Viljum við í raun vinna Eurovision?

Meðalkostnaður við Eurovision-keppnir síðustu 10 ára er 4,1 milljarðar íslenskra króna.

Svala Björgvins syngur lagið Paper í Eurovision fyrir Ísland.
Svala Björgvins syngur lagið Paper í Eurovision fyrir Ísland.
Auglýsing

Þátt­taka í Eurovision er ekki ókeyp­is. Áætlað er að heild­ar­kostn­að­ur­inn við þátt­töku Rík­is­sjón­varps­ins í ár sé um 90 millj­ónir króna, þar af kostar 30 millj­ónir að senda atriðið til Kænu­garðs í Úkra­ínu.

Það er hins vegar marg­falt dýr­ara að vinna og þurfa að halda keppn­ina að ári. Grein­ing­ar­deild Arion banka lagð­ist yfir kostn­að­inn við Eurovision í Mark­aðs­punktum sínum í dag, í til­efni af fyrra und­an­úr­slita­kvöldi Eurovision-keppn­innar í kvöld. Þar mun Svala Björg­vins­dóttir flytja lagið Paper fyrir Íslands hönd.Það er regla að sig­ur­land í Eurovision haldi keppn­ina að ári. Í fyrra vann Úkra­ína og þess vegna fer keppnin fram í höf­uð­borg lands­ins í ár. Áætl­aður kostn­aður við fram­kvæmd keppn­innar er um 3,4 millj­arðar íslenskra króna, mun meira en gert var ráð fyrir í upp­hafi. Það hefur jafn­framt valdið fjaðrafoki.

Til þess hefur komið að lönd hafa dregið sig úr keppni ein­fald­lega vegna of mik­ils kostn­að­ar. Bosnía og Her­segóvína verður til dæmis ekki með í ár vegna fjár­hags­erf­ið­leika. Þá segir í Mark­aðs­punkt­unum að Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hafi talið Ung­verja­land á að draga sig úr keppn­inni árið 2010 sökum kostn­að­ar.

Svíar líka bestir í að halda keppn­ina

Sví­þjóð hefur ótrú­legt nef fyrir smellnum Eurovision-hitt­ur­um. Svíar hafa unnið keppn­ina sex sinn­um. Það er einu skipti færra en Írland, sem hefur reyndar ekki unnið síðan 1996.

Og Svíar eru líka góðir í að halda keppn­ina ef tekið er mið af kostn­aði og umstangi. Keppnin var síð­ast haldin í Stokk­hólmi árið 2016 og var kostn­að­ur­inn við þá keppni sá minnsti í tíu ár, sam­kvæmt gögn­unum sem Grein­ing­ar­deild Arion Banka hefur tekið sam­an. Svíar héldu keppn­ina einnig í Malmö árið 2013 þar sem kostn­að­ur­inn var einnig með lægra móti.

Sví­þjóð býr auð­vitað að því að eiga þá inn­viði sem til þarf til þess að halda svo stóran sjón­varps­við­burð. Kostn­að­ur­inn við það þurfa að byggja risa­stórar tón­leika­hallir getur nefni­lega kostað mik­ið.

Auglýsing

Fórn­ar­kostn­aður

Sé kostn­að­ur­inn sem RÚV þyrfti að standa straum af settur í sam­hengi við aðra íslenska fram­leiðslu afþrey­ingar má sjá að fórn­ar­kostn­að­ur­inn við að halda Eurovision er nokkuð mik­ill.

Grein­ing­ar­deildin stillir dæm­inu upp þannig að ef Ísland neyð­ist til þess að halda keppn­ina verði hún að fá eitt­hvað af því fjár­magni sem myndi ann­ars fara í aðra dag­skrár­gerð eða afþr­ey­ingu.

Sé miðað við með­al­kostnað við fram­leiðslu Eurovision-keppn­innar síð­ustu tíu ár þá verður kostn­aður Íslands um 4,1 millj­arður króna. Fyrir þann pen­ing væri hægt að:

 • fram­leiða 4 þátt­araðir af Ófærð
 • fram­leiða 21 íslenska kvik­mynd
 • Reka Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands þrisvar á einu ári
 • Reka RÚV í 263 daga
 • Halda 460 jólatón­leika
 • Kaupa 2.590.484 ein­tök af Waterloo-­plöt­unni með ABBA á vín­yl. Það gera sjö plötur á hvern Íslend­ing.
 • Senda íslenska karla­lands­liðið á 3 Evr­ópu­meist­ara­mót í knatt­spyrnu
 • Reka 51 lið í Pepsí-­deild karla í eitt ár

Í færslu grein­ing­ar­deild­ar­innar segir jafn­framt: „Ef við lítum út fyrir ramma lista, menn­ingar og íþrótta þá er ýmis­legt annað sem hægt væri að fjár­festa í. Til að mynda væri hægt að byggja 143 með­al­stórar íbúð­ir, sem væri kær­komin við­bót inn á hús­næð­is­mark­að­inn í dag, rekið Land­spít­al­ann í tæpan mán­uð, borgað rekstr­ar­kostnað í eitt ár fyrir 2.300 grunn­skóla­nem­endur eða gefið öllum lands­mönnum 12 miða í Hval­fjarð­ar­göng­in.“

 • Byggja 143 80 fer­metra íbúðir
 • Kaupa 106 80 fer­metra íbúðir í öllum hverfum nema 101 og 107
 • Reka Land­spít­al­ann í 25 daga
 • Borga 777 grunn­skóla­kenn­urum árs­laun
 • Borga rekstr­ar­kostnað í eitt ár fyrir 2.296 grunn­skóla­nem­endur
 • Kaupa 4.118.869 miða í Hval­fjarð­ar­göngin
 • Kaupa 1.847 nýja Toyota Yaris-bíla
 • Kaupa 54.926 Sam­sung Galaxy S7 og 39.231 iPhone 7

Tekj­urnar eru líka miklar

Ekki má hins vegar gleyma að það fylgja því einnig tekjur að halda Eurovision. Að mestum hluta renna þær ekki beint til keppn­is­hald­ara (sem yrði að öllum lík­indum RÚV) heldur í alla geira þjóð­fé­lags­ins.

Eurovision yrði stór mark­aðs­setn­ing fyrir Ísland sem mundi hugs­an­lega skila sér í auknum áhuga og ferða­lögum til Íslands. Þá leggja margir land undir fót og ferð­ast langar leiðir til þess að vera við­staddir keppn­ina. Þar koma inn beinar tekjur í miða­sölu og fyrir ferða­þjón­ust­una.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiFólk