Anna Margrét hefur unnið sem sálfræðingur og ráðgjafi í ýmsum stofnunum og stofum. Áhugi hennar á að skrifa þessa bók kom í kjölfar mikilla eftirspurnar frá skjólstæðingum og einstaklinga sem höfðu leitað til hennar til meðferðar og á ýmis námskeið sem hún hefur haldið síðustu ár þ.á. núvitund og hugleiðslu námskeið.
Núvitundar dagbókina hefur Anna Margrét unnið út frá áralangri reynslu af tækninúvitundar í lífi og starfi. Dagbókin bíður upp á aðferðir til að skipuleggjadaginn, mánuðinn og árið, ásamt því að aðstoða við að vinna úr hugsunum, tilfinningum og erfiðri sjálfsmynd.
Til þess að koma bókinni í útgáfu hefur Anna Margrét ákveðið að setja bókina í hópfjármögnun hjá Karolina Fund og er hægt að heita á verkefnið hennar þar.
Hvernig hefur Núvitundaraðferðin nýst þér?
„Í minni vinnu hefur það verið nokkuð þekkt að ég fer djúpt í vinnu með einstaklinga. Ég hef sérhæft mig mikið í að vinna með áfallastreitu og áfallavinnu. Ég hef frá 2005 unnið mikið með einstaklinga sem hafa verið á slæmum stað í lífinu s.s. hafa leiðst út í afbrot eða neyslu. Einnig lifs-krísur og allt upp í stjórnenda og leiðtoga þjálfun.
Bakgrunnurinn minn er réttarsálfræði, klínísk sálfræði og vinnu- og skipulagssálfræði. Ég hef í gegnum árin leitast eftir því að komast á hvert sérnámskeiðið eftir öðru um Mindfulness, sem og notað þá aðferð í gegnum lífið síðustu 12 ár.
Ég hef unnið nokkuð á Indlandi síðustu 7 ár, þá með ferðamennsku og sérhæft mig í ferðum til afdrepa (e.retreats). Ég nota þar hótel sem eru byggð á grundvelli mannréttinda og samhæfast CSR staðli.“
Hvers vegna telurðu að þú hafir heillast svona að Núvitund?
„Það hefur verið mér að leiðarljósi í lífinu að gera eitthvað sem skiptir máli til lengri tíma litið. Langtíma hugsunin kemur með að vera samkvæmur sér núna. Oft getur það reynst mörgum erfitt að takast á við allt í lífinu eins og það kemur með öllum þeim hraða og væntingum sem við teljum lífið eigi að hafa.
En, það er eins og hugtakið Less is More segi meira en langur texti. En til að ná þeim skilningi krefst æfingar á athygli og að dvelja í sér. Ég tel að það sé aldrei nein töfralausn á neinu, aðeins vinna og vilji sem ég tel ég nálgist mjög vel fyrir lesandann í bókinni minni.“
Hvernig er núvitundardagbókin uppbyggð?
„Dagbókin er byggð upp á þann veg að hún er sem ferðalag í gegnum árið. Árið byrjar á inngangi á Núvitund og er leitt notandann í gegnum Núvitundar hugleiðslu æfingar og hvað það þýðir að nota yfirhugsunina (e. metacognition). Farið er í tæknilegar æfingar fyrir tengsl líkama og hugar þar sem ég tel lykilatriði að vera til staðar í sjálfum sér og líkama sínum. Bókin er skipt upp eftir mánuðum og þemu fyrir hvern mánuð. Farið er í t.d. Mindful eating - Meðvitund um mataræði, Mindful Leadership - Leiðtogahæfni með Núvitund, að skilja og aðgreina á milli líðan, tilfinninga og hugsunar, hvernig hægt sé að vinna með streitu og álag. Punktar um áföll og úrvinnslu og hvernig það hefur áhrif á líðan, betri svefn og jafnvægi. Má meðal annars nefna að einn mánuðurinn er helgaður að vinna með betri samskipti og vera meðvitaður um sín samskipti. Jafnframt er dagbókin sett upp sem skipulags dagbók til að halda utan um daginn, plön og sett markmið fram undan með tækni Núvitundar að leiðarljósi. Ég legg mikla áherslu á bætta heilsu, heilbrigði, skýrleika og mátt eigin hugsana.“
Hverjum myndi bókin henta helst?
„Ég tel bókina vera fyrir alla þá sem vilja ná betri yfirsýn og jafnvægi í lífi og starfi. Bókin er skipt eftir mánuðum og er ákveðin þema fyrir hvern mánuð sem leiðir lesandann/notandann í gegnum árið til betri heilsu og jafnvægi.
Þegar ég fyrst byrjaði að læra um Núvitund í gegnum Ástralíu var lítið þekkt um þessa aðferð á Íslandi, en áhugi minn á búddhisma liggur frá unglings aldri. Þegar ég var 25 ára var ég mjög dugleg við að stunda þau fræði og vann mikið með varnarhætti, sjálfsaga, samkennd og samlíðan og hefur áhugi minn einungis aukist síðan þá. Ég get tvímælalaust sagt að vinna með sjálfan sig gefur aukinn skilning á öðrum og þroska til að takast á við lífið.“
Þeir sem vilja styðja við verkefnið og fá Núvitundardagbók geta gert það hér.