Hinsegin frá A til Ö

Hvað er eikynhneigð? Er opið samband hinsegin? Er bleikþvottur sniðugur og er hinsegin menning til?

Vefsíðan Hinsegin fá A til Ö verður öllum til fróðleiks um hinsegin málefni. Myndin er frá Gleðigöngunni í Reykjavík þar sem mannréttindum er fagnað.
Vefsíðan Hinsegin fá A til Ö verður öllum til fróðleiks um hinsegin málefni. Myndin er frá Gleðigöngunni í Reykjavík þar sem mannréttindum er fagnað.
Auglýsing

Hinsegin frá A til Ö er vef­síða þar sem hægt verður að fletta upp ýmsum hug­tökum er við­koma hinsegin veru­leika. Hjónin Auður Magn­dís Auð­ar­dóttir félags­fræð­ingur og Íris Ellen­berger sagn­fræð­ingur standa að síð­unni en þær hafa báðar ára­langa reynslu af því að fjalla um og fræða um hinsegin mál­efni. Þær rák­ust oft á að lítið sem ekk­ert efni var til á íslensku um þennan mála­flokk og fólk þurfti að þekkja erlendu hug­tökin og leita svo á rang­hölum nets­ins að upp­lýs­ingum um það. Með síð­unni stór­eykst aðgengi að upp­lýs­ingum um hinsegin mál­efni á íslensku. Kjarn­inn hitti Auði Magn­dísi og tók hana tali.

Um hvað verður fjallað á síð­unni?

„Síðan bygg­ist á því að hinsegin hug­tök eru skýrð á ein­faldan og aðgengi­legan hátt. Bæði er um að ræða hug­tök sem notuð eru um fólk svo sem inter­sex, pankyn­hneigð og lesbía en einnig fræði­legri hug­tök á borð við gagn­kyn­hneigt við­mið, sís­hyggju og sam­tvinn­un. Sú umfjöllun er þá í raun inn­gangur að hinsegin fræð­um.

Að auki verða innslög frá ólíkum hópi hinsegin fólks þar sem það setur hug­tökin sem um ræðir í per­sónu­legt sam­hengi því allt snýst þetta jú á end­anum um mann­lega til­veru. Þannig ættu allir að geta fundið eitt­hvað við sitt hæfi.“

Auglýsing

Hvaðan kemur efn­ið?

„Efnið er tekið saman úr ýmsum áttum og margt af því er efni sem við höfum sjálfar skapað þegar við höfum verið með fyr­ir­lestra og vinnu­stofur í gegnum tíð­ina. Við fáum efnið meðal ann­ars frá erlendum vef­síðum en einnig í gegnum per­sónu­legar sögur og fræði­legt efni. Þar sem um gras­rót­ar-­mála­flokk er að ræða er síðan alls ekki strang-fræði­leg þó fræði­legt efni sé inn á milli í bland.“

Hvaða hópum gagn­ast Hinsegin frá A til Ö?

Hinsegin frá A til Ö„Vef­síðan mun gagn­ast öllu áhuga­fólki um fjöl­breyti­leika mann­lífs­ins, nem­endum sem eru að læra félags­fræði, mann­fræði, kynja­fræði eða hinsegin fræði, fjöl­miðla­fólki, aðstand­endum hinsegin fólks og hinsegin fólki sjálfu.

Efnið hefur verið prufu­keyrt í kynja­fræði­á­föngum í Kvennó við góðar und­ir­tektir bæði nem­enda og kenn­ara. Einn nem­andi skrif­aði okkur til dæmis og sagði: Það var svo sem margt sem ég hafði ekki svo mikið sem heyrt minnst á fyrr en í Hinsegin hand­bók­inni, t.d. jað­ar­kyn­ver­und, ein­kyn­hneigð, fjöl­kyn­hneigð, skoli­os­exu­ality, arom­ant­ic, kynseg­in, butch, norma­tív­ur, marg­þætt mis­mun­un, öráreitni, bleik­þvott­ur, queer­bait­ing, hinsegin saga. Það er samt gott að vera búin að kom­ast að því hvað maður vissi tak­mark­að.“

Hvenær opnar síð­an?

„Gagna­grunn­ur­inn sjálfur er til­bú­inn en gerð hans var styrkt af Þró­un­ar­sjóði náms­gagna, Sam­tök­unum '78 og Reykja­vík­ur­borg. Nú vantar bara að koma honum í aðgengi­legt form á vef­síðu sem væri öllum opin. Þess vegna ákváðum við að safna fyrir gerð vef­síð­unnar á Karol­ina Fund. Söfn­unin gengur vonum framar en nokkrir dagar eru eftir og okkur vantar enn örlít­inn loka­sprett. Verk­efnið má finna á Karol­ina fund. Við gerum svo ráð fyrir að síðan opni næsta haust.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiFólk
None