Karolina fund: Litla litabókin

Eva Jónína Daníelsdóttir, 5 ára listamaður, teiknar myndir í nýja litabók.

Eva Jónína Daníelsdóttir spáir í spilin ásamt pabba sínum.
Eva Jónína Daníelsdóttir spáir í spilin ásamt pabba sínum.
Auglýsing

Eva Jónína Daníelsdóttir er 5 ára stelpa sem hefur mikinn áhuga á myndlist. Hún hefur ákveðið að gefa út litabók fyrir börn á svipuðum aldri. Eva teiknar sjálf allar myndirnar í bókina, en Daníel S. Jónsson, faðir hennar, mun aðstoða hana við umbrot og uppsetningu á kápu. Feðginin hafa sett upp Facebook-síðu þar sem áhugasamir geta fylgst með ferlinu. Safnað er fyrir útgáfukostnaði á Karolina Fund. Kjarninn hitti Daníel og tók hann tali.

Hvernig vaknaði hugmyndin að litabókinni?

Kápa litlu litabókarinnar.Við höfum ekki þurft að kaupa jóla- og afmæliskort, né merkimiða í nokkur ár, því Eva tók snemma að sér að útbúa allt slíkt upp á eigin spýtur. Hugmyndin að bókinni kviknaði upphaflega út frá þessum kortum sem hún teiknaði. Við, foreldrar Evu, tókum eftir því að hún var búin að koma sér upp ákveðnu verkferli. Fyrst teiknaði hún allar útlínur með svörtum penna, og að því loknu hófst hún handa við að lita myndina. Útkoman varð því oft á tíðum ekkert ólík myndum í litabók. Upphaflega setti ég þessa hugmynd fram í hálfkæringi. En eftir því sem við hugsuðum meira um þetta, þá fannst okkur hugmyndin alltaf skemmtilegri.

Auglýsing

Er eitthvað þema að finna í litabókinni?

Í rauninni ekki. Flestar litabækur búa yfir þema, og eru oftar en ekki hliðarafurð af teiknimyndum eða annarri söluvöru tengdum börnum. Okkur finnst slíkar bækur oft á tíðum innihalda of einhæfar myndir, satt að segja. Við ákváðum því snemma að fara þveröfuga leið, og í Litlu litabókinni er þemað eiginlega bara hugarflug Evu sjálfrar. Af þeim myndum sem þegar eru tilbúnar þá er mest um einhvers konar fígúrur. Talsvert af dýramyndum, en líka vélmenni, geimverur, trúðar og bara alls kyns furðuverur. Eina skilyrðið er að Eva sé sátt við teikningarnar, og að henni finnist sjálfri spennandi að lita þær.

Eva hefur komið sér upp kerfi til að fylgjast með hvernig söfnunin á Karolina Fund gengur. Hún er með blað með 100 figurum á, og litar eina þeirra fyrir hvert prósent sem safnast.

Nú kemur fram á Karolina Fund-síðu Litlu litabókarinnar að Eva vilji styrkja bæði Barnaspítala Hringsins og Styrktarsjóð gigtveikra barna. Hvernig kom það til?

Eva er sjálf gigtveik. Hún var greind strax þegar hún var tveggja ára, og hefur meira og minna verið á lyfjum síðan, ásamt því að þurfa að heimsækja spítala og lækna reglulega, auk þess sem hún fer vikulega í sjúkraþjálfun. Um leið og við ákváðum að ráðast í útgáfu bókarinnar, þá stakk hún upp á því að við myndum gefa veikum börnum litabækur. Þannig varð Barnaspítali Hringsins fyrir valinu. Okkur fannst svo liggja beint við að Styrktarsjóður gigtveikra barna fái líka sinn skerf, ef einhver hagnaður verður af útgáfunni.

Verkefnið er að finna hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk