Dystópía Margaretar Atwood endurvakin á óvissutímum

Handmaid's tale eða Saga þernunnar hefur nú verið gerð að þáttaröð en hún þykir ekki síður eiga erindi nú en þegar bókin kom út. Kjarninn kannaði hvað gerir söguna svo sérstaka og höfundinn áhugaverðan.

Elisabeth Moss í hlutverki Hjáfreð.
Elisabeth Moss í hlutverki Hjáfreð.
Auglýsing

Þætt­irnir Hand­maid's tale hafa slegið ræki­lega í gegn und­an­farið en í þeim er óhugn­an­leg fram­tíð­ar­sýn sett fram og telja sumir að hún sé ekki svo fjar­læg miðað við ástandið í heims­mál­un­um. Þætt­irnir eru gerðir upp úr sögu Marg­ar­etar Atwood, kanadísks ljóð­skálds og höf­und­ar. Margir biðu með óþreyju eftir þátt­unum þar sem bókin er víð­lesin og hefur unnið til margra verð­launa. Sagan er ekki síður sögð eiga erindi til fólks nú á tímum eins og þegar hún kom út fyrir þrjá­tíu og tveimur árum. Fas­is­mi, alræð­is­ríki, eign­ar­hald á lík­ama kvenna og hin myrka mynd sem dregin er upp í bók­inni er und­ir­liggj­andi martröð ótta­sleg­ins sam­fé­lags nútím­ans. 

Byrj­aði ung að skrifa

Margaret Atwood Mynd: EPAMarg­aret Atwood fædd­ist í Ottawa í Kanada árið 1939. Ung las hún mikið og byrj­aði að skrifa ljóð og leik­rit við sex ára ald­ur. Hún útskrif­að­ist með B.A.-­próf í ensku með frönsku og heim­speki að auka­greinum frá Háskól­anum í Toronto og M.A. frá Radclif­fehá­skól­anum í Cambridge í Banda­ríkj­un­um. Hún byrj­aði í dokt­ors­námi í Harvard sem hún lauk hins vegar ekki. Hún birti ljóð og greinar í tíma­ritum á þessum tíma og gaf meðal ann­ars sjálf út ljóða­bók. Atwood hefur kennt í hinum ýmsu háskól­um, bæði í Kanada og í Banda­ríkj­un­um. Hún hefur unnið til margra verð­launa fyrir skrif og er með heið­urs­gráðu frá Oxford, Cambridge, Sor­bonne og fleiri háskól­um. Hún var valin húman­isti árs­ins 1987 af Amer­ican Human­ist Associ­ation. 

Höf­unda­verk Atwood er orðið dálag­legt og hefur hún verið iðin við að skrifa. Skáld­sögur og smá­sögu­söfn hlaupa á tugum og hefur hún skrifað fjölda ljóða­bóka, barna­bóka, rit­gerða, sjón­varps­þátta­hand­rita o.s.frv. Síð­asta skáldsagan sem hún gaf út nefn­ist Hag-­Seed sem kom út á síð­asta ári. Hún er nútíma­leg end­ur­sögn af sögu Shakespe­are Fár­viðr­inu. Atwood býr nú í Toronto með sam­býl­is­manni sínum Gra­eme Gib­son og eiga þau saman eina dótt­ur. 

Auglýsing

Konur flokk­aðar eftir nota­gildi

Hand­maid's tale eða Saga þern­unn­ar, eins og hún heitir á íslensku, kom út árið 1985 og er því orðin þrjá­tíu og tveggja ára göm­ul. Sögu­svið bók­ar­innar er Banda­ríkin í náinni fram­tíð en Atwood segir sjálf að sagan fjalli um hvernig alræð­is­ríki í Banda­ríkj­unum yrði lík­legt til að verða. 

Höf­und­ur­inn býr til dystópíu þar sem bók­starfstrú­aðir kristnir karl­menn eða ein­hvers konar klerka­veldi stjórnar rík­inu sem nefn­ist the Repu­blic of Gilead eða Gíleað. Konur er flokk­aðar eftir nota­gildi og geta þannig nýst sem eig­in­kon­ur, þern­ur, vinnu­konur eða stétt­lausar kon­ur. Sagan er sett fram sem dag­bók þernu einnar sem býr hjá svoköll­uðum Liðs­for­ingja og konu hans. Hlut­verk hennar er að bera barn Liðs­for­ingj­ans undir belti og er hún þannig notuð til undan­eld­is. Í gegnum frá­sögn hennar fær les­andi að kynn­ast sam­fé­lag­inu, verka­skipt­ingu og hátt­um. Nafn hennar er Offred eða Hjá­freð á íslensku sem vísar til Liðs­for­ingj­ans Freðs. 

Þernurnar eru notaðar til undaneldis fyrir Liðsforingjana í dystópíu Margaretar Atwood. Þær þurfa að ganga í rauðum kuflum með hvítt höfuðfat.

Rotta í völ­und­ar­húsi er frjáls ferða sinna, svo fram­ar­lega sem hún dvelur innan veggja völundarhússins
Árið 1987 þýddi Áslaug Ragn­ars sög­una yfir á íslensku. Í lýs­ingu á sög­unni í dag­blað­inu Dag­ur frá þessum tíma segir að dregin sé upp mynd af geggj­uðu sam­fé­lagi en athygli veki að minn­ingar þern­unnar um tíma­bilið fyrir ein­ræð­is­ríkið sýni að ýmis­legt miður geðs­legt henti þá. Fas­ista­ríkið Gíleað sé hræði­legt en það geri árið 1987 ekki sjálf­krafa stór­kost­legt. Í íslensku þýð­ing­unni eru öll stað­ar­heiti og nöfn þýdd, til að mynda heitir kona Liðs­for­ingj­ans Heið­ljúf en á enskri tungu heitir hún Ser­ena Joy.

Upp­lifði stemn­ing­una fyrir hrun múrs­ins

Atwood byrj­aði að skrifa sög­una í Vest­ur­-Berlín þegar hún bjó þar árið 1984. Í við­tali við The New York Times segir hún frá því hvernig hún fékk hug­mynd­ina að sög­unni. Enn voru fimm ár í að Berlín­ar­múr­inn myndi falla. „Ég upp­lifði var­kárn­ina, til­finn­ing­una að verið sé að njósna um mig, þögn­ina, umræðu­efn­is­skipt­ing­arn­ar, vill­andi aðferð­irnar sem fólk not­aði til koma frá sér upp­lýs­ingum og allt þetta hafði áhrif á það sem ég skrif­að­i,“ segir Atwood. 

Fyrsta kápa Handmaid´s taleHún segir einnig frá því að vegna þess að hún er fædd í seinni heim­styrj­öld­inni þá vissi hún að ástandið eða stjórn­ar­far gæti breyst á svip­stundu. Skáldsagan hefði verið að gerj­ast innra með henni í tvö ár áður en hún byrj­aði að skrifa hana en hún seg­ist hafa forð­ast hug­mynd­ina vegna þess að hún væri hugs­an­lega vafasöm. „Ég hafði lesið vís­inda­skáld­skap í miklu mæli sem og útóp­íur og dystóp­íur frá því ég var ung­lingur á sjötta ára­tugnum en ég hafði aldrei skrifað slíka bók,“ greinir Atwood frá­. Hún segir að hún hafi viljað gera það vel ef hún treysti sér á annað borð til þess. Ef hún ætl­aði að búa til ímynd­aðan heim þá þyrfti hann einnig að vera raun­sær. Hún hafi viljað að allt sem ger­ist í sög­unni væri eitt­hvað sem gerst hafði í raun og veru og að tæknin sem greint væri frá væri til nú þeg­ar. „Guð er í smá­at­rið­un­um, segja þeir. Það er djöf­ull­inn einnig,“ bætir Atwood við. Þannig myndi hún skapa heim sem raun­hæft væri að yrði ein­hvern tím­ann að veru­leika. 

Nú hegðar holdið sér öðru­vísi, af sjálfu sér. Ég er ský, hjúpur utan um kjarna, í lag­inu eins og pera, sem er hörð og raun­veru­legri en ég og rauð­gló­andi innan í glærum umbúðum sín­um. Innan í henni er geim­ur, gíf­ur­legur eins og him­inn­inn á kvöldin og nál­ar­oddar tútna út, gneista, springa og skreppa saman innan í hon­um, ótelj­andi eins og stjörnur
Vinnutitill Hand­maid's tale var Offred eftir aðal­sögu­hetj­unni. Í skáld­sög­unni kemur raun­veru­legt nafn hennar aldrei fram en les­endur sög­unnar hafa komið með sínar eigin álykt­anir þar sem eina nafnið sem ekki fær til­vísun í per­sónu í sög­unni er June eða Jóna á íslensku. Atwood segir að þetta hafi upp­haf­lega ekki verið hug­myndin en hún bætir við að les­endur megi draga þær álykt­anir sem þeir vilja. 

Allt gerst sem kemur fram í sög­unni

Atwood segir að sagan sé femínísk á þá vegu að hún fjalli um mennskar kon­ur; alls kyns kon­ur. Hún telur að konur séu áhuga­verðar og mik­il­væg­ar. Að þær séu ekki ann­ars flokks og að án kvenna muni sam­fé­lagið ekki við­halda sér. „Þess vegna hafa fjölda­nauðg­anir og morð á kon­um, stúlkum og börnum verið hluti af stríðum þar sem þjóð­ar­morð eiga sér stað eða hvers konar kúgun eða mis­notkun á fólki,“ segir hún. Þannig sé vald yfir konum og börnum notað af stjórn­völdum sem vilja alræð­is­vald yfir þegnum sín­um. 

Ég þarf yfir­sýn. Hug­mynd um dýpt sem markast af ramma, röðun mynda á sléttan flöt. Yfir­sýn er nauð­syn­leg. Ann­ars eru ekki nema tvær vídd­ir. Ann­ars lifir maður líf­inu eins og and­lit manns sé klesst upp við vegg, allt er einn gíf­ur­legur for­grunn­ur, sam­an­settur af smá­at­rið­um, nær­mynd­um, hárum, uppi­stöðu og ívafi í lak­inu, sam­eindum í and­lit­inu. Þá er húðin á manni eins og landa­bréf, upp­dráttur til­gangs­leys­is, alsettur litlum öng­stræt­um. Ann­ars lifir maður á líð­andi stund. Þar sem ég vil ekki vera
Atwood seg­ist oft fá þá spurn­ingu hvort sagan sé spá­dómur um fram­tíð­ina. Svarið við þeirri spurn­ingu er nei, að hennar mati. Hún telur að ekki sé hægt að koma með slíkan spá­dóm, of margar breytur séu í dæm­inu til þess að það sé mögu­legt. Hún segir að margir þræðir séu vafnir til að búa til þessa fram­tíð­ar­sýn og að allir séu þeir hluti að mann­kyns­sög­unni.

Sjón­varps­þætt­irnir komu sög­unni aftur á kortið

Sagan hefur verið sögð á marga vegu í gegnum árin. Hún var kvik­mynduð árið 1990 þar sem Natasha Ric­hard­son fór með aðal­hlut­verkið og Faye Dunaway og Robert Duvall léku Liðs­for­ingj­ann og konu hans. Bókin hefur verið þýdd á yfir fjör­tíu tungu­mál og hefur hún verið sett upp í óperu og sem ball­ett­sýn­ing. 

Nýju sjón­varps­þætt­irnir hafa fengið mjög góðar við­tökur og eru þeir meðal ann­ars til­nefndir til þrettán verð­launa á Emmy-verð­launa­há­tíð­inni sem haldin verður í sept­em­ber næst­kom­andi. Leik­konan Elisa­beth Moss hefur vakið sér­staka athygli fyrir túlkun sína á Offred eða Hjá­freð. Meðal ann­arra leik­ara eru Samira Wiley, Alexis Bledel og Jos­eph Fienn­es. Atwood birt­ist sjálf á skjánum í fyrsta þætt­inum en hún leikur konu sem tekur þátt í að þjálfa til­von­andi þernur til hlýðni. Til stendur að fram­leiða aðra þátta­röð á næsta ári.

Margaret Atwood og Elisabeth Moss í hlutverkum sínum. Mynd: HULU

Vantar kyn­þátta­sjón­ar­horn

Þætt­irnir eru trúir sög­unni í bók­inni enda var Atwood höfð með í ráð­um. Þó eru nokkur atriði sem eru eilítið öðru­vísi að með­töldu nafn­gift aðal­per­són­unnar eins og fram hefur kom­ið. Liðs­for­ing­inn og konan hans eru höfð mun yngri í þátt­unum og er eft­ir­nafn þeirra meira á reiki í bók­inni. Bak­sögu Frú­ar­innar eru gerð meiri skil í þátt­unum sem og bak­sögu eig­in­manns Hjá­freð­ar. Fleiri per­sónur fá stærra hlut­verk í þátt­unum eins og sumar af hinum þern­un­um. 

Einnig má benda á að í þátt­unum eru sumar per­són­urnar hör­unds­dökkar en í bók­inni er tekið fram að sá kyn­þáttur hafi verið fluttur með valdi til mið­ríkja Banda­ríkj­anna. Þannig tekst bókin á við kyn­þátta­mál­efni á meðan þætt­irnir skauta fram hjá þeim. Aðal­per­sónan er enn­fremur mun upp­reisn­ar­gjarn­ari í þátt­unum en í bók­inni en þar er hún mun leiði­ta­mari. Svo virð­ist sem móðir Hjá­freðar og hún sjálf séu túlk­aðar sem ein og sama per­són­an. 

Ég trúi á and­spyrnu­hreyf­ing­una eins og ég trúi því að ekk­ert ljós sé án skugga; eða öllu heldur eng­inn skuggi án þess að líka sé ljós
Íslendingar sem horft hafa á þætt­ina hafa eflaust tekið eftir því að í tveimur þáttum heyr­ist lagið Heyr himna­smið­ur. Hildur Guðna­dóttir flutti lagið en í sam­tali við mbl.is seg­ist hún enn ekki hafa séð þætt­ina. Einnig heyr­ist annað lag eftir Hildi, Erupt­ing Light, í þátt­un­um. Í við­tal­inu kemur fram að hún hafi fengið mikil við­brögð við lögum sínum í Hand­maid's tale og að fólki finn­ist áhuga­vert að heyra íslensku í þessum vin­sælu þátt­u­m. 

Sam­hljómur við nútím­ann

Saga Atwood snertir á ýmsum mál­efnum sem eiga ekki síður erindi árið 2017 en 1985. Þar ber að nefna yfir­ráð yfir lík­ömum kvenna, þjóð­ern­is- og alræð­is­hyggju og umhverf­is­vá. Í fyrr­nefndu við­tali við New York Times veltir Atwood því fyrir sér hvort fólk nú til dags muni skrá niður til­finn­ingar sínar í sam­bandi við það ástand sem nú rík­ir. 

Í kjöl­far for­seta­kosn­inga í Banda­ríkj­un­um, þar sem hræðsla og kvíði vex ört, borg­ara­legt frelsi er í útrým­ing­ar­hættu og í ljósi þess að rétt­indi sem konur hafa unnið sér inn í gegnum tíð­ina geta verið aft­ur­kræf, þá hljóti ein­hver og jafn­vel margir að vera að skrifa niður reynslu sína af þessum atburð­u­m. 

„Munu skila­boð þeirra vera þögguð niður eða fal­in? Munu þau finn­ast öldum seinna inn í vegg í gömlu húsi? Við skulum vona að það komi ekki til þess. Ég treysti því að svo muni ekki verða,“ segir Atwood að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiMenning