Allir bera ábyrgð en hafa mismunandi skyldur

Framkvæmdastjóri loftslagsmála hjá Sameinuðu þjóðunum segir í samtali við Kjarnann að allir beri ábyrgð á aðgerðum í loftslagsmálum, hvort sem það eru stjórnvöld, einkageirinn eða einstaklingar.

Patricia Espinosa hefur verið framkvæmdastjóri Rammsamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál síðan í júlí 2016. Kjarninn ræddi við hana í Hörpu á dögunum.
Patricia Espinosa hefur verið framkvæmdastjóri Rammsamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál síðan í júlí 2016. Kjarninn ræddi við hana í Hörpu á dögunum.
Auglýsing

Patricia Espinosa, framkvæmdastjóri Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (UNFCCC), segist telja hlutverk stjórnvalda sé að búa skapa aðstæður fyrir einkaaðila og einstaklinga til þess að grípa til aðgerða í loftslagsmálum.

Espinosa var stödd hér á landi á föstudaginn fyrir viku síðan og ávarpaði Arctic Circle-þingið sem fram fór í Hörpu um síðustu helgi.

„Ég tel að allir hafi skyldum að gegna í baráttunni við loftslagsbreytingar,“ segir Espinosa þegar Kjarninn spurði hana að því hvar ábyrgð loftslagsaðgerða liggi. „Allir bera ábyrgð á því að gripið sé til aðgerða. Skyldur hvers og eins eru hins vegar mismunandi.“

„Skyldur ríkisstjórna og sveitarstjórna eru að leggja til fullnægjandi innviði svo breytingar geti átt sér stað.“ Hún segir að breytingar þurfi að verða á langflestum sviðum samfélagsins, hvar sem er í heiminum, en nefnir sérstaklega breytingar á sviði borgarskipulags, bygginga og samgangna.

„Ef hið opinbera uppfyllir skyldur sínar og leggur til umgjörðina fyrir einkageirann – þá sem reka mikilvæga geira hagkerfisins – svo hægt sé að miða að grænni og kolefnissnauðari lausnum, þá tel ég það vera góða verkaskiptingu,“ segir Espinosa.

Það er ekki aðeins ríkið, sveitarfélög og einkageirinn sem hafa skyldum að gegna heldur þurfa einstaklingar að taka mikilvægar ákvarðanir um hvernig þeir haga lífi sínu á hverjum degi.

„Einstaklingar hafa einnig skyldum að gegna. Þeir þurfa að ákveða hvort þeir vilji keyra eigin bíl til þess að komast á milli staða eða nota almenningssamgöngur. Einstaklingar þurfa einnig að ákveða hvort þeir kaupi vistvænar vörur eða ekki,“ segir Espinosa.

„Ég held að einstaklingar eigi ekki að vanmeta getu sína til þess að bregðast við loftslagsvandanum.“

Patricia Espinosa var í heimsókn á Íslandi í síðustu viku. Hún ræddi við fjölmiðla á Arctic Circle-þinginu.

Á góðri leið en þurfum auka metnað

Patricia Espinosa tók við framkvæmdastjórastöðunni hjá UNFCCC af Christiönu Figueres í júlí í fyrra. Espinosas hefur starfað sem ríkiserindreki í tæpa tvo áratugi. Hún var sendiherra heimalandsins Mexíkó í Austurríki frá 2002 þar til hún gerðist utanríkisráðherra í Mexíkó í sex ár frá 2006. Árið 2013 varð hún aftur sendiherra, í þetta sinn í Þýskalandi. Því starfi gegnir hún enn samhliða framkvæmdastjórastöðu UNFCCC.

Verkefni Espinosa er þess vegna að leiða loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í kjölfar þess að Parísarsamningurinn var samþykktur í desember 2015. Marga þætti samningsins á enn eftir að fullvinna og útfæra. Þá er ljóst að stórum alþjóðasamningi á borð við þennan verður að fylgja eftir með aðhaldi og hvatningu.

En erum við á góðri leið í loftslagsmálum? Reglulega berast fréttir af ofsaveðrum sem hægt er að tengja loftslagsbreytingum, aldrei hefur meira af gróðurhúsalofttegundum verið blásið út í andrúmsloftið og jarðefnaeldsneyti er brennt í meira mæli en nokkru sinni.

Auglýsing

„Ég held að við verðum að líta á allar hliðar málsins,“ segir Espinosa þegar hún er spurð hversu vel á veg heimurinn er kominn í baráttunni við loftslagsbreytingar.

„Í eina röndina finnast mér það góðar fréttir að við séum á vel stikaðri leið sem lögð var í Parísarsamkomulaginu. Ég held að þessi alþjóðasamningur hafi skilgreint þá leið sem heimurinn þarf að feta til framtíðar. Til þess höfum við nægan pólitískan vilja, staðfestu og samhljóm.“

Espinosa bendir einnig á að aðgerðir í loftslagsmálum séu ekki leiddar af ríkisstjórnum heldur af fyrirtækjum og sveitarfélögum sem taka af skarið. „Það er mikill eldmóður og kraftur sem fer í að aðlaga staðbundna veröld fólks að þessum alþjóðlega ramma,“ segir hún en bætir við:

„Í hina röndina höfum við ennþá nokkrar áhyggjur, til dæmis þegar við skoðum hversu mikið af gróðurhúsalofttegundum er blásið út í andrúmsloftið á hverju ári. Það olli líka áhyggjum þegar ríkisstjórn Bandaríkjanna ákvað að draga sig út úr Parísarsamningnum.“

„Ég mundi segja að sviðsmyndin bjóði upp á margar ástæður fyrir okkur til þess að vera bjartsýn en einnig einstaka ástæður til þess að örvænta. Við verðum að vera upplýst um að takmarkinu hefur alls ekki verið náð. Við verðum að auka metnað okkar í þessum málum.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiViðtal