Í þá tíð… George Washington sór embættiseið

Herforinginn var settur í embætti forseta Bandaríkjanna fyrstur manna. Hann mótaði embættið eftir sínu höfði og fram á þennan dag gætir áhrifa hans greinilega.

George Washington var fyrsti forseti bandaríkjanna. Hann tók við embætti hinn 30. apríl 1789.
George Washington var fyrsti forseti bandaríkjanna. Hann tók við embætti hinn 30. apríl 1789.
Auglýsing

Á þessum degi fyrir réttum 228 árum, hinn 30. apríl árið 1789, sór George Was­hington emb­ætt­is­eið sem for­seti Banda­ríkj­anna fyrstur manna. Þar sem engar hefðir eða for­skriftir voru til varð­andi emb­ættið fóru Was­hington og hans fólk sínar eigin leiðir sem eimir enn af og hefur inn­setn­ing­ar­at­höfnin þannig séð ekki breyst mikið þó að 44 for­setar hafi stigið í hans stóru fót­spor.

Fáir menn, senni­lega eng­inn, í gjör­vallri sögu Banda­ríkj­anna eru sveip­aðir eins miklum frægð­ar­ljóma og Was­hington. Hann var einn af land­feðr­unum svoköll­uðu, og stóð þar upp úr hópn­um, bæði í bók­staf­legum skiln­ingi, þar sem hann var um 190 senti­met­erar á hæð, en einnig hvað varðar per­sónu­leika og leið­toga­hæfi­leika, enda var hann val­inn til að stýra sam­kund­unni þar sem grund­völlur að fram­tíð­ar­stjórn­skipan Banda­ríkj­anna var lagð­ur, með stjórn­ar­skránni.

Úr land­mæl­ingum í her­inn

Washington í herbúningi Virginíu.Was­hington fædd­ist árið 1732 í Virg­in­íu, sem þá var ein af nýlendum Breta í Norð­ur­-Am­er­íku. Faðir hans var vel stæður plantekru­eig­andi og dóm­ari, en lítið er vitað með vissu um æskuár hans. Fleiri sögur ganga þó af Was­hington á síð­ari ævi­skeið­um, ekki síst eftir að her­mennsku­fer­ill hans hófst.

Faðir Was­hingtons lést þegar hann var 11 ára og eft­ir­lét eldri hálf­systk­inum hans mest­allar eigur sín­ar, þannig að George þurfti að leggja sitt af mörkum á heim­ili hans, móður hans og yngri systk­ina. Hann fékk ekki klass­íska menntun í lík­ingu við marga af sam­ferð­ar­mönnum hans í efri stéttum Virg­in­íu, en stóð sig vel, til dæmis í stærð­fræði, áður en hann hætti í skóla fimmtán ára og fór að vinna við land­mæl­ing­ar.

Það var tengt störfum hans við land­mæl­ingar sem fer­ill hans í hernum hófst. Hann var gerður út af örk­inni, 21 árs gam­all, til að vísa á brott frönskum land­nemum frá Kanada sem höfðu verið að koma sér fyrir á land­svæði sem þá til­heyrði Virg­in­íu, og árið 1755 var hann gerður að yfir­manni her­afla nýlend­unnar í stríð­inu gegn Frökkum og indíán­um. Eftir að stríð­inu lauk og Frökkum var stökkt frá land­svæð­inu umdeilda var Was­hington orð­inn ann­ál­að­ur, beggja vegna Atl­antsála, fyrir afrek sín á víg­vell­in­um.

Goð­sög­urnar

Margt í ævi Was­hingtons er sveipað ákveðnum goð­sagna­ljóma.

Tennur Washingtons voru gerðar úr fíla- og rostungabeini.

Fræg­asta sagan sem gengið hefur af George litla var þegar hann hjó niður kirsu­berja­tré föður síns. Hann átti sem sagt að hafa fengið öxi í sex ára afmæl­is­gjöf og í spennu og ung­æð­is­hætti notað hana til að höggva í kirsu­berja­tré á land­ar­eign fjöld­kyld­unn­ar. Faðir hans tók það skilj­an­lega óstinnt upp en mild­að­ist þar sem piltur hafði geng­ist ský­laust við vern­að­inum með orð­un­um: „Ég get ekki sagt ósatt!“

Þessum orðum hefur verið haldið á lofti síð­ustu tvær ald­irnar og þóttu þau varpa ljósi á dyggðir Was­hingtons, heið­ar­leika, sam­visku­semi og sann­sögli. Eina vanda­málið er að saga þessi er upp­spuni frá rót­um, sem var fyrst sett á prent árið 1806, en rataði síðar inn í kennslu­bækur í barna­skólum og lifir enn í dag þrátt fyrir að sann­leiks­gildi hennar hafi verið hrakið fyrir margt löngu síð­an.

Önnur saga sem gekk af honum en hljómar ekki svo senni­lega er að hann hafi getað kastað silf­ur­mynt yfir sjálfa Potom­ac-ána.

Þá kann­ast margir við þá sögu að hann hafi verið tann­laus og not­ast við gervi­tennur úr tré. Það er bara hálfur sann­leikur þar sem hann var vissu­lega tann­laus, en not­aði gervi­stell úr fíla- og rost­ungs­beini á seinni árum eftir að hafa fyrst um sinn gegnið með sett úr tönnum úr öðru fólki og kúm.

Auglýsing

Land­eig­and­inn og fyr­ir­mennið Was­hington

Was­hington öðl­að­ist ómetna­lega reynslu af hern­aði og manna­for­ráðum í ófriðnum við Frakka sem áttu eftir að koma honum vel þegar fram í sótti. Hann hafði að vísu yfir­gefið her­inn árið 1758 og gengið að eiga auð­uga ekkju, Mörthu að nafni, og tekið upp búskap á Mount Vernon, þar sem hann hafði búið í æsku.

Washington naut stunda með fjölskyldunni á Mount Vernon en skyldan kallaði oft og iðulega eftir þvi að hann væri fjarverandi.Hann bætti veru­lega við eignir sín­ar, meðal ann­ars féllu honum í skaut land á svæð­unum sem hann hafði barist til að halda undir merkjum Virg­iníu í stríð­inu. Á Mount Vernon var meðal ann­ars ræktað hveiti og tóbak og Was­hington hélt - eins og aðrir land­eig­endur á þessu svæði á þessum tíma – hund­ruð þræla. Hann var aldrei opin­skár and­stæð­ingur þræla­halds, en í erfða­skrá hans var öllum þrælum í hans eigu gefið frelsi. Hann var sá eini af lands­feðr­unum sem gerðu það.

Honum Mörthu varð ekki barna auð­ið, en hann ól upp börn hennar frá fyrri hjóna­bandi sem sín eig­in. Getum er leitt að því að Was­hington hafi verið ófjór eftir að hafa smit­ast af berklum á yngri árum.

Was­hington var mik­ils met­inn maður í krafti auðs, eigna og orð­spors og tók virkan þátt í félags­lífi efri stétta og stjórn­málum í Virg­in­íu.

Her­for­ingi í frels­is­stríði

Ein frægasta sagan af hernaðarafrekum Washingtons er þegar hann hélt yfir Delaware-á og réðist  á virki Breta.

Eftir því sem leið á átt­unda ára­tug ald­ar­innar magn­að­ist spenna milli íbúa nýlend­anna þrettán á Aust­ur­strönd­inni og hinna bresku drottn­ara. Eins og fram kom í fyrri pistli voru nýlendu­búar ósáttir við meinta skatt­pín­ingu á meðan þeir fengu ekki full­trúa á breska þing­inu.

Washington fór ekki var­hluta af því og komst á þá skoðun að hags­munum íbúa væri best borgið með því að lýsa yfir sjálf­stæði.

Hann var kjör­inn full­trúi Virg­iníu á þingi nýlend­anna árið 1774 og þegar þingið kom aftur saman ári síðar var frels­is­stríðið hafið fyrir alvöru og Was­hington var útnefndur yfir­maður her­afla nýlend­anna.

Stríðið sjálft og fram­gangur þess er efni í annan og miklu lengri pistil, en hlut­verk Was­hingtons sem her­for­ingja og leið­toga skipti þar sköp­um, enda voru hans menn illa búnir sjálf­boða­liðar sem börð­ust við þraut­þjálf­aða breska atvinnu­her­menn.

Helsta afrek Was­hingtons sem her­for­ingja var þó þegar hann leiddi lið sitt yfir Delaware-ána að kvöldi jóla­dags 1776 þar sem hann lagði undir sig virki Breta í Trent­on.

Lengst af sner­ist bar­átta nýlendu­manna um að halda aftur af Bret­um, en eftir að Frakkar gengu til liðs við sjálfs­stæð­is­sinna sner­ist lukkan þeim í hag og árið 1781 unnu þeir fulln­að­ar­sigur á Bretum við Yorkt­own. Tveimur árum síðar var stríð­inu lokið með frið­ar­samn­ingum og Was­hington taldi hlut­verki sínu þar með lokið og skil­aði umboði sínu til þings­ins og hélt aftur til Mörthu sinnar á Mount Vernon. Þótti mörgum ótrú­legt að maður sem hefði getað tekið sér hér um bil hvert það vald sem honum þókn­að­ist í nýstofn­uðum Banda­ríkjum Norð­ur­-Am­er­íku, gengi þar sáttur frá borði.

Nýtt hlut­verk

Eftir að sjálf­stæðið var í höfn voru æðstu lög Banda­ríkj­anna hin svoköll­uðu Sam­veld­is­lög (Art­icles of Con­feder­ation) sam­þykkt en sam­kvæmt þeim var alrík­is­stjórnin veik­burða og ríkin réðu sér að mestu sjálf, til dæmis þurfti ein­róma sam­þykki við flestum laga­breyt­ing­um.

Helsta vanda­málið var hins veg­ar, að mati Was­hingtons, pen­inga­leysi, þar sem alrík­is­stjórn­inni gekk illa að inn­heimta skatta frá ríkj­unum til að standa undir erlendum skuld­um.

Þess vegna var sam­band ríkj­anna á kross­götum og hug­sjón lands­feðr­anna um kröft­ugt lýð­veldi var í hættu að margra mati. Þar í hópi voru meðal ann­ars Benja­min Frank­lin og sjálfur George Was­hington.

Árið 1787 var kallað til sér­staks stjórn­ar­skrár­þings í Fíla­delfíu þar sem full­trúar ríkj­anna þrettán komu saman í þeim til­gangi að end­ur­skoða grund­vall­ar­lög lands­ins til að þau gætu bætt stjórn sam­bands­rík­is­ins og styrkt það til fram­tíð­ar.

Washington var útnefndur forseti stjórnarskrárþingsins 1787.

Was­hington var kjör­inn for­seti þings­ins og leiddi starfið til að sætta mis­mun­andi sjón­ar­mið, en harðar deilur voru um hlut­verk alrík­is­stjórn­ar­innar og hversu mikil völd hún ætti að hafa yfir ein­stökum ríkj­um. Eftir mikil átök frá maí fram í sept­em­ber náðu full­trúar loks­ins saman um loka­skjal, Stjórn­ar­skrá Banda­ríkja Norð­ur­-Am­er­íku, sem er við lýði enn þann dag, með 27 við­auk­um, og er almennt talið eitt merki­leg­asta skjal í stjórn­mála­sög­unni. For­ysta Was­hingtons og hæfi­leikar til að sætta ólík sjón­ar­mið áttu örugg­lega stóran hlut að máli með það hvernig til tókst.

Önnur grein stjórn­ar­skrár­innar til­tekur fyr­ir­komu­lag fram­kvæmd­ar­valds­ins sem for­set­inn fer fyr­ir. Þegar velja átti til þessa æðsta emb­ættis lands­ins þóttu fáir betur til þess fallnir er Was­hington. Líkt og eftir frels­is­stríð­ið, stóð hugur hans hins vegar alls ekki til frek­ari póli­tískra starfa, en sem fyrr var mik­ill þrýst­ingur á að hann gæfi kost á sér og raunar höfðu margir af full­trú­unum á stjórn­ar­skrár­þing­inu gert ráð fyrir að Was­hington yrði fyrsti for­set­inn.

Hann lét til leið­ast og vann sann­fær­andi sig­ur. Kjör­menn ríkj­anna gátu valið tvo full­trúa með vægi í sam­ræmi við fólks­fjölda í hverju þeirra. Öll tíu ríkin sem tóku þátt völdu Was­hington með öðru atkvæði sínu, en John Adams kom honum næstur og var þess vegna kjör­inn vara­for­seti.

Með almanna­heill að leið­ar­ljósi

Washington flytur innsetningarræði sína fyrir þingmönnum.Þannig varð það 30. apríl 1789 að George Was­hington stóð á svölum Federal Hall í New York, fyrsta stjórn­ar­ráði Banda­ríkj­anna og sór emb­ætt­is­eið að við­stöddum 10.000 manns. Mörgum sem voru þar til vitnis fannst sem for­set­inn væri stress­aður og hefði jafn­vel frekar kosið að standa frammi fyrir óvini í bar­daga en einmitt þarna. Honum lá lágt rómur og sagði meðal ann­ars að í honum bærð­ust blendnar til­finn­ing­ar; kvíði og stolt yfir að hafa verið val­inn til starfans. Hann lagði hins vegar mikla áherslu á að settur yrði saman laga­bálkur um rétt­indi ein­stak­linga og að stjórn­völd skyldu umfram allt þjóna fólk­inu með því að vinna með almanna­hag að leið­ar­ljósi. Banda­ríkin töldu þarna ell­efu ríki (Rhode Island og Norður Kar­ólína höfðu ekki enn stað­fest stjórn­ar­skrána) og fjórar millj­ónir íbúa.

For­seta­tíð Was­hingtons var for­dæma­laus eins og gefur að skilja og hann var fylli­lega með­vit­aður um að hans verk og orð kæmu til með að móta emb­ætti for­seta til fram­tíð­ar. Þess vegna lagði hann mikið upp úr því að starfa af heil­indum með áherslu á rétt­læti og var­færni. Hvað varðar stöðu Banda­ríkj­anna á alþjóða­vett­vangi var vin­gjarn­legt sam­band við önnur ríki talið mik­il­vægt ásamt því Was­hington taldi að Banda­ríkin ættu sem minnst að hlut­ast til um átök milli ann­arra ríkja og halda hlut­leysi sínu.

Loks­ins hvíld

Was­hington vann aftur sann­fær­andi sigur í næstu kosn­ingum sem fram fóru 1792 þar sem hann fékk atkvæði allra fimmtán ríkja og aftur varð John Adams í öðru sæti og hélt emb­ætti sínu sem vara­for­seti.

Washington lést heima á Mount Vernon eftir skammvinn veikindi, 67 ára að aldri.Heilsu hans var hins vegar farið að hraka og hann hafn­aði áköllum um að sitja þriðja kjör­tíma­bil­ið. Sá sið­ur, að for­seti sæti í tvö kjör­tíma­bil hið mesta var ekki lög­fest en þó gekk eng­inn gegn þeirri hefð fyrr en Roos­evelt var kjör­inn fjórum sinnum á árunum 1932 til 1944. Árið 1951 var ákvæði um hámarks­setu for­seta fest í stjórn­ar­skrána með 22. við­auk­an­um.

Þá fékk Was­hington loks verð­skuld­aða hvíld og sneri aftur á Mount Vernon þar sem hann varði síð­ustu ævi­ár­unum í að sinna rekstri plantekru sinn­ar. Hann veikt­ist hast­ar­lega í des­em­ber árið 1799 og lést á aðfar­arnótt 14. þess mán­að­ar, 67 ára að aldri og skilur eftir sig goð­sagna­kennda arf­leifð sem vold­ug­asta ríki ver­ald­ar­sög­unnar hvílir á enn þann dag í dag.

Aðrir merkisatburðir 30. apríl

1492 Krist­ó­fer Kól­umbus fær umboð Spán­ar­kon­ungs til að leita nýrra land­svæða í hans nafni.

1803 Banda­ríkin ganga frá kaupum á Lou­isi­ana-­svæð­inu frá Frökkum og tvö­falda þar með land­svæði sitt.

1859 Skáld­saga Charles Dic­kens, A Tale of Two Cities, kemur fyrst út á prenti.

1945 Adolf Hitler og Eva Braun stytta sér aldur í sprengju­byrgi Nas­ista í Berlín.

1957 Elvis Presley tekur upp smell­inn Jail­house Rock.

1975 Víetnam­stríð­inu lýkur form­lega með upp­gjöf Suð­ur­-Ví­etnams.

1988 Dark Side of the Moon fellur út af Bill­bo­ard 200 sölu­list­anum í fyrsta sinn í 725 vik­ur.

1993 Tenn­is­stjarnan Mon­ica Seles stungin í bakið í miðjum leik. Árás­armað­ur­inn var geð­trufl­aður aðdá­andi Steffi Graf, helsta and­stæð­ings Sel­es. Hann hlaut, af ein­hverjum sök­um, aðeins tveggja ára skil­orðs­bund­inn dóm.

1997 Ellen brýtur blað í sjón­varps­sög­unni þegar aðal­per­són­an, leikin af Ellen DeGener­es, kemur út úr skápn­um.

2003 Stjórn­völd í Líbíu gang­ast við ábyrgð á hryðju­verk­inu þegar far­þega­þota Pan Am var sprend yfir skosku borg­inni Locker­bie.

2004 Fjöl­miðlar birta myndir af pynt­ingum og mis­þyrm­ingum banda­rískra her­manna á föngum í Abu Ghrai­b-fangesl­inu í Bagdad.

2008 Vís­inda­menn stað­festa að tvær beina­grindur sem fund­ust í nágrenni Jeka­ter­ín­borgar í Rúss­landi eru jarð­neskar leifar Alexei og Anastasíu, yngstu barna Niku­lásar keis­ara.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None