Bestu bresku hlaðvörpin fengu verðlaun

Hér eru bestu bresku hlaðvarpsþættirnir. Hlaðvarp hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár, ekki bara í Bretlandi heldur einnig hér á landi.

Þáttastjórnendur The Inquiry hlutu verðlaun fyrir bestu fréttaþættina í bresku hlaðvarpi.
Þáttastjórnendur The Inquiry hlutu verðlaun fyrir bestu fréttaþættina í bresku hlaðvarpi.
Auglýsing

Eru glæpa­sög­ur, helstu mál­efni líð­andi stundar eða íþróttaum­fjöllun eitt­hvað sem heill­ar? Þetta og nán­ast allt annað var til­nefnt til bresku hlað­varps­verð­laun­anna sem veitt voru í fyrsta sinn 30. apríl síð­ast­lið­inn.

Hlað­varp hefur verið í mik­illi sókn und­an­farin ár, ekki bara í Bret­landi heldur einnig hér á landi. Umfjöll­un­ar­efni hlað­varps­þátta eru gríð­ar­lega fjöl­breytt og margir þættir unnir af mik­illi fag­mennsku. Hlað­varp gefur vin­sæl­ustu útvarps­stöðvum sem varpa umræðum á gamla mát­ann ekki tommu eft­ir.

Mikil gróska er í íslensku hlað­varpi. Kjarn­inn rekur hlað­varps­rás hér á vefnum þar sem fjöl­margir þættir eru í boði um allt milli him­ins og jarð­ar. Nán­ari upp­lýs­ingar um hlað­varpið eru að finna á hlað­varpsvef Kjarn­ans.

Á vef Nútím­ans má finna aðra hlað­varps­rás sem hefur fengið nafnið Alvarpið. Þar eru einnig stór­góðir þættir sem hik­laust er mælt með. Þá bjóða íslenskar útvarps­stöðvar upp á hlað­varps­út­gáfur af þáttum sín­um. Þeirra vin­sælastur er eflaust þáttur Veru Ill­uga­dóttur í hlað­varpi RÚV sem heitir Í ljósi sög­unnar.

Auglýsing

Sig­ur­veg­arar í bresku hlað­varps­verð­laun­unum

Hér að neðan má sjá sig­ur­veg­ara í völdum flokkum úr bresku hlað­varps­verð­laun­un­um. Það ættu allir að geta fundið eitt­hvað við sitt hæfi í þessum lista.

Mál­efni líð­andi stundar

The InquiryThe InquiryiTu­nes – Frá­bær frétt­skýr­inga­þáttur á vegum BBC þar sem frétta­mál eru útskýrð og reynt að varpa ljósi á ástæður og afleið­ing­ar.

Íþróttir

Fight Discip­lesiTu­nes – Allar helstu bar­daga­í­þróttir heims eru til umræðu í þessum þætti, hvort sem það eru hnefa­leikar eða blönduð bar­daga­list.

Hornet Hea­veniTu­nes – Fynd­inn fót­bolta­þáttur í far­sa­líki þar sem stað­reyndum og hug­ar­burði er blandað saman til þess að varpa ljósi á það hvernig er að vera fót­boltaunn­andi fyrir lífs­tíð.

Hlust­enda­verð­laun

Kermode & Mayo's Film ReviewiTu­nes – Í þessum viku­lega þætti er ein­göngu fjallað um nýj­ustu kvik­mynd­irn­ar.

Glæpa­þættir

They Walk Among USiTu­nes – Þessir þættir koma hálfs­mán­að­ar­lega og fjalla allir um raun­veru­lega glæpi og glæpa­menn

Skáld­skapur

TracksiTu­nes – Upp kemst um dul­ar­fulla ráð­gátu þegar flug­vél hrapar í Wales. Hér er um rosa­lega sam­sær­is­hroll­vekju að ræða.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiFólk