Björgum Vagninum!

Vagninn á Flateyri er fyrir löngu orðinn að merkilegri stofnun í samfélaginu á Flateyri. Nú stendur til að ráðast í endurbætur á húsnæðinu.

49869938502d5d07a4b408f70d5057f2.png vagninn flateyri
Auglýsing

Nýir eig­endur Vagns­ins á Flat­eyri hyggja á meiri­háttar end­ur­bætur og þó nokkrar breyt­ingar á hús­næð­inu. Fyrstu skref eru fólgin í björg­un­inni, því hús­næðið liggur undir skemmdum vegna leka og því akút mál að ráð­ast í end­ur­bæt­ur.

Safnað er fyrir fyrstu nauð­syn­legu fram­kvæmd­unum á Karol­ina Fund undir heit­inu Björgum Vagn­inum. Aðstand­endur söfn­un­ar­innar er hópur fólks úr öllum áttum – núver­andi og brott­fluttir Flat­eyr­ing­ar, eig­endur Vagns­ins og öllum sem þykir vænt um Vagn­inn. Fólk sem á sér þann draum að gefa Vagn­inum þá löngu tíma­bæru upp­lyft­ingu sem hann á skil­ið, enda hefur Vagn­inn séð um að lyfta öðrum upp í ára­tugi.

Hóp­ur­inn sem tók við Vagn­inum í vor sam­anstendur af þremur pörum sem öll eru svo­kall­aðir sum­ar­fuglar á Flat­eyri. Þau eru Geir Magn­ús­son, ljósameist­ari í kvik­mynda­gerð, Ragn­heiður Ólafs­dóttir nudd­ari, Hálf­dan Lárus Peder­sen, leik­mynda og inn­an­húss­hönn­uð­ur, Sara Jóns­dótt­ir, stjórn­andi Hönn­un­ar­Mars, Sindri Páll Kjart­ans­son, kvik­mynda­gerð­ar­maður og Arn­þrúður Dögg Sig­urð­ar­dóttir pródúsent. Þessu fólki er margt til lista lagt og hóp­ur­inn hefur lík­leg­ast að geyma öll elem­ent sem þarf til að gera góðan stað frá­bær­an.

Kjarn­inn hitti Söru Jóns­dóttur og tók hana tali.

Auglýsing

Hvaða merk­ingu hefur Vagn­inn fyrir sam­fé­lagið á Flat­eyri?

Vagn­inn hefur víð­tæka merk­ingu fyrir sam­fé­lag­ið. Þetta er í raun sam­komu­hús Flat­eyr­inga og þar slær hjart­að. Þar kemur fólk sam­an, snæð­ir, skemmtir sér, skrafar og dans­ar. Vagn­inn er krá, veit­inga­stað­ur, skemmti­staður og tón­leika­stað­ur. Vagn­inn hefur gegnt ýmsum hlut­verkum í gegnum tíð­ina allt frá rekstri sjoppu yfir í billj­ard­stofu og einnig skilst okkur að þar hafi verið rekin hljóm­plötu­verslun og að sjálf­sögðu var þar ver­búð á efri hæð­inni. Stað­ur­inn á stað í hjörtum margra, ekki aðeins Flat­eyr­inga, heldur einnig þeirra sem brott­fluttir eru, sem og mýmargra tón­list­ar­manna, sem þar hafa komið fram.

Það er eig­in­lega magnað að flestir sem koma að máli við okkur og vita að við höfum tekið við Vagn­in­um, eiga þaðan góðar minn­ingar og fáum við að heyra margar skemmti­legar sög­ur. Það er eitt­hvað sér­stakt við Vagn­inn og hann virð­ist hitta fólk í hjarta­stað. Nú í sumar buðum við uppá frá­bæran mat­seðil með hrá­efni frá svæð­inu auk þess sem gesta­kokkar komu og snéru öllu í hring við góðan orðstír. Dag­skrá sum­ars­ins var fjöl­breytt og bauð meðal ann­ars uppá tón­leika með KK, Mug­i­son, Góss og Daða Frey, sem öll hafa komið áður á Vagn­inn til að spila eða njóta. Svo var þrauta­braut í garð­in­um, Íslands­mótið í Kubbi fór fram á tún­inu við Vagn­inn og fjöl­mörg pöbbagisk voru hald­in. Núna um helg­ina, fyrstu helg­ina í sept­em­ber er svo gam­an­mynda­há­tíð á Flat­eyri og þá verður nú fjör enda kemur Rudda­polkapönk­nikku­sveitin Skár­ren ekk­ert og spilar hjá okkur laug­ar­dags­kvöldið 2. sept­em­ber.

En svo eiga sér einmitt líka stað óvænt­ari og minna skipu­lagðir við­burðir t.a.m. heim­sótti okkur og spil­aði sekkja­pípu­leik­ari sem stefnir að Guinness-heims­meti í sekkja­pípu­leik í öllum löndum heims, einnig kom til okkar sirku­slista­fólk frá Banda­ríkj­unum og tróð upp. Þarna eiga sér stað ein­hverjir töfr­ar. Vagn­inn er ynd­is­legur hluti af frá­bæru sam­fé­lagi. Það er alltaf eitt­hvað sem heill­ar. Má þá nefna að sekkja­pípu­leik­ar­inn hefur aldrei verið meira en einn dag á hverjum stað á sínu ferða­lagi um heim­inn, en ákvað að fram­lengja á Flat­eyri um tvær auka nætur og sirku­slista­fólkið var farið að vafra um fast­eigna­síður nets­ins til að finna sér hús á Flat­eyri degi eftir að þau komu.

Hvers vegna þurfa lítil sam­fé­lög almennt á stöðum eins og Vagn­inum að halda?

Í minni bæj­ar­fé­lögum er gríð­ar­lega mik­il­vægt að starf­rækja slíka staði. Það verður að vera til staður þar sem fólk kemur saman í mat og drykk. Sam­vera og sam­komur göfga jú and­ann. Svona staður eins og Vagn­inn verður jú líka stað­ur­inn þar sem utan­að­kom­andi lista­menn sækja og sýna listir sín­ar. Staður eins og Vagn­inn er menn­ing­ar­mið­punktur bæj­ar­fé­laga. Slíkur mið­punktur bæj­ar­fé­laga er einnig aðdrátt­ar­afl fyrir ferða­menn, því fólk almennt gerir sér frekar ferðir og dvelur lengur í bæjum þar sem boðið er uppá mat, drykk og upp­á­kom­ur. 

Staður eins og Vagn­inn gegnir oft veiga­meira hlut­verki heldur en bara sem krá eða skemmti­stað­ur. Þetta er mið­punktur bæj­ar­ins og hjart­að. Vagn­inn hefur til að mynda ekki aðeins þjónað sem skemmti­staður heldur sam­komu­staður af margs­konar til­efni. Þetta var t.a.m. sama­staður björg­un­ar­fólks í leit­inni eftir flóðið á Flat­eyr­i. Svona staðir verður miklu mik­ils­verð­ari í litlu bæj­ar­fé­lagi en hver veit­inga- eða skemmti­staður í stærri bæjum og borg­um.

Hvaða fram­kvæmdir þarf að ráð­ast í til að hægt verði að starf­rækja Vagn­inn áfram?

Við tókum við Vagn­inum í vor. Ástandið er slæmt enda þakið búið að míg­leka. Við þurfum að bjarga hús­inu frá eyði­legg­ingu fyrst og fremst. Við förum var­lega í hlut­ina enda erum við félag­arnir að gera þetta án fjár­sterkra bak­hjarla. Okkar bak­hjarlar hafa reynst Flat­eyr­ingar sem búa á eyr­inni en einnig brott­flutt­ir, enda eru það þeir sem standa með okkur fyrir söfnun á Karol­ina Fund sem heitir Björgum Vagn­inum. Söfn­unin hefur gengið vel enda eins og ég segi ótrú­lega margir sem eiga góðar minn­ingar af Vagn­inum og tengja við nauð­syn þess að halda honum gang­andi. Við erum nýkomin yfir 50% hjall­inn og hvetjum auð­vitað alla sem eftir eiga að styrkja söfn­un­ina með smá fram­lagi. Það má amk fá bjór fyr­ir, eða jafn­vel þrí­réttað á Vagn­in­um.

Þakið á Vagninum var orðið ónýtt.

Fyrsti fas­inn í fram­kvæmdum er að ráð­ast í þakið og eru þær fram­kvæmdir við það að klár­ast. Við þurftum að rífa þakið af og laga und­ir­lag og nokkuð af sperrum og leggja nýtt járn. Næst munum við halda áfram að afklæða húsið og sjá hversu mikið þarf að fjar­lægja og laga. Við förum að engu óðs­lega og erum að vissu leyti að gera þetta af hug­sjón og vænt­um­þykju fyrir Vagn­inum og bæj­ar­fé­lag­inu. Í fram­hald­inu langar okkur svo að fara í meiri­háttar fram­kvæmdir og end­ur­bæt­ur. Við erum jú hópur sem að hluta hefur staðið í end­ur­bótum og breyt­ingum fjöl­margra veit­inga og skemmti­staða í Reykja­vík fyrir aðra. Nú erum við að gera þetta fyrir okk­ur, Flat­eyri og Vagns­unn­end­ur, sem er meiri­hátt­ar. Okkur langar að taka Vagn­inn í gegn á góðu tempói, án asa, vit­leysu og góð­ærisæð­is. Í öllu ferl­inu er stefnan að halda hjart­anu í góðum slætti og varð­veita sál stað­ar­ins. 

Verk­efnið er að finna hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiFólk