Varpa nýju ljósi á erfðir húðlitar

Rannsóknarhópi hefur tekist að bera kennsl á nokkur svæði í erfðaefni þátttakenda sem voru nátengd breytileika í húðlit.

húðlitur
Auglýsing

Mann­fólk er gjarnt á að flokka bæði okkur og önnur dýr í mis­mun­andi hópa eftir útlitsein­kenn­um. Þetta birt­ist til dæmis í því hvernig við skil­greinum mis­mun­andi kyn­þætti eftir húð­lit. Þrátt fyrir þess­ari flokkun vitum í raun afar lítið um það af hverju húð­litur okkar stafar erfða­fræði­lega séð og það litla sem við vitum hefur fram að þessu að mestu komið frá rann­sóknum á Evr­ópu­bú­um.

Á dög­unum voru nið­ur­stöður rann­sóknar birtar sem stríða gegn því sem við höfum talið okkur vita um þróun húð­lit­ar. Rann­sókn­ar­hóp­ur­inn kann­aði tengslin á milli húð­litar og erfða í íbúum þriggja landa í Afr­íku, sem er sú heims­álfa þar sem mann­fólk er hvað fjöl­breytt­ast þegar kemur að erfðum og útliti.

Fleiri en 2.000 sjálf­boða­liðar úr 10 þjóð­hópum í Eþíóp­íu, Tanz­aníu og Botswana tóku þátt í rann­sókn­inni. Vís­inda­menn­irnir mældu end­ur­varp ljóss á húð ­sjálf­boða­lið­anna ­sem gefur til kynna magn melan­íns í húð­inni. Einnig tóku þeir sýni af erfða­efni 1.570 sjálf­boða­lið­anna.

Auglýsing

Rann­sókn­ar­hópnum tókst að bera kennsl á nokkur svæði í erfða­efni þátt­tak­enda sem voru nátengd breyti­leika í húð­lit. Þessi svæði voru í nágrenni við sex gen: SLC24A5MFS­D12DDB1TMEM138OCA2 og HERC2 og áttu þessi gen þátt í 29% af breyti­leika í húð­lit í þeim þremur löndum sem þátt­tak­end­urnir voru frá.

Almennt hefur verið talið að þróun húð­litar hafi gengið þannig fyrir sig að mann­fólk, sem átti upp­runa sinn í Afr­íku, hafi í fyrstu verið dökkt á hör­und. Eftir því sem for­feður okkar flutt­ust frá heims­álf­unni tók húð­lit­ur­inn breyt­ingum eftir búsvæði og urðu sumir stofnar ljós­ari á hör­und en aðr­ir. Nið­ur­stöður þessar rann­sóknar benda þó til þess að þró­unin hafi verið önnur því sam­kvæmt grein­ingu á erfða­efni þátt­tak­enda í rann­sókn­inni eiga afbrigði fyrir bæði dökkri og ljósri húð upp­runa í Afr­íku fyrir hund­ruðum þús­unda ára. Í raun kom í ljós að sum eldri afbrigði gen­anna báru ábyrgð á ljósri húð en ekki dökkri.

Meðal gen­anna sem vís­inda­menn­irnir báru kennsl á var SLC24A5 genið en eitt afbrigði þess er meðal ann­ars þekkt fyrir að eiga hlut­verk í ljósum húð­lit þeirra sem rekja upp­runa sinn til Evr­ópu. Genið er talið hafa komið fram fyrir meira en 30.000 árum en sam­kvæmt nið­ur­stöð­u­m ­rann­sókn­ar­inn­ar var það algengt í íbúum Eþíópíu og Tanz­aníu sem gátu rakið ættir sínar til Suð­austur Asíu og Mið-Aust­ur­landa. Fram að þessu hefur þetta verið eitt þeirra gena sem talið hefur verið “Evr­ópskt” og tengt við ljósan húð­lit en er sam­kvæmt þessu einnig að finna í miklum mæli í íbúum Austur Afr­íku þó það hafi ekki sömu “lýsandi” áhrif og í þeim sem það bera í Evr­ópu.

Vís­inda­menn­irnir telja nið­ur­stöður þeirra benda til þess for­feður manna hafi haft ljósa húð undir feldi, líkt og er raunin með simpansa í dag. Með tím­anum hafi for­feð­urnir síðan tapað feld­inum og þróað með sér dekkri húð­lit sem varði þá betur fyrir sól­inni. Loks hafi flutn­ingur mann­kyns­ins um allan heim leitt til ljós­ari húð­litar hjá mann­fólki nær pól­unum þar sem hann hent­aði betur til nýmynd­unar á D-vítamíni á svæðum þar sem sól­ar­ljós gat verið af skornum skammti.

Ljóst er að enn frekar rann­sókna er þörf til að skýra þær flóknu erfðir sem liggja að baki húð­lit okk­ar. Rann­sókn­ar­hóp­ur­inn vonar þó að í milli­tíð­inni muni nið­ur­stöður þeirra geta nýst til að sam­eina fólk því í raun sé húð­litur okkar afar slæm leið til að flokka mann­kyn­ið. Erfða­fræði­lega séð séum við hreint ekki nógu ólík til að hægt sé að tala um kyn­þætti.

Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar birt­ust í tíma­rit­inu Sci­ence.

Fréttin birt­ist fyrst á Hvat­inn.is

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk