Hinsegin frá A til Ö

Hvað er eikynhneigð? Er opið samband hinsegin? Er bleikþvottur sniðugur og er hinsegin menning til?

Vefsíðan Hinsegin fá A til Ö verður öllum til fróðleiks um hinsegin málefni. Myndin er frá Gleðigöngunni í Reykjavík þar sem mannréttindum er fagnað.
Vefsíðan Hinsegin fá A til Ö verður öllum til fróðleiks um hinsegin málefni. Myndin er frá Gleðigöngunni í Reykjavík þar sem mannréttindum er fagnað.
Auglýsing

Hinsegin frá A til Ö er vefsíða þar sem hægt verður að fletta upp ýmsum hugtökum er viðkoma hinsegin veruleika. Hjónin Auður Magndís Auðardóttir félagsfræðingur og Íris Ellenberger sagnfræðingur standa að síðunni en þær hafa báðar áralanga reynslu af því að fjalla um og fræða um hinsegin málefni. Þær rákust oft á að lítið sem ekkert efni var til á íslensku um þennan málaflokk og fólk þurfti að þekkja erlendu hugtökin og leita svo á ranghölum netsins að upplýsingum um það. Með síðunni stóreykst aðgengi að upplýsingum um hinsegin málefni á íslensku. Kjarninn hitti Auði Magndísi og tók hana tali.

Um hvað verður fjallað á síðunni?

„Síðan byggist á því að hinsegin hugtök eru skýrð á einfaldan og aðgengilegan hátt. Bæði er um að ræða hugtök sem notuð eru um fólk svo sem intersex, pankynhneigð og lesbía en einnig fræðilegri hugtök á borð við gagnkynhneigt viðmið, síshyggju og samtvinnun. Sú umfjöllun er þá í raun inngangur að hinsegin fræðum.

Að auki verða innslög frá ólíkum hópi hinsegin fólks þar sem það setur hugtökin sem um ræðir í persónulegt samhengi því allt snýst þetta jú á endanum um mannlega tilveru. Þannig ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“

Auglýsing

Hvaðan kemur efnið?

„Efnið er tekið saman úr ýmsum áttum og margt af því er efni sem við höfum sjálfar skapað þegar við höfum verið með fyrirlestra og vinnustofur í gegnum tíðina. Við fáum efnið meðal annars frá erlendum vefsíðum en einnig í gegnum persónulegar sögur og fræðilegt efni. Þar sem um grasrótar-málaflokk er að ræða er síðan alls ekki strang-fræðileg þó fræðilegt efni sé inn á milli í bland.“

Hvaða hópum gagnast Hinsegin frá A til Ö?

Hinsegin frá A til Ö„Vefsíðan mun gagnast öllu áhugafólki um fjölbreytileika mannlífsins, nemendum sem eru að læra félagsfræði, mannfræði, kynjafræði eða hinsegin fræði, fjölmiðlafólki, aðstandendum hinsegin fólks og hinsegin fólki sjálfu.

Efnið hefur verið prufukeyrt í kynjafræðiáföngum í Kvennó við góðar undirtektir bæði nemenda og kennara. Einn nemandi skrifaði okkur til dæmis og sagði: Það var svo sem margt sem ég hafði ekki svo mikið sem heyrt minnst á fyrr en í Hinsegin handbókinni, t.d. jaðarkynverund, einkynhneigð, fjölkynhneigð, skoliosexuality, aromantic, kynsegin, butch, normatívur, margþætt mismunun, öráreitni, bleikþvottur, queerbaiting, hinsegin saga. Það er samt gott að vera búin að komast að því hvað maður vissi takmarkað.“

Hvenær opnar síðan?

„Gagnagrunnurinn sjálfur er tilbúinn en gerð hans var styrkt af Þróunarsjóði námsgagna, Samtökunum '78 og Reykjavíkurborg. Nú vantar bara að koma honum í aðgengilegt form á vefsíðu sem væri öllum opin. Þess vegna ákváðum við að safna fyrir gerð vefsíðunnar á Karolina Fund. Söfnunin gengur vonum framar en nokkrir dagar eru eftir og okkur vantar enn örlítinn lokasprett. Verkefnið má finna á Karolina fund. Við gerum svo ráð fyrir að síðan opni næsta haust.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None