Húðfruma verður taugafruma

Rannsóknarhópur hefur búið til verkfæri sem umbreytir húðfrumu í hreyfitaugafrumu án þess að leiða frumur í stofnfrumufasa.

Taugar 8.9.2017
Auglýsing

Sjúkdómar sem herja á taugakerfið eru oft lítt skilgreindir og erfiðir til rannsókna vegna þess hve erfitt er að taka sýni úr taugakerfi lifandi einstaklinga. Það gefur auga leið að til að skoða taugafrumur sem hafa misst hæfni sína er ekki hægt að pilla burt aðra sem virkar í sjúklingnum. Taugafrumurnar eru nefnilega mikilvægar fyrir einstaklinginn meðan hann lifir og endurnýja sig yfirleitt ekki.

Rannsóknarhópur við Washington University in St. Louis hefur nú búið til verkfæri sem gætu verið mikilvæg lóð á vogarskálar slíkra rannsókna. Verkfærið felst í leið til að umbreyta húðfrumu í hreyfitaugafrumur og það án þess að leiða frumurnar í stofnfrumufasa.

Allar frumur líkamans geyma sama erfðaefnið og hafa eiginleikann til að nota það allt saman. Það sem skilgreinir þær í mismunandi frumugerðir er fyrst og fremst stjórnun á því hvaða hlutar erfðaefnisins eru tjáðir hverju sinni.

Auglýsing

Í taugakerfinu eru það m.a. litlar kjarnsýrusameindir sem heita miR-9 og miR-124 sem gegna gríðarstóru hlutverki við að stjórna tjáningu gena. Þessar sameindir sem flokkast undir svokölluð microRNA hafa áhrif á pökkun erfðaefnisins í frumunum.

Þegar miR-9 og miR-124 eru til staðar í frumu er opið fyrir tjáningu á genum sem tengjast taugakerfinu. En það sá rannsóknarhópurinn gerast í húðfrumum sem fengnar voru sem sýni af heilbrigðum einstaklingum.

Þegar rannsóknarhópurinn bætti svo við prótínum, sem heita ISL1 og LHX3 tóku húðfrumurnar að þroskast í átt að hreyfitaugafrumugerð. ISL1 og LHX3 eru svokallaðir umritunarþættir sem þýðir að nærvera þeirra hvetur til tjáningar á ákveðnum genum í erfðamenginu, sem miR-9 og miR-124 hafa í þessu tilfelli haldið ópökkuðu í frumunum.

Þegar við horfum á mannslíkamann finnst okkur kannski fráleitt að breyta frumum í húðinni yfir í taugafrumu en reyndin er sú að taugakerfið og húðin er upprunnið af sama meiði í fósturþroska. Það er m.a. þess vegna tókst hópnum að leiða húðfrumurnar í átt að myndun taugafrumna, án þess að gera þær fyrst að vefjasérhæfðum stofnfrumum.

Í rannsókninni sem hér er rædd var notast við húðfrumur úr heilbrigðum einstaklingum, en það má leiða að því líkur að væri notast við frumur úr einstaklingum sem þjást af einhvers konar taugahrörnunarsjúkdómi mætti sjá ákveðinn mun í t.d. genatjáningu samanborið við frumur úr heilbrigðum einstakling. Þannig væri t.d. möguleiki að skilgreina hvað það er sem fer úrskeiðis þegar um taugahrörnunarsjúkdóm er að ræða.

Fréttin birtist upprunalega á hvatinn.is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk