Húðfruma verður taugafruma

Rannsóknarhópur hefur búið til verkfæri sem umbreytir húðfrumu í hreyfitaugafrumu án þess að leiða frumur í stofnfrumufasa.

Taugar 8.9.2017
Auglýsing

Sjúkdómar sem herja á taugakerfið eru oft lítt skilgreindir og erfiðir til rannsókna vegna þess hve erfitt er að taka sýni úr taugakerfi lifandi einstaklinga. Það gefur auga leið að til að skoða taugafrumur sem hafa misst hæfni sína er ekki hægt að pilla burt aðra sem virkar í sjúklingnum. Taugafrumurnar eru nefnilega mikilvægar fyrir einstaklinginn meðan hann lifir og endurnýja sig yfirleitt ekki.

Rannsóknarhópur við Washington University in St. Louis hefur nú búið til verkfæri sem gætu verið mikilvæg lóð á vogarskálar slíkra rannsókna. Verkfærið felst í leið til að umbreyta húðfrumu í hreyfitaugafrumur og það án þess að leiða frumurnar í stofnfrumufasa.

Allar frumur líkamans geyma sama erfðaefnið og hafa eiginleikann til að nota það allt saman. Það sem skilgreinir þær í mismunandi frumugerðir er fyrst og fremst stjórnun á því hvaða hlutar erfðaefnisins eru tjáðir hverju sinni.

Auglýsing

Í taugakerfinu eru það m.a. litlar kjarnsýrusameindir sem heita miR-9 og miR-124 sem gegna gríðarstóru hlutverki við að stjórna tjáningu gena. Þessar sameindir sem flokkast undir svokölluð microRNA hafa áhrif á pökkun erfðaefnisins í frumunum.

Þegar miR-9 og miR-124 eru til staðar í frumu er opið fyrir tjáningu á genum sem tengjast taugakerfinu. En það sá rannsóknarhópurinn gerast í húðfrumum sem fengnar voru sem sýni af heilbrigðum einstaklingum.

Þegar rannsóknarhópurinn bætti svo við prótínum, sem heita ISL1 og LHX3 tóku húðfrumurnar að þroskast í átt að hreyfitaugafrumugerð. ISL1 og LHX3 eru svokallaðir umritunarþættir sem þýðir að nærvera þeirra hvetur til tjáningar á ákveðnum genum í erfðamenginu, sem miR-9 og miR-124 hafa í þessu tilfelli haldið ópökkuðu í frumunum.

Þegar við horfum á mannslíkamann finnst okkur kannski fráleitt að breyta frumum í húðinni yfir í taugafrumu en reyndin er sú að taugakerfið og húðin er upprunnið af sama meiði í fósturþroska. Það er m.a. þess vegna tókst hópnum að leiða húðfrumurnar í átt að myndun taugafrumna, án þess að gera þær fyrst að vefjasérhæfðum stofnfrumum.

Í rannsókninni sem hér er rædd var notast við húðfrumur úr heilbrigðum einstaklingum, en það má leiða að því líkur að væri notast við frumur úr einstaklingum sem þjást af einhvers konar taugahrörnunarsjúkdómi mætti sjá ákveðinn mun í t.d. genatjáningu samanborið við frumur úr heilbrigðum einstakling. Þannig væri t.d. möguleiki að skilgreina hvað það er sem fer úrskeiðis þegar um taugahrörnunarsjúkdóm er að ræða.

Fréttin birtist upprunalega á hvatinn.is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiFólk