Núvitundardagbókin mín

Anna Margrét byrjaði að stunda Núvitundarhugleiðslu og æfingar fyrir um 12 ár síðan. Áður hafði hún haft mikinn áhuga á búddhisma og hugleiðslu, ásamt því að stunda hestamennsku, fjallgöngur og langhlaup.

karolinafund dót
Auglýsing

Anna Mar­grét hefur unnið sem sál­fræð­ingur og ráð­gjafi í ýmsum stofn­unum og stof­um. Áhugi hennar á að skrifa þessa bók kom í kjöl­far mik­illa eft­ir­spurnar frá skjól­stæð­ingum og ein­stak­linga sem höfðu leitað til hennar til með­ferðar og á ýmis nám­skeið sem hún hefur haldið síð­ustu ár þ.á. núvit­und og hug­leiðslu nám­skeið.

Núvit­undar dag­bók­ina hefur Anna Mar­grét unnið út frá ára­langri reynslu af tækninú­vit­undar í lífi og starfi. Dag­bókin bíður upp á aðferðir til að skipu­leggja­dag­inn, mán­uð­inn og árið, ásamt því að aðstoða við að vinna úr hugs­un­um, til­finn­ingum og erf­iðri sjálfs­mynd.

Til þess að koma bók­inni í útgáfu hefur Anna Mar­grét ákveðið að setja bók­ina í hóp­fjár­mögnun hjá Karol­ina Fund og er hægt að heita á verk­efnið hennar þar.

Auglýsing

Hvernig hefur Núvit­und­ar­að­ferðin nýst þér?

„Í minni vinnu hefur það verið nokkuð þekkt að ég fer djúpt í vinnu með ein­stak­linga. Ég hef sér­hæft mig mikið í að vinna með áfallastreitu og áfalla­vinnu. Ég hef frá 2005 unnið mikið með ein­stak­linga sem hafa verið á slæmum stað í líf­inu s.s. hafa leiðst út í afbrot eða neyslu. Einnig lifs-krísur og allt upp í stjórn­enda og leið­toga þjálf­un.

Bak­grunn­ur­inn minn er rétt­arsál­fræði, klínísk sál­fræði og vinnu- og skipu­lags­sál­fræði. Ég hef í gegnum árin leit­ast eftir því að kom­ast á hvert sér­nám­skeiðið eftir öðru um Mind­ful­ness, sem og notað þá aðferð í gegnum lífið síð­ustu 12 ár.

Ég hef unnið nokkuð á Ind­landi síð­ustu 7 ár, þá með ferða­mennsku og sér­hæft mig í ferðum til afdrepa (e.retr­eats). Ég nota þar hótel sem eru byggð á grund­velli mann­rétt­inda og sam­hæf­ast CSR staðli.“

Hvers vegna tel­urðu að þú hafir heill­ast svona að Núvit­und?

„Það hefur verið mér að leið­ar­ljósi í líf­inu að gera eitt­hvað sem skiptir máli til lengri tíma lit­ið. Lang­tíma hugs­unin kemur með að vera sam­kvæmur sér núna. Oft getur það reynst mörgum erfitt að takast á við allt í líf­inu eins og það kemur með öllum þeim hraða og vænt­ingum sem við teljum lífið eigi að hafa. .

En, það er eins og hug­takið Less is More segi meira en langur texti. En til að ná þeim skiln­ingi krefst æfingar á athygli og að dvelja í sér. Ég tel að það sé aldrei nein töfra­lausn á neinu, aðeins vinna og vilji sem ég tel ég nálgist mjög vel fyrir les­and­ann í bók­inni minn­i.“

Hvernig er núvit­und­ar­dag­bókin upp­byggð?

„Dag­bókin er byggð upp á þann veg að hún er sem ferða­lag í gegnum árið. Árið byrjar á inn­gangi á Núvit­und og er leitt not­and­ann í gegnum Núvit­undar hug­leiðslu æfingar og hvað það þýðir að nota yfir­hugs­un­ina (e. metacognition). Farið er í tækni­legar æfingar fyrir tengsl lík­ama og hugar þar sem ég tel lyk­il­at­riði að vera til staðar í sjálfum sér og lík­ama sín­um. Bókin er skipt upp eftir mán­uðum og þemu fyrir hvern mán­uð. Farið er í  t.d. Mind­ful eat­ing - Með­vit­und um matar­æði, Mind­ful Leaders­hip - Leið­toga­hæfni með Núvit­und, að skilja og aðgreina á milli líð­an, til­finn­inga og hugs­un­ar, hvernig hægt sé að vinna með streitu og álag. Punktar um áföll og úrvinnslu og hvernig það hefur áhrif á líð­an, betri svefn og jafn­vægi. Má meðal ann­ars nefna að einn mán­uð­ur­inn er helg­aður að vinna með betri sam­skipti og vera með­vit­aður um sín sam­skipti. Jafn­framt er dag­bókin sett upp sem skipu­lags dag­bók til að halda utan um dag­inn,  plön og sett mark­mið fram undan með tækni Núvit­undar að leið­ar­ljósi. Ég legg mikla áherslu á bætta heilsu, heil­brigði, skýr­leika og mátt eigin hugs­ana.“

Hverjum myndi bókin henta hel­st?

„Ég tel bók­ina vera fyrir alla þá sem vilja ná betri yfir­sýn og jafn­vægi í lífi og starfi. Bókin er skipt eftir mán­uðum og er ákveðin þema fyrir hvern mánuð sem leiðir les­and­ann/not­and­ann í gegnum árið til betri heilsu og jafn­vægi.

Þegar ég fyrst byrj­aði að læra um Núvit­und í gegnum Ástr­alíu var lítið þekkt um þessa aðferð á Íslandi, en áhugi minn á búdd­hisma liggur frá ung­lings aldri. Þegar ég var 25 ára var ég mjög dug­leg við að stunda þau fræði og vann mikið með varn­ar­hætti, sjálfsaga,  sam­kennd og sam­líðan og hefur áhugi minn ein­ungis auk­ist síðan þá. Ég get tví­mæla­laust sagt að vinna með sjálfan sig gefur auk­inn skiln­ing á öðrum og þroska til að takast á við líf­ið.“

Þeir sem vilja styðja við verk­efnið og fá Núvit­und­ar­dag­bók geta gert það hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk