Gera heimildarmynd um Íslendingasamfélagið á Kanarí

Magnea Björk Valdimarsdóttir og Marta Sigríður Pétursdóttir vinna nú að gerð heimildarmyndar um Íslendingasamfélagið á Kanarí. Þær safna fyrir myndinni á Karolina fund.

kanarí into the sun
Auglýsing

Magnea Björk Valdi­mars­dóttir og Marta Sig­ríður Pét­urs­dóttir vinna að gerð heim­ilda­myndar um Íslend­inga­sam­fé­lagið á Kanarí um þessar mund­ir. Magnea Björk er leik­stjóri og leik­kona sem starfar sjálf­stætt við heim­ilda­mynda­gerð og hefur gert mynd­irnar  „Hverf­is­götu“ og „Bónus­kon­ur“. Marta er menntuð í menn­ing­ar- og kynja­fræði og hefur feng­ist við texta­skrif og alls kyns störf sem tengj­ast menn­ingu og mann­eskj­um. Kjarn­inn hitti Magneu og Mörtu og tók þær tali.

Hvaðan spratt hug­myndin að verk­efn­inu Kanarí – into the sun?

Magnea: Marta kom til mín með þessa frá­bæru hug­mynd fyrir jól og svo skemmti­lega vildi til að ég var nýbúin að panta far til Kanarí fyrir fjöl­skyld­una mína. Ég er að vinna að eigin heim­ilda­myndum en stökk á hug­mynd­ina því mér finnst hún vera svo frá­bær og marglaga. 

Marta: Ég fór fyrst til Kanarí árið 2008 að heim­sækja vin­konu mína Valý sem var að vinna sem far­ar­stjóri og heill­að­ist strax eyj­unni og nátt­úru­feg­urð­inni og en líka af túrista­bænum við Playa Inglés sem er ein­hvers­konar fantasíu­land sól­strand­ar­ferða­langs­ins og kitsch himna­ríki. Besta vin­kona mín fór líka til Kanarí þegar við vorum börn og hún sagði mér frá Harry frá Ind­landi sem tal­aði reiprenn­andi íslensku og seldi öllum Íslend­ing­unum raf­tæki. 

Auglýsing

Það var svo á síð­asta ári að fleiri sögur frá Kanarí bár­ust til eyrna minna, í þetta sinnið frá vinnu­fé­laga sem skrapp þangað í frí með mann­inum sínum og sagði mér frá sam­söngs­stundum og minigolf­mótum Íslend­ing­anna. Ég hafði heyrt svo oft um Klöru­bar á Kanarí að fyrir mér er þetta staður sem er mik­il­vægur í íslenskri menn­ing­ar­sögu. Ég lauk masters­námi í London fyrir nokkrum árum en var byrjuð á fyrstu önn í sál­fræði í HÍ í ein­hvers­konar til­vist­ar­kreppu síð­asta haust. Menn­ing­ar­fræði­gyðjan lét mig hins vegar ekki í friði og ég var and­vaka í nokkrar nætur að hugsa um að Íslend­inga­sam­fé­lagið á Kanarí væri kjörið efni í heim­ilda­mynd. Ég var ekki í rónni fyrr en ég var búin að fá Magneu til liðs við þetta verk­efni og við komnar út til Kanarí að taka upp efni og ég löngu hætt í sál­fræð­inn­i. 



Haldið þið að það sé bara kuld­inn sem rekur fólk til heitra landa eins og Kanarí eða er það eitt­hvað fleira sem dregur það að?

Magnea: Þó að myrkrið og kuld­inn heima á Íslandi á vet­urna spili stóran þátt af hverju Íslend­ingar sækja svona mikið í sól­ina komumst við því þegar við fórum að ræða við fólkið á Kanarí að eldra fólk og öryrkjar hafa margir hverjir öðl­ast mun bætt­ara heilsu­far þar. Þar að auki þá upp­lifa margir eldri borg­ar­anna sig minna ein­angr­aða úti á Kanarí heldur en heima á Íslandi. Íslend­inga­sam­fé­lagið er þétt­heldið og náið og það er mjög líf­legt félags­líf. 

Marta: Ferða­manna­iðn­að­ur­inn á heims­vísu er risa­vaxið fyr­ir­bæri og er virki­lega áhuga­vert rann­sókn­ar­efni út fyrir sig að skoða af hverju við ferð­umst okkur til afþrey­ing­ar. Almenn­ingur í hinu hnatt­ræna norðri tekur því nán­ast sem gefnu að geta farið erlendis í frí eftir að ódýrar flug­sam­göngur komu til sög­unn­ar. Það að hafa efni á að fara í frí og að geta ferð­ast er að ein­hverju leyti stöðu­tákn og það hvort/hvert við förum getur sagt ótal­margar sögur um það hver við erum og hver okkar þjóð­fé­lags­staða er.

Hvað hefur reynst skemmti­leg­ast við gerð þess­arar mynd­ar? 

Marta: Fyrir okkur báðar þá hefur það verið skemmti­leg­ast að kynn­ast öllu fólk­inu og fá þetta tæki­færi til þess að skyggn­ast inn í þennan heim. Klara tók okkur strax opnum örmum og er bæði aðal­per­sóna mynd­ar­innar nán­ast með­fram­leið­andi vegna þess hvað hún hefur aðstoðað okkur mik­ið. Svo erum við búnar að kynn­ast Maríu Sig­urð­ar­dóttur (Marý á Kirkju­bæ) gít­ar­leik­ara og söng­stjóra, Harry og hans starfs­fólki, Fel­dísi vin­konu Klöru, Krist­ínu Tryggva far­ar­stjóra, Andreu sem starfar sem fóta­að­gerða­fræð­ingur og eig­in­manni hennar Jón Ottó bíl­stjóra sem að starf­rækir tösku­geymslu fyrir vetr­ar­far­fugl­ana. Það hefur verið gaman að sjá hvað flestir sem við höfum nálg­ast hafa tekið vel í þetta verk­efni og verið til í að tala við okk­ur. Mörgum af okkar við­mæl­endum finnst það vera gleði­efni að fólkið heima fái að sjá hvað það er við Kanarí sem trekkir sumt fólk að ár eftir ár, jafn­vel í ára­tugi. Svo erum við báðar for­fallnir aðdá­endur fjöl­skrúð­ugu og fjöl­þjóð­legu undra­heimanna sem búa í versl­un­ar- og afþrey­ing­ar­mið­stöðv­unum Yumbo center og Cita Mall. 

Hvert eruð þið komnar í ferl­inu?

Magnea: Við erum búnar að fara í tvær ferðir til Kanarí í rann­sókna­vinnu og heim­ilda­öflun og við höfum hingað til lagt alveg sjálfar út fyrir öllum kostn­aði. Við eigum eftir að fara aftur út til þess að taka upp meira efni og svo er það eft­ir­vinnslan sem er tíma­frek og kostn­að­ar­söm; klipp­ing, hljóð­vinnsla, lit­grein­ing og svo fram­veg­is. Þess vegna hrintum við af stað söfnun á Karolina­fund. Ef að allt gengur að óskum stefnum við á að frum­sýna mynd­ina snemma árs 2018 og þeir sem leggja fram 15 € eða meira fá miða á frum­sýn­ing­una, fyrir hærri upp­hæðir fást DVD diskar og mögu­leik­inn á að vera titl­aður sem með­fram­leið­and­i. 

Verk­efnið má finna hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk