Björgum Vagninum!

Vagninn á Flateyri er fyrir löngu orðinn að merkilegri stofnun í samfélaginu á Flateyri. Nú stendur til að ráðast í endurbætur á húsnæðinu.

49869938502d5d07a4b408f70d5057f2.png vagninn flateyri
Auglýsing

Nýir eig­endur Vagns­ins á Flat­eyri hyggja á meiri­háttar end­ur­bætur og þó nokkrar breyt­ingar á hús­næð­inu. Fyrstu skref eru fólgin í björg­un­inni, því hús­næðið liggur undir skemmdum vegna leka og því akút mál að ráð­ast í end­ur­bæt­ur.

Safnað er fyrir fyrstu nauð­syn­legu fram­kvæmd­unum á Karol­ina Fund undir heit­inu Björgum Vagn­inum. Aðstand­endur söfn­un­ar­innar er hópur fólks úr öllum áttum – núver­andi og brott­fluttir Flat­eyr­ing­ar, eig­endur Vagns­ins og öllum sem þykir vænt um Vagn­inn. Fólk sem á sér þann draum að gefa Vagn­inum þá löngu tíma­bæru upp­lyft­ingu sem hann á skil­ið, enda hefur Vagn­inn séð um að lyfta öðrum upp í ára­tugi.

Hóp­ur­inn sem tók við Vagn­inum í vor sam­anstendur af þremur pörum sem öll eru svo­kall­aðir sum­ar­fuglar á Flat­eyri. Þau eru Geir Magn­ús­son, ljósameist­ari í kvik­mynda­gerð, Ragn­heiður Ólafs­dóttir nudd­ari, Hálf­dan Lárus Peder­sen, leik­mynda og inn­an­húss­hönn­uð­ur, Sara Jóns­dótt­ir, stjórn­andi Hönn­un­ar­Mars, Sindri Páll Kjart­ans­son, kvik­mynda­gerð­ar­maður og Arn­þrúður Dögg Sig­urð­ar­dóttir pródúsent. Þessu fólki er margt til lista lagt og hóp­ur­inn hefur lík­leg­ast að geyma öll elem­ent sem þarf til að gera góðan stað frá­bær­an.

Kjarn­inn hitti Söru Jóns­dóttur og tók hana tali.

Auglýsing

Hvaða merk­ingu hefur Vagn­inn fyrir sam­fé­lagið á Flat­eyri?

Vagn­inn hefur víð­tæka merk­ingu fyrir sam­fé­lag­ið. Þetta er í raun sam­komu­hús Flat­eyr­inga og þar slær hjart­að. Þar kemur fólk sam­an, snæð­ir, skemmtir sér, skrafar og dans­ar. Vagn­inn er krá, veit­inga­stað­ur, skemmti­staður og tón­leika­stað­ur. Vagn­inn hefur gegnt ýmsum hlut­verkum í gegnum tíð­ina allt frá rekstri sjoppu yfir í billj­ard­stofu og einnig skilst okkur að þar hafi verið rekin hljóm­plötu­verslun og að sjálf­sögðu var þar ver­búð á efri hæð­inni. Stað­ur­inn á stað í hjörtum margra, ekki aðeins Flat­eyr­inga, heldur einnig þeirra sem brott­fluttir eru, sem og mýmargra tón­list­ar­manna, sem þar hafa komið fram.

Það er eig­in­lega magnað að flestir sem koma að máli við okkur og vita að við höfum tekið við Vagn­in­um, eiga þaðan góðar minn­ingar og fáum við að heyra margar skemmti­legar sög­ur. Það er eitt­hvað sér­stakt við Vagn­inn og hann virð­ist hitta fólk í hjarta­stað. 



Nú í sumar buðum við uppá frá­bæran mat­seðil með hrá­efni frá svæð­inu auk þess sem gesta­kokkar komu og snéru öllu í hring við góðan orðstír. Dag­skrá sum­ars­ins var fjöl­breytt og bauð meðal ann­ars uppá tón­leika með KK, Mug­i­son, Góss og Daða Frey, sem öll hafa komið áður á Vagn­inn til að spila eða njóta. Svo var þrauta­braut í garð­in­um, Íslands­mótið í Kubbi fór fram á tún­inu við Vagn­inn og fjöl­mörg pöbbagisk voru hald­in. Núna um helg­ina, fyrstu helg­ina í sept­em­ber er svo gam­an­mynda­há­tíð á Flat­eyri og þá verður nú fjör enda kemur Rudda­polkapönk­nikku­sveitin Skár­ren ekk­ert og spilar hjá okkur laug­ar­dags­kvöldið 2. sept­em­ber.

En svo eiga sér einmitt líka stað óvænt­ari og minna skipu­lagðir við­burðir t.a.m. heim­sótti okkur og spil­aði sekkja­pípu­leik­ari sem stefnir að Guinness-heims­meti í sekkja­pípu­leik í öllum löndum heims, einnig kom til okkar sirku­slista­fólk frá Banda­ríkj­unum og tróð upp. Þarna eiga sér stað ein­hverjir töfr­ar. Vagn­inn er ynd­is­legur hluti af frá­bæru sam­fé­lagi. Það er alltaf eitt­hvað sem heill­ar. Má þá nefna að sekkja­pípu­leik­ar­inn hefur aldrei verið meira en einn dag á hverjum stað á sínu ferða­lagi um heim­inn, en ákvað að fram­lengja á Flat­eyri um tvær auka nætur og sirku­slista­fólkið var farið að vafra um fast­eigna­síður nets­ins til að finna sér hús á Flat­eyri degi eftir að þau komu.

Hvers vegna þurfa lítil sam­fé­lög almennt á stöðum eins og Vagn­inum að halda?

Í minni bæj­ar­fé­lögum er gríð­ar­lega mik­il­vægt að starf­rækja slíka staði. Það verður að vera til staður þar sem fólk kemur saman í mat og drykk. Sam­vera og sam­komur göfga jú and­ann. Svona staður eins og Vagn­inn verður jú líka stað­ur­inn þar sem utan­að­kom­andi lista­menn sækja og sýna listir sín­ar. Staður eins og Vagn­inn er menn­ing­ar­mið­punktur bæj­ar­fé­laga. Slíkur mið­punktur bæj­ar­fé­laga er einnig aðdrátt­ar­afl fyrir ferða­menn, því fólk almennt gerir sér frekar ferðir og dvelur lengur í bæjum þar sem boðið er uppá mat, drykk og upp­á­kom­ur. 

Staður eins og Vagn­inn gegnir oft veiga­meira hlut­verki heldur en bara sem krá eða skemmti­stað­ur. Þetta er mið­punktur bæj­ar­ins og hjart­að. Vagn­inn hefur til að mynda ekki aðeins þjónað sem skemmti­staður heldur sam­komu­staður af margs­konar til­efni. Þetta var t.a.m. sama­staður björg­un­ar­fólks í leit­inni eftir flóðið á Flat­eyr­i. Svona staðir verður miklu mik­ils­verð­ari í litlu bæj­ar­fé­lagi en hver veit­inga- eða skemmti­staður í stærri bæjum og borg­um.

Hvaða fram­kvæmdir þarf að ráð­ast í til að hægt verði að starf­rækja Vagn­inn áfram?

Við tókum við Vagn­inum í vor. Ástandið er slæmt enda þakið búið að míg­leka. Við þurfum að bjarga hús­inu frá eyði­legg­ingu fyrst og fremst. Við förum var­lega í hlut­ina enda erum við félag­arnir að gera þetta án fjár­sterkra bak­hjarla. Okkar bak­hjarlar hafa reynst Flat­eyr­ingar sem búa á eyr­inni en einnig brott­flutt­ir, enda eru það þeir sem standa með okkur fyrir söfnun á Karol­ina Fund sem heitir Björgum Vagn­inum. Söfn­unin hefur gengið vel enda eins og ég segi ótrú­lega margir sem eiga góðar minn­ingar af Vagn­inum og tengja við nauð­syn þess að halda honum gang­andi. Við erum nýkomin yfir 50% hjall­inn og hvetjum auð­vitað alla sem eftir eiga að styrkja söfn­un­ina með smá fram­lagi. Það má amk fá bjór fyr­ir, eða jafn­vel þrí­réttað á Vagn­in­um.

Þakið á Vagninum var orðið ónýtt.

Fyrsti fas­inn í fram­kvæmdum er að ráð­ast í þakið og eru þær fram­kvæmdir við það að klár­ast. Við þurftum að rífa þakið af og laga und­ir­lag og nokkuð af sperrum og leggja nýtt járn. Næst munum við halda áfram að afklæða húsið og sjá hversu mikið þarf að fjar­lægja og laga. Við förum að engu óðs­lega og erum að vissu leyti að gera þetta af hug­sjón og vænt­um­þykju fyrir Vagn­inum og bæj­ar­fé­lag­inu. Í fram­hald­inu langar okkur svo að fara í meiri­háttar fram­kvæmdir og end­ur­bæt­ur. Við erum jú hópur sem að hluta hefur staðið í end­ur­bótum og breyt­ingum fjöl­margra veit­inga og skemmti­staða í Reykja­vík fyrir aðra. Nú erum við að gera þetta fyrir okk­ur, Flat­eyri og Vagns­unn­end­ur, sem er meiri­hátt­ar. Okkur langar að taka Vagn­inn í gegn á góðu tempói, án asa, vit­leysu og góð­ærisæð­is. Í öllu ferl­inu er stefnan að halda hjart­anu í góðum slætti og varð­veita sál stað­ar­ins. 

Verk­efnið er að finna hér

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk