Trúðar nema ekki fyrir börn

Trúðar nema ekki fyrir börn Drag- og burlesque senan er í miklum blóma. Hún leyfir kvennlega líkamstjáningu og þokka en á sama tíma er gert grín og skemmt fólki. Miss Mokki og Gógó Starr ætla að fara með hana um Evrópu og safna fyrir því á Karolina Fund

gogo by ben
Auglýsing

Drag- og burlesque senan í Reykja­vík er lítil en í miklum blóma, sam­kvæmt þeim Mar­gréti Erlu Maack og Sig­urði Heimi Guð­jóns­syni, eða Miss Mokki og Gógó Starr eins og þau kalla sig á svið­inu. Þau fara fyrir Reykja­vík Kab­ar­ett og Drag-­súg sem hafa öðl­ast sess í skemmt­ana­líf­inu, enda er alltaf upp­selt. „Já, aldrei eins, en alltaf upp­selt.“ Þau hafa ferð­ast um heim­inn til að sýna og fá inn­blástur og segja að senan hér heima sé á heims­mæli­kvarða, enda eru þau með biðlista fram á næsta ár frá erlendum gesta­lista­mönnum að koma hingað og skemmta. Þau ætla að taka höndum saman næsta sumar og ferð­ast saman um Evr­ópu og leita uppi leyni­bari og klístruð svið, og eru nú þegar komin með ein­hver „gigg“ í hatt­inn. Þau safna fyrir ferða­lag­inu á Karol­ina Fund, en styrkj­endur geta fengið ýmis­legt í stað­inn, til dæmis miða á Far­vel­sýn­ingu á næsta ári, áður en þau leggja í hann. Kjarn­inn hitti Mar­gréti Erlu og Sig­urð Heimi og tók þau tali.

Hvað er er það sem þið ger­ið?

Sig­urður Heimir: „Ég er Dragdrottn­ing og kab­ar­ett­lista­mað­ur, og leik mér að því að beygja lín­urnar milli þess sem talið er kven­legt og karl­mann­legt- og blanda því saman á skemmti­legan hátt.“

Auglýsing

Mar­grét: „Mér fannst litla frænka mín orða þetta mjög vel: “Mar­grét er svona eig­in­lega trúð­ur, nema bara alls ekki fyrir börn.” Burlesque er kyn­þokka­full kab­ar­ett­list sem byggir á dansi, leik­húsi og full­orð­ins­húmor. Dita Von Teese er þekktasta burlesque­dís í heimi… Við erum samt með mjög ólíkan stíl!“

Sig­urður Heimir: „Það er einmitt áber­andi munur á klass­íska Burlesque form­inu, eins og það sem Dita ger­ir, og núver­andi straumum í burlesque, þar sem oft er meiri húmor og gróf­ari karakt­er­ar. Út frá auknum vin­sældum og opn­ara hug­ar­fari, þá byrj­uðu karl­menn að leika sér við þetta list­form, sem hafði áður aðeins verið fyrr kven­menn, og Boy­lesque verður til. 

Gógó Starr og Miss Mokki saman á The Slipper Room.Ég dýrka hvern­ig Buy­lesque-ið leyfir mér að leika mér með „kven­lega” lík­ams­tján­ingu og þokka, en á sama tíma gert grín og skemmt fólki. Því í grunn­inn erum við ekk­ert annað en skemmti­kraft­ar.“

Mar­grét: „Hug­myndin að Evr­ópu­ferða­lag­inu kom þegar við vorum óvart bókuð sama kvöld á Slipper Room í New York í sum­ar. Við höfum káfað á ýmsum stöðum um Evr­ópu og erum nú þegar komin með fyrsta gigg­ið, á Melt Bar í Stokk­hólmi, sem er svona 1920 leyni­b­ar. Þetta kab­ar­ett­form er mjög skemmti­legt, við erum að ferð­ast með okkar atriði sem koma eins og púsl inn í sýn­ingar sem eru nú þegar í gangi. Þannig að við erum ekki að ferð­ast með heila sýn­ingu, heldur bita inn í skemmtun sem nú þegar er til stað­ar.“ 

Hvernig er hefð­bundið líf kab­ar­ett­lista­manns? 

Mar­grét: „Ég held að ég sæki í þetta því að eng­inn dagur er hefð­bund­inn. Ég er að skemmta um helgar en virku dag­arnir eru rólegri og þá safna ég kröft­um, smíða atriði, vinn í bún­ing­um, fer á fundi vegna gigga og und­irbý kennslu og á kvöldin kenni ég í Kram­hús­inu. 

Sig­urður Heim­ir: Við erum bæði kab­ar­ett­lista­menn í fullu starfi, og þar að auki fram­leið­endur okkar eigin fjöl­lista­sýn­inga; Reykja­vík Kab­ar­ett og Drag-­Súgur. Svo það fer auð­vitað slatti af tíma í skipu­lagn­ingu og vinn­u bak við ­tjöldin fyrir þessar sýn­ing­ar, og til að búa til ný atriði, bún­inga og hvað eina.

Þetta er alls ekki hefð­bundið líf- en svaka­lega hefur maður gaman af því.“

Hvað er á döf­inni hjá ykk­ur?

Sig­urður Heim­ir: „Ég er á leið­inni aftur til New York, á Rupauls Drag Con, núna í byrjun sept­em­ber, og síðan tekur við Drag-­Súgur Dis­ney show sem verður þann 15. sept­em­ber á Gaukn­um. Ég verð einnig með glæ­nýtt og spenn­andi Drag-­nám­skeið í Krambús­inu í haust, og það fer af stað þann 13. sept­em­ber. Allt að ger­ast!“

Margrét Erla Maack, eða Miss Mokki. MYND: Gunnlöð Jóna RúnarsdóttirMar­grét: „Já, 15. og 16. sept­em­ber verður Reykja­vík Kab­ar­ett með tvær sýn­ingar í Þjóð­leik­hús­kjall­ar­anum þar sem við fáum upp­á­halds­skemmti­kraft­inn minn frá New YorkWilfredo, með okkur og fleiri góða gesti. Svo er ég eig­in­lega full­bókuð til jóla núna í veislu­stjórn, skemmti­at­riði og kab­ar­ett­kvöld ásamt nám­skeið­unum sem ég er að kenna. Ég skemmti í Brighton í sept­em­ber, Glas­gow í októ­ber og New York í nóv­em­ber. Ég er svona að troða eins mörgu og ég get núna fyrir jól því að í jan­úar byrja ég í stífum æfingum fyr­ir Rocky Hor­ror í Borg­ar­leik­hús­in­u.“

Sig­urður Heim­ir: „Svo verðum við auð­vitað með glæsi­legt fjöl­lista-teiti á loka­dag Karol­ina Fund söfn­un­innar, þann 21. sept­em­ber á Gaukn­um. Þar munum við vera með ýmis skemmti­at­riði þegar söfn­unin klifrar upp og fagna kom­andi Evr­ópu­ferða­lagi með vin­um, vanda­mönnum og öðrum velunn­ur­um.“

Mar­grét: „Já, og kon­fet­tí­bombu á mið­nætt­i.“

Hvað er hægt að fá fyrir að styrkja verk­efnið ykk­ar?

Sig­urður Heim­ir: „Við bjóð­u­m ­upp á ým­is­legt; pakka með miðum á Far­vel sýn­ing­una okk­ar, sem verður stuttu fyrir brott­för næsta sum­ar, ýmis skemmtun í heima­hús eða á hvers kon­ar við­burði, Drag makeover sem hafa verið gíf­ur­lega vin­sæl í steggj­unum og gæs­un­um, og ýmis nám­skeið! Tékkið á’essu á Karol­ina fund.“

Mar­grét: „Mig langar að mæla sér­stak­lega með pökk­unum með brjósta­dúsk­un­um! Og líka hópeflis­tímum í drag­i, burlesque eða Broa­d­wa­ysöng­leikja­dönsum - mjög skemmti­legt með vina­hópnum eða í hópefli hjá fyr­ir­tækj­u­m.“

Hægt er að styðja við verk­efnið hér. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk