Viljum við í raun vinna Eurovision?

Meðalkostnaður við Eurovision-keppnir síðustu 10 ára er 4,1 milljarðar íslenskra króna.

Svala Björgvins syngur lagið Paper í Eurovision fyrir Ísland.
Svala Björgvins syngur lagið Paper í Eurovision fyrir Ísland.
Auglýsing

Þátt­taka í Eurovision er ekki ókeyp­is. Áætlað er að heild­ar­kostn­að­ur­inn við þátt­töku Rík­is­sjón­varps­ins í ár sé um 90 millj­ónir króna, þar af kostar 30 millj­ónir að senda atriðið til Kænu­garðs í Úkra­ínu.

Það er hins vegar marg­falt dýr­ara að vinna og þurfa að halda keppn­ina að ári. Grein­ing­ar­deild Arion banka lagð­ist yfir kostn­að­inn við Eurovision í Mark­aðs­punktum sínum í dag, í til­efni af fyrra und­an­úr­slita­kvöldi Eurovision-keppn­innar í kvöld. Þar mun Svala Björg­vins­dóttir flytja lagið Paper fyrir Íslands hönd.



Það er regla að sig­ur­land í Eurovision haldi keppn­ina að ári. Í fyrra vann Úkra­ína og þess vegna fer keppnin fram í höf­uð­borg lands­ins í ár. Áætl­aður kostn­aður við fram­kvæmd keppn­innar er um 3,4 millj­arðar íslenskra króna, mun meira en gert var ráð fyrir í upp­hafi. Það hefur jafn­framt valdið fjaðrafoki.

Til þess hefur komið að lönd hafa dregið sig úr keppni ein­fald­lega vegna of mik­ils kostn­að­ar. Bosnía og Her­segóvína verður til dæmis ekki með í ár vegna fjár­hags­erf­ið­leika. Þá segir í Mark­aðs­punkt­unum að Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hafi talið Ung­verja­land á að draga sig úr keppn­inni árið 2010 sökum kostn­að­ar.

Svíar líka bestir í að halda keppn­ina

Sví­þjóð hefur ótrú­legt nef fyrir smellnum Eurovision-hitt­ur­um. Svíar hafa unnið keppn­ina sex sinn­um. Það er einu skipti færra en Írland, sem hefur reyndar ekki unnið síðan 1996.

Og Svíar eru líka góðir í að halda keppn­ina ef tekið er mið af kostn­aði og umstangi. Keppnin var síð­ast haldin í Stokk­hólmi árið 2016 og var kostn­að­ur­inn við þá keppni sá minnsti í tíu ár, sam­kvæmt gögn­unum sem Grein­ing­ar­deild Arion Banka hefur tekið sam­an. Svíar héldu keppn­ina einnig í Malmö árið 2013 þar sem kostn­að­ur­inn var einnig með lægra móti.

Sví­þjóð býr auð­vitað að því að eiga þá inn­viði sem til þarf til þess að halda svo stóran sjón­varps­við­burð. Kostn­að­ur­inn við það þurfa að byggja risa­stórar tón­leika­hallir getur nefni­lega kostað mik­ið.

Auglýsing

Fórn­ar­kostn­aður

Sé kostn­að­ur­inn sem RÚV þyrfti að standa straum af settur í sam­hengi við aðra íslenska fram­leiðslu afþrey­ingar má sjá að fórn­ar­kostn­að­ur­inn við að halda Eurovision er nokkuð mik­ill.

Grein­ing­ar­deildin stillir dæm­inu upp þannig að ef Ísland neyð­ist til þess að halda keppn­ina verði hún að fá eitt­hvað af því fjár­magni sem myndi ann­ars fara í aðra dag­skrár­gerð eða afþr­ey­ingu.

Sé miðað við með­al­kostnað við fram­leiðslu Eurovision-keppn­innar síð­ustu tíu ár þá verður kostn­aður Íslands um 4,1 millj­arður króna. Fyrir þann pen­ing væri hægt að:

  • fram­leiða 4 þátt­araðir af Ófærð
  • fram­leiða 21 íslenska kvik­mynd
  • Reka Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands þrisvar á einu ári
  • Reka RÚV í 263 daga
  • Halda 460 jólatón­leika
  • Kaupa 2.590.484 ein­tök af Waterloo-­plöt­unni með ABBA á vín­yl. Það gera sjö plötur á hvern Íslend­ing.
  • Senda íslenska karla­lands­liðið á 3 Evr­ópu­meist­ara­mót í knatt­spyrnu
  • Reka 51 lið í Pepsí-­deild karla í eitt ár

Í færslu grein­ing­ar­deild­ar­innar segir jafn­framt: „Ef við lítum út fyrir ramma lista, menn­ingar og íþrótta þá er ýmis­legt annað sem hægt væri að fjár­festa í. Til að mynda væri hægt að byggja 143 með­al­stórar íbúð­ir, sem væri kær­komin við­bót inn á hús­næð­is­mark­að­inn í dag, rekið Land­spít­al­ann í tæpan mán­uð, borgað rekstr­ar­kostnað í eitt ár fyrir 2.300 grunn­skóla­nem­endur eða gefið öllum lands­mönnum 12 miða í Hval­fjarð­ar­göng­in.“

  • Byggja 143 80 fer­metra íbúðir
  • Kaupa 106 80 fer­metra íbúðir í öllum hverfum nema 101 og 107
  • Reka Land­spít­al­ann í 25 daga
  • Borga 777 grunn­skóla­kenn­urum árs­laun
  • Borga rekstr­ar­kostnað í eitt ár fyrir 2.296 grunn­skóla­nem­endur
  • Kaupa 4.118.869 miða í Hval­fjarð­ar­göngin
  • Kaupa 1.847 nýja Toyota Yaris-bíla
  • Kaupa 54.926 Sam­sung Galaxy S7 og 39.231 iPhone 7

Tekj­urnar eru líka miklar

Ekki má hins vegar gleyma að það fylgja því einnig tekjur að halda Eurovision. Að mestum hluta renna þær ekki beint til keppn­is­hald­ara (sem yrði að öllum lík­indum RÚV) heldur í alla geira þjóð­fé­lags­ins.

Eurovision yrði stór mark­aðs­setn­ing fyrir Ísland sem mundi hugs­an­lega skila sér í auknum áhuga og ferða­lögum til Íslands. Þá leggja margir land undir fót og ferð­ast langar leiðir til þess að vera við­staddir keppn­ina. Þar koma inn beinar tekjur í miða­sölu og fyrir ferða­þjón­ust­una.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk