hljóð­færa­leik­ari snýst ekki aðal­lega um að vera tækni­lega fær (þó það sé ekk­ert verra!), heldur frekar að vera frjór, skap­andi, hug­mynda­ríkur og fljótur að læra. Ef þessir hlutir eru ekki til staðar þá hjálpar ekk­ert að geta leikið hraðar en auga á fest­ir.

Trommarar eru sér­stak­ir. Það er stundum gert grín að bassa­leik­urum eins og þeir séu ein­hver allt önnur mann­gerð en t.d. gít­ar­leik­arar eða söngv­ar­ar. Ég er einn þeirra sem spila jöfnum höndum á bassa eða gítar og ég er ósam­mála þessu. Bassa­leik­arar eru einmitt oft svip­aðar týpur og t.d. gít­ar­leik­arar enda ekki ósvipuð hljóð­færi þó hlut­verk þeirra sé oft ólíkt.

Tromm­urnar eru aftur á móti allt annar heimur og þar lifir trommar­inn og hrær­ist og guð­irnir einir mega stundum vita hvað er að ger­ast í hausnum á þessu fólki! Ef má líkja hljóm­sveit­inni við skip þá er trommu­leik­ar­inn vél­in. Skipið siglir ekki langt ef vélin er léleg. „Bandið verður ekk­ert betra en trommar­inn,“ sagði goð­sögnin Rúnar Júl­í­us­son ein­hvern tíma og það er hár­rétt. Trommu­leik­ar­inn er grunn­ur­inn og kjöl­festan í band­inu. Ef hann er ekki að virka með hinum með­limum bands­ins þá gengur þetta ekki upp. Það eina sem er kannski sorg­legra en að heyra slæman trommara spila með ágætu bandi, er einmitt and­stað­an: Góður trommari í miðl­ungs góðri hljóm­sveit.

Einnig heyri ég stundum gert grín að tromm­urum á þann hátt að þeir hafi slak­ara gáfna­far en aðr­ir. Margir góðir brand­arar hafa þannig orðið til: Hví setur bassa­leik­ar­inn alltaf trommu­kj­uða ofan á mæla­borð­ið? Jú, svo hann verði ekki sektaður fyrir að leggja í stæði fatl­aðra! Mín reynsla af tromm­urum er reyndar allt önn­ur. Ef eitt­hvað er þá eru þeir almennt gáf­að­ari en aðr­ir. Þarna! Ég sagði það!

Ekki mis­skilja mig, þeir eru samt stór­skrýtn­ir.

Tekið skal fram að þessir trommarar sem taldir eru upp hér eru ekki sér­stak­lega valdir eftir því hversu tækni­lega góðir þeir eru. Þetta eru bara trommarar sem mér finn­ist skemmti­legir og hafa haft áhrif á mig. Því kemur kannski ekki á óvart að flestir ef ekki allir þeirra eru úr hljóm­sveitum sem ég sjálfur hef gaman af. Einnig eru þetta aðeins topp tíu svo auð­vitað vantar marga frá­bæra trommara þarna. Verið ekk­ert að eyða púðri í að tuða yfir því. Ég nenni ekk­ert að hlusta ekki á það. Sértu óánægður með list­ann, gerðu þá þinn eig­inn.

Þarna eru ein­ungis erlendir trommar­ar. Margir íslenskir trommarar eru frá­bærir og hafa haft gíf­ur­leg áhrif á mig. Ég ákvað bara að hafa þá ekki með því ég vil ekki gera upp á milli þeirra.

Auglýsing

Topp 10 trommarar að mati Flosa:

10. Dave Lombardo

Ég hef aldrei verið mik­ill metal­haus en ég get þó sagt ykkur hvar og hvenær ég heyrði fyrst í Slayer. Það var í Breið­holti árið 1987.

Ég var, eins og vana­lega, vak­andi langt fram á nótt að horfa á sjón­varp­ið. Ég skipti á milli stöðva og skyndi­lega kom mynd­band með ein­hverju ill­úð­legu metal­bandi þar sem gít­ar­leik­ar­inn virt­ist vera með blóð­uga gadda­vírs­rúllu á hand­leggj­un­um!? Þetta var Kerry King, bandið var Slayer og þeir voru að spila „Hell Awaits“. Ég hafði aldrei heyrt annað eins. Hví­líkur illskutuddi sem þetta var og kraft­ur­inn í þessum trommara! Ég varð síðan svo hepp­inn löngu seinna að sjá Slayer á Rosk­ilde 2002 og þá varð það morg­un­ljóst hversu mik­il­vægur hlekkur Lombardo var í þessu bandi.

Að heyra hann spila „Reign in Blood„ var ólýs­an­legt. Mér rennur kalt vatn (eða blóð!) milli skinns og hör­unds við að rifja það upp. Á með­fylgj­andi mynd­skeiði má sjá meist­ar­ann að störfum með Slayer á meðan allt lék í lyndi á milli þeirra félaga.9. Mitch Mitchell

Svo ég vitni í Rúnar Júl­í­us­son: þá verður bandið aldrei betra en trommar­inn. Jimi Hendrix er einn besti gít­ar­leik­ari allra tíma og algjör frum­kvöð­ull. Það gefur því auga leið að slíkur maður gat ekki haft ein­hvern aukvisa á trommur og það var alls ekki til­fellið hér!

Mitchell var frá­bær trommari og að mörgu leyti var hann full­kom­inn fyrir Hendrix. Stíll þeirra var að ýmsu leyti lík­ur, tryllt, spennu­þrungið og ófyr­ir­sjá­an­legt spil, algjörir galdr­ar. Ég hef alltaf haft gaman af tromm­urum sem nota djass­tækni í rokktón­list og það er alveg ljóst að Mitchell hafði þann bak­grunn. Hann grú­vaði einnig eins og vel smurð vél. Hendrix var hepp­inn að hafa hann sér við hlið er hann bjó sig undir að taka heim­inn með trompi. Á með­fylgj­andi mynd­bandi má heyra hvernig Mitchell fyllir upp í allar mögu­legar eyður og heldur öllu spil­verk­inu gang­andi.8. Stewart Copeland

The Police voru lengi sak­bitin sæla hjá mér. Ég fékk Zenyatta Monda­tta gef­ins er ég var um það bil 12 ára og hlust­aði á hana fram og til­baka. Það þótti þó ekk­ert fínt meðal pönk­ara að fíla þetta band svo ég hafði ekk­ert hátt um það! Þegar ég fór sjálfur að spila á hljóð­færi öðl­að­ist ég enn meiri skiln­ing á því hvað þetta voru frá­bærir hljóð­færa­leik­ar­ar.

Sting fór eftir „Less is More“ stefn­unni á bass­anum og Andy Sumners er alveg frá­bær gít­ar­leik­ari, nettur en upp­finn­inga­sam­ur. Copeland er jafn­vel besti hljóð­færa­leik­ar­inn af þessum þrem­ur. Sner­ilsándið hjá honum er í upp­á­haldi, svona hart staccato, ekki þetta dæmi­gerða plast­poka­sánd sem ein­kenndi níunda ára­tug­inn. Svo eru alls kyns djass- og reggíá­hrif í spil­inu hjá hon­um.

Þegar Les Claypool og Trey Anastasio leit­uðu að trommara í súpergrúpp­una Oyster­head upp­götv­uðu þeir að báðir höfðu þeir Copeland í miklum met­um. Í með­fylgj­andi mynd­bandi sýnir Copeland allar sínar bestu hlið­ar. Hann veit hvenær á að vera á fullu og hvenær skal draga aðeins úr. Frá­bær trommari!7. Budgie

Budgie (Peter Edward Clar­ke) er lík­lega mesti Íslands­vin­ur­inn á list­an­um. Hann leikur með hljóm­sveit John Grant en hún er að mestu skipuð Íslend­ing­um. Ég er mik­ill aðdá­andi Siouxsie & the Bans­hees og fyrir utan meistaragít­ar­leik John McGeoch (BBC gerði meira að segja útvarps­þátt um þann meist­ara) þá var trommu­leikur Budgies það sem virki­lega setti svip á band­ið.

Hann nýtti allt trommu­sett­ið, spil­aði sjaldn­ast þessa hefð­bundnu rokk og ról takta, en not­aði tom-tom (litlu tromm­urnar ofan á stóru bassatromm­unni) mik­ið, auk alls kyns fram­andi áslátt­ar­hljóð­færa. Í með­fylgj­andi mynd­bandi finnst mér einnig stór­kost­legt hvernig hann notar sner­il­inn og hi-hatt­ið. Þessi frá­bæra hljóm­sveit hefði hljó­mað allt öðru vísi ef Budgie hefði spilað mjög hefð­bund­inn ryþma, s.s ein­faldan hi-hat, sneril og bassatrommu­bít. Lík­lega hefði hún verið minna spenn­andi þá.

Stewart Copeland lét eitt sinn þau orð falla að Budgie hefði verið einn af eft­ir­tekt­ar­verð­ari tromm­urum sinnar kyn­slóð­ar. Það eru sann­ar­lega fín­ustu með­mæli.6. Ian Paice

Þetta er einn af ris­un­um, einn af frum­kvöðlum í nútíma rokktrommu­leik. Flestir geta nefnt eitt­hvað Purple lag sem þeir þekkja tromm­urnar úr. Ég fæ alltaf hroll er ég heyri byrj­un­ina á „Fireball“ og þetta magn­aða grúv úr „Space Truck­in'“. Paice er þrumuguð. Tromm­urnar hjá honum eru eitt­hvað tryllt nátt­úrafl.

Ég ákvað að velja „Black Night“ sem með­fylgj­andi tón­dæmi því það er flókn­ara en margir halda að spila þennan ryþma og gera það vel. Paice gerir allt full­kom­lega í þessu lagi. Grú­var svo sveitt og þétt að unun er á að hlýða. Samt er þetta svo afslappað og grúví. Breikið á 2:30? Algjör­lega stór­feng­legt!5. Billy Cob­ham

Pönk púrít­anar fussa oft þegar minnst er á jazzfusion en eng­inn alvöru tón­list­arunn­andi afskrifar heila tón­list­ar­stefnu. Ég varð einu sinni þess heið­urs aðnjót­andi að eiga smá spjall við Gunnar Reyni Sveins­son tón­skáld og man orð­rétt að hann sagð­ist sjá það æ betur með aldr­inum að það væri í raun aðeins til tvær teg­undir af tón­list: Góð og slæm.

Mér leidd­ist yfir­leitt jazzfusion eins og t.d. Mezzof­orte og Spyro Gyra fluttu, fannst það áreynslu­lítið og dauð­hreins­að. Mahavis­hnu Orchestra var allt annað dæmi. Þar var spenna og tryll­ing­ur! Að hlusta á Inner Mount­ing Flame í fyrsta skipti var nán­ast trú­ar­leg upp­lif­un. Góð hljóm­sveit verður ekki góð nema trommar­inn sé góður en Billy Cob­ham var svo miklu meira en góð­ur. Hann var og er alveg stór­kost­legur trommari. Frá upp­hafi var mikil spenna meðal með­lima sveit­ar­innar og það skil­aði sér í tón­list­inni.

Á YouTube er að finna upp­tökur frá tón­leikum í München og Syracuse 1972 en þá var ástandið í band­inu komið að þol­mörkum og spennustigið er sturl­að. Það heyr­ist ekki síst í stór­kost­legri spila­mennsku Cob­ham sem er ekk­ert að halda aftur af sér og spilar sem and­set­inn sé. Einnig má mæla með meist­ara­verki Miles Dav­is: Bitches Brew þar sem Cob­ham fer á kost­um.

Ég læt fylgja með upp­töku af lag­inu Stra­tus af fyrstu sóló­plötu Cob­ham Spect­rum því þetta er lag eftir hann sjálfan og einnig er þetta lík­lega hans þekktasta lag. Það heyr­ist í Grand Theft Auto tölvu­leiknum og Prince átti til að taka þetta lag live.Auglýsing


4. Neil Peart

Sem ung­lingur þá fannst mér Rush alltaf alveg frámuna­lega hall­æris­legt band. Svo tókst vini mínum að pranga inn á mig plöt­unn­i Mov­ing Pict­ures og ég kol­féll fyrir þeim. Enn og aftur segi ég það, að gott band verður að hafa góðan trommara, en góður trommari hljómar enn betur með góðum bassa­leik­ara og Geddy Lee er fanta­góður bassa­leik­ari. Góður trommari og góður bassa­leik­ari verða jafn­vel enn betri með góðum gít­ar­leik­ara og Alex Lifeson er einn af þeim betri.

Rush eru bara í sér­flokki hvað spila­mennsku varð­ar. Allir eru þre­menn­ing­arnir á heims­mæli­kvarða. Ég elska trommara sem gera mikið en gera það vel. Sumum finnst Peart vera á full mik­illi ferð stundum en ég tek ekki undir það. Mér finnst allt frá­bært sem hann ger­ir. Alltaf. Hann fyllir upp í allar holur og eyður jafn fljótt og þær mynd­ast en heldur aftur af sér þar sem það á við. Tæknin er ógur­leg en til­finn­ingin er alltaf til stað­ar. Hann hefur alveg þetta sem ég vill alltaf sjá hjá tromm­ur­um: Dýr­seðlið. Ein­hver raf­mögnuð teng­ing við eitt­hvað afar frum­stætt, afar kröft­ugt afl sem er jafn­gam­alt jörð­inni. Spila­mennskan í lag­inu sem fylgir með er algjör­lega mögn­uð, eilífar takt­skipt­ingar og hreyf­inga­fræði­legt flæði. Peart er með allt á hreinu. Alltaf.3. Clyde Stubblefi­eld/John Jabo Starks

Mr. Funky Drum­mer him­self! Hver hefur ekki ein­hvern tíma dansað sig frá­vita við tón­list James Brown? Mér er til efs að til hafi verið jafn út úr fönkað og sál­ar­sveitt band eins og hljóm­sveit Brown þegar hún var upp á sitt besta. Á bak­við allt þetta var fönk­meist­ar­inn Clyde Stubblefi­eld. Hann gæti jafn­vel verið sá trommari á list­anum sem flestir hafa heyrt í, því tromm­urnar úr lag­inu Funky Drum­mer hafa verið sampl­aðar alveg í drasl. Tón­list­ar­menn á borð við Public Enemy, Run DMC, Beastie Boys, NWA, LL Cool J og Prince hafa not­ast við þennan sjóð­heita ryþma. Stubblefi­eld getur einnig kall­ast einn van­metn­asti trommari allra tíma því hann hefur aldrei fengið krónu fyrir þetta.

Það er ekki annað hægt en að hafa meist­ar­ann John Starks með því þeir mynd­uðu alveg eitrað trommara­dúó og spil­uðu saman í mörgum James Brown-lög­um. Þetta ger­ist ekki sveitt­ara, fönk­aðra eða skemmti­legra. James Brown var keis­ar­inn en góður keis­ari þarf góða hirð­menn og með Stubblefi­eld og Starks á trommum (og Bootsy Coll­ins á bassa!) voru honum allir vegir fær­ir, enda lagði hann heim­inn að fótum sér með þennan mann­skap á bak við sig. Í með­fylgj­andi mynd­bandi fær Stubblefi­eld sviðs­ljósið í skamman tíma á 6:00. „Give the drum­mer some!“ Hví­líkur meist­ari! Hví­líkt grúv!2. Phil Rudd

„Hann er kannski ekki sá besti en hann er sá allra svalast­i,“ heyrði ég eitt sinn íslenskan trommu­leik­ara segja um Phil Rudd. Ég gæti ekki verið meira sam­mála. Hér er ekki verið að flækja sig í off­bítum eða sól­ó­um. Rudd tekur meira að segja nær aldrei breik. Hér snýst allt um ryþma og fíl­ing.

Rudd var ein­hvern tíma spurður um sína tækni. Það stóð ekki á svari: „Ég spái ekk­ert í tækni. Ég athuga bara fíl­ing­inn í lag­inu og spila eftir því“. Þessi stór­kost­legi míníma­listi átti sinn hlut í því að öll þessi ódauð­legu lög AC/DC hljóma og grúva jafn frá­bær­lega og þau gera. Þó er það svo að þótt Rudd sé ekki að gera flókna hluti þá hljómar eng­inn alveg eins og hann.

AC/DC hafa haft aðra trommara, t.d. Chris Slade sem er mjög góður trommari, en það var greini­legur munur er Rudd sat ekki við sett­ið. Ég hef einnig ótal sinnum heyrt hljóm­sveitir taka AC/DC ábreiður og flestir trommarar bara ná ekki sama dauða­grúvi og Rudd.

Það eru litlu hlut­irnir sem skipta máli. Þar má t.d. nefna hi-hattið í Hells Bells. Margir trommarar spila þar 4-parta áslátt en Rudd er í raun að gera 8-parta. Hann veit nákvæm­lega hvenær á að halda hi-hatti opnum eða lok­uð­um. Svo er hann algjör sleggja. Mike Price upp­töku­maður sagð­ist aldrei hafa kynnst jafn harð­hentum trommara: „Yf­ir­leitt þarf að skipta um sner­il­skinn eftir tvær tök­ur“.

Það er ekki verra fyrir góðan trommara að hafa bassa­leik­ara sem er á sömu línu og Cliff Willi­ams er í raun bassa­leik­ara­út­gáfa af Phil Rudd. Æðis­legur bassa­leik­ari sem, eins og Rudd, vissi alltaf upp á hár hvað hent­aði lag­inu. Í með­fylgj­andi lagi af meist­ara­verk­inu Back in Black finnst mér Rudd gera allt 100%. Allar áhersl­ur, hi-hat, symbalar, þetta svín­virkar allt og grú­var til hel­vítis og til­baka. Stór­kost­legur trommari. Goð­sögn.Heið­urs­sæti: Buddy Rich

Ég ákvað að velja á þennan lista trommara sem spilar tón­list sem ég hef sjálfur mætur á. Þetta „swing“ sem Buddy Rich var frægur fyrir fellur ekki undir það þó það megi alveg hafa gaman af því við viss­ar að­stæð­ur. Mér fannst samt sem ég yrð­i ein­hvers stað­ar­ að kom­a Buddy að. Af hverju? Nú fyrir það fyrsta, þá er hann einn stór­kost­leg­asti trommari allra tíma og í öðru lagi þá efast ég ekki um að allir hinir trommar­arnir á list­anum gætu nefnt hann sem áhrifa­vald. Veit reyndar að margir þeirra hafa gert það.

Meira að segja trommar­inn sem verður í fyrsta sæti gerði það og sá hefur verið frekar spar á lofs­yrði um aðra trommara en sig sjálfan!

Einnig hafð­i Buddy Rich þennan brjál­aða frum­kraft sem ég vil sjá hjá tromm­ur­um. Reyndar hafði hann þennan kraft í ómældu magni! Til eru margar sögur af þessum skap­heita manni sem þó var sagður hafa stórt hjarta. Einn af hljóð­færa­leik­ur­unum í hljóm­sveit­inni hans lýsti því þannig að Rich hefði margoft orðið brjál­að­ur, húð­skammað og hótað að reka þá en afar sjaldan látið verða af því.

Buddy Rich var í einu orði sagt: Stór­kost­leg­ur. Alveg stór­kost­legur trommu­leik­ari. Hann bjó yfir öllu: Áður­nefndum frum­krafti auk hraða, tækni og til­finn­ingu. Með­fylgj­andi mynd­band sýnir vel kraft­inn sem bjó í karl­in­um. Hafið í huga að á þessum tón­leikum er hann um sjö­tíu ára og kom­inn langt yfir sitt besta en ég fæ yfir­leitt gæsa­húð er ég horfi á þetta sóló og mér hund­leið­ast trommu­sóló! Hann lést tæp­lega fimm árum seinna. Takið eftir svipnum á karl­in­um þegar hann refsar trommu­sett­inu! Svo gat hann slakað á og gert smá hi-hat galdur eins og sést á 1:24.Auglýsing


1. Animal

„All drum­mers are animals,“ á Buddy Rich að hafa sagt ein­hvern tíma. Það er því vel við hæfi að á toppnum hjá mér tróni Animal. Hann er í topp­sæt­inu vegna þess að hann er minn fyrsti upp­á­halds trommari og í raun var það í gegnum Animal sem ég í fyrsta skipti upp­götv­aði að til væru trommu­leik­arar og að þeir spil­uðu nokkuð aðra rullu en aðrir í hljóm­sveit­inni. Einnig finnst mér gaman að því að þessi tusku­dúkka skuli í raun vera hold­gerf­ingur trommu­leik­ara.

Ég hef áður minnst á það hvernig ég upp­lifi trommara­hlut­verk­ið. Frekar en aðrir í band­inu er trommu­leik­ar­inn tengdur hinu villta frum­eðli manns­ins. Þetta er að ýmsu leyti frum­stæð­asta hljóð­færið, en alls ekki í nei­kvæðri merk­ingu, því tromm­urnar eru einnig afar flókið hljóð­færi. Báðar hendur og báðir fætur eru not­aðar við trommu­settið og trommar­inn þarf að hafa vak­andi auga og eyra með öðrum hljóð­færum og passa sig á að missa ekki „grú­við“ og takt­inn bók­staf­lega úr höndum sér. Tón­list er erfitt að útskýra. Hún þarf að tengja við ein­hverja taug djúpt í sál­ar­lífi manns­ins.

Við vitum í raun ekki hvað ger­ist eða af hverju ef ein­hver tón­list hefur svo mikil áhrif á okk­ur. Ég veit það bara af reynslu minni af að spila í hljóm­sveit að þarna gegnir trommu­leik­ar­inn svo miklu hlut­verki. Ef hann er í óstuði þá er ekk­ert stuð. Bandið virkar ekki. Af þessum sökum verður trommar­inn oft frekar heil­agur í band­inu. Það fífl­ast eng­inn í hon­um. Frægt er þegar Charlie Watts kýldi Mick Jag­ger ein­vörð­ungu vegna þess að Jag­ger hafði kallað hann „my drum­mer".

Skap­ari Animal, Frank Oz, sagði aðeins fimm hluti liggja að baki per­són­unn­ar: Tromm­ur, kyn­líf, mat­ur, svefn og sárs­auki. Kermit spurði Animal eitt sinn hvort að tromm­urnar væru honum mik­il­væg­ari en mat­ur? Það stóð ekki á svari frá Animal: „TROMMUR ERU MAT­UR!!!“

Það var enski djas­strommar­inn Ronnie Verrell sem yfir­leitt lék á tromm­urn­ar, fal­inn bak við þessa dúkku, þennan tryllta brjál­æð­ing sem er ein­kenni allra trommara. Allir gestir sem komu í Muppet Show fengu að óska eftir atriði með ein­hverjum Prúðu­leik­ara. Miss Piggy var vin­sælust en Animal í öðru sæti. Buddy Rich bað að sjálf­sögðu um trommu­bar­daga við Animal og vann en end­aði með bassatrommu Animal í höfð­inu á sér. Ekki frekar en Charlie Watts þá lætur Animal heldur ekki bjóða sér neitt rugl frá söngv­urum eins og sést á með­fylgj­andi mynd­bandi þar sem Rita Mor­eno lendir upp á kant við trommu­leik­ara allra trommu­leik­ara.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None