Viljum við í raun vinna Eurovision?

Meðalkostnaður við Eurovision-keppnir síðustu 10 ára er 4,1 milljarðar íslenskra króna.

Svala Björgvins syngur lagið Paper í Eurovision fyrir Ísland.
Svala Björgvins syngur lagið Paper í Eurovision fyrir Ísland.
Auglýsing

Þátt­taka í Eurovision er ekki ókeyp­is. Áætlað er að heild­ar­kostn­að­ur­inn við þátt­töku Rík­is­sjón­varps­ins í ár sé um 90 millj­ónir króna, þar af kostar 30 millj­ónir að senda atriðið til Kænu­garðs í Úkra­ínu.

Það er hins vegar marg­falt dýr­ara að vinna og þurfa að halda keppn­ina að ári. Grein­ing­ar­deild Arion banka lagð­ist yfir kostn­að­inn við Eurovision í Mark­aðs­punktum sínum í dag, í til­efni af fyrra und­an­úr­slita­kvöldi Eurovision-keppn­innar í kvöld. Þar mun Svala Björg­vins­dóttir flytja lagið Paper fyrir Íslands hönd.Það er regla að sig­ur­land í Eurovision haldi keppn­ina að ári. Í fyrra vann Úkra­ína og þess vegna fer keppnin fram í höf­uð­borg lands­ins í ár. Áætl­aður kostn­aður við fram­kvæmd keppn­innar er um 3,4 millj­arðar íslenskra króna, mun meira en gert var ráð fyrir í upp­hafi. Það hefur jafn­framt valdið fjaðrafoki.

Til þess hefur komið að lönd hafa dregið sig úr keppni ein­fald­lega vegna of mik­ils kostn­að­ar. Bosnía og Her­segóvína verður til dæmis ekki með í ár vegna fjár­hags­erf­ið­leika. Þá segir í Mark­aðs­punkt­unum að Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hafi talið Ung­verja­land á að draga sig úr keppn­inni árið 2010 sökum kostn­að­ar.

Svíar líka bestir í að halda keppn­ina

Sví­þjóð hefur ótrú­legt nef fyrir smellnum Eurovision-hitt­ur­um. Svíar hafa unnið keppn­ina sex sinn­um. Það er einu skipti færra en Írland, sem hefur reyndar ekki unnið síðan 1996.

Og Svíar eru líka góðir í að halda keppn­ina ef tekið er mið af kostn­aði og umstangi. Keppnin var síð­ast haldin í Stokk­hólmi árið 2016 og var kostn­að­ur­inn við þá keppni sá minnsti í tíu ár, sam­kvæmt gögn­unum sem Grein­ing­ar­deild Arion Banka hefur tekið sam­an. Svíar héldu keppn­ina einnig í Malmö árið 2013 þar sem kostn­að­ur­inn var einnig með lægra móti.

Sví­þjóð býr auð­vitað að því að eiga þá inn­viði sem til þarf til þess að halda svo stóran sjón­varps­við­burð. Kostn­að­ur­inn við það þurfa að byggja risa­stórar tón­leika­hallir getur nefni­lega kostað mik­ið.

Auglýsing

Fórn­ar­kostn­aður

Sé kostn­að­ur­inn sem RÚV þyrfti að standa straum af settur í sam­hengi við aðra íslenska fram­leiðslu afþrey­ingar má sjá að fórn­ar­kostn­að­ur­inn við að halda Eurovision er nokkuð mik­ill.

Grein­ing­ar­deildin stillir dæm­inu upp þannig að ef Ísland neyð­ist til þess að halda keppn­ina verði hún að fá eitt­hvað af því fjár­magni sem myndi ann­ars fara í aðra dag­skrár­gerð eða afþr­ey­ingu.

Sé miðað við með­al­kostnað við fram­leiðslu Eurovision-keppn­innar síð­ustu tíu ár þá verður kostn­aður Íslands um 4,1 millj­arður króna. Fyrir þann pen­ing væri hægt að:

 • fram­leiða 4 þátt­araðir af Ófærð
 • fram­leiða 21 íslenska kvik­mynd
 • Reka Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands þrisvar á einu ári
 • Reka RÚV í 263 daga
 • Halda 460 jólatón­leika
 • Kaupa 2.590.484 ein­tök af Waterloo-­plöt­unni með ABBA á vín­yl. Það gera sjö plötur á hvern Íslend­ing.
 • Senda íslenska karla­lands­liðið á 3 Evr­ópu­meist­ara­mót í knatt­spyrnu
 • Reka 51 lið í Pepsí-­deild karla í eitt ár

Í færslu grein­ing­ar­deild­ar­innar segir jafn­framt: „Ef við lítum út fyrir ramma lista, menn­ingar og íþrótta þá er ýmis­legt annað sem hægt væri að fjár­festa í. Til að mynda væri hægt að byggja 143 með­al­stórar íbúð­ir, sem væri kær­komin við­bót inn á hús­næð­is­mark­að­inn í dag, rekið Land­spít­al­ann í tæpan mán­uð, borgað rekstr­ar­kostnað í eitt ár fyrir 2.300 grunn­skóla­nem­endur eða gefið öllum lands­mönnum 12 miða í Hval­fjarð­ar­göng­in.“

 • Byggja 143 80 fer­metra íbúðir
 • Kaupa 106 80 fer­metra íbúðir í öllum hverfum nema 101 og 107
 • Reka Land­spít­al­ann í 25 daga
 • Borga 777 grunn­skóla­kenn­urum árs­laun
 • Borga rekstr­ar­kostnað í eitt ár fyrir 2.296 grunn­skóla­nem­endur
 • Kaupa 4.118.869 miða í Hval­fjarð­ar­göngin
 • Kaupa 1.847 nýja Toyota Yaris-bíla
 • Kaupa 54.926 Sam­sung Galaxy S7 og 39.231 iPhone 7

Tekj­urnar eru líka miklar

Ekki má hins vegar gleyma að það fylgja því einnig tekjur að halda Eurovision. Að mestum hluta renna þær ekki beint til keppn­is­hald­ara (sem yrði að öllum lík­indum RÚV) heldur í alla geira þjóð­fé­lags­ins.

Eurovision yrði stór mark­aðs­setn­ing fyrir Ísland sem mundi hugs­an­lega skila sér í auknum áhuga og ferða­lögum til Íslands. Þá leggja margir land undir fót og ferð­ast langar leiðir til þess að vera við­staddir keppn­ina. Þar koma inn beinar tekjur í miða­sölu og fyrir ferða­þjón­ust­una.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiFólk