Allir bera ábyrgð en hafa mismunandi skyldur

Framkvæmdastjóri loftslagsmála hjá Sameinuðu þjóðunum segir í samtali við Kjarnann að allir beri ábyrgð á aðgerðum í loftslagsmálum, hvort sem það eru stjórnvöld, einkageirinn eða einstaklingar.

Patricia Espinosa hefur verið framkvæmdastjóri Rammsamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál síðan í júlí 2016. Kjarninn ræddi við hana í Hörpu á dögunum.
Patricia Espinosa hefur verið framkvæmdastjóri Rammsamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál síðan í júlí 2016. Kjarninn ræddi við hana í Hörpu á dögunum.
Auglýsing

Pat­ricia Espin­osa, fram­kvæmda­stjóri Ramma­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­mál (UN­FCCC), seg­ist telja hlut­verk stjórn­valda sé að búa skapa aðstæður fyrir einka­að­ila og ein­stak­linga til þess að grípa til aðgerða í lofts­lags­mál­um.

Espin­osa var stödd hér á landi á föstu­dag­inn fyrir viku síðan og ávarp­aði Arctic Circle-­þingið sem fram fór í Hörpu um síð­ustu helgi.

„Ég tel að allir hafi skyldum að gegna í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar,“ segir Espin­osa þegar Kjarn­inn spurði hana að því hvar ábyrgð lofts­lags­að­gerða liggi. „Allir bera ábyrgð á því að gripið sé til aðgerða. Skyldur hvers og eins eru hins vegar mis­mun­and­i.“

„­Skyldur rík­is­stjórna og sveit­ar­stjórna eru að leggja til full­nægj­andi inn­viði svo breyt­ingar geti átt sér stað.“ Hún segir að breyt­ingar þurfi að verða á lang­flestum sviðum sam­fé­lags­ins, hvar sem er í heim­in­um, en nefnir sér­stak­lega breyt­ingar á sviði borg­ar­skipu­lags, bygg­inga og sam­gangna.

„Ef hið opin­bera upp­fyllir skyldur sínar og leggur til umgjörð­ina fyrir einka­geir­ann – þá sem reka mik­il­væga geira hag­kerf­is­ins – svo hægt sé að miða að grænni og kolefn­issnauð­ari lausnum, þá tel ég það vera góða verka­skipt­ing­u,“ segir Espin­osa.

Það er ekki aðeins rík­ið, sveit­ar­fé­lög og einka­geir­inn sem hafa skyldum að gegna heldur þurfa ein­stak­lingar að taka mik­il­vægar ákvarð­anir um hvernig þeir haga lífi sínu á hverjum degi.

„Ein­stak­lingar hafa einnig skyldum að gegna. Þeir þurfa að ákveða hvort þeir vilji keyra eigin bíl til þess að kom­ast á milli staða eða nota almenn­ings­sam­göng­ur. Ein­stak­lingar þurfa einnig að ákveða hvort þeir kaupi vist­vænar vörur eða ekki,“ segir Espin­osa.

„Ég held að ein­stak­lingar eigi ekki að van­meta getu sína til þess að bregð­ast við lofts­lags­vand­an­um.“

Patricia Espinosa var í heimsókn á Íslandi í síðustu viku. Hún ræddi við fjölmiðla á Arctic Circle-þinginu.

Á góðri leið en þurfum auka metnað

Pat­ricia Espin­osa tók við fram­kvæmda­stjóra­stöð­unni hjá UNFCCC af Christiönu Figu­eres í júlí í fyrra. Espin­osas hefur starfað sem rík­is­er­ind­reki í tæpa tvo ára­tugi. Hún var sendi­herra heima­lands­ins Mexíkó í Aust­ur­ríki frá 2002 þar til hún gerð­ist utan­rík­is­ráð­herra í Mexíkó í sex ár frá 2006. Árið 2013 varð hún aftur sendi­herra, í þetta sinn í Þýska­landi. Því starfi gegnir hún enn sam­hliða fram­kvæmda­stjóra­stöðu UNFCCC.

Verk­efni Espin­osa er þess vegna að leiða lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna í kjöl­far þess að Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn var sam­þykktur í des­em­ber 2015. Marga þætti samn­ings­ins á enn eftir að full­vinna og útfæra. Þá er ljóst að stórum alþjóða­samn­ingi á borð við þennan verður að fylgja eftir með aðhaldi og hvatn­ingu.

En erum við á góðri leið í lofts­lags­mál­um? Reglu­lega ber­ast fréttir af ofsa­veðrum sem hægt er að tengja lofts­lags­breyt­ing­um, aldrei hefur meira af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum verið blásið út í and­rúms­loftið og jarð­efna­elds­neyti er brennt í meira mæli en nokkru sinni.

Auglýsing

„Ég held að við verðum að líta á allar hliðar máls­ins,“ segir Espin­osa þegar hún er spurð hversu vel á veg heim­ur­inn er kom­inn í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar.

„Í eina rönd­ina finn­ast mér það góðar fréttir að við séum á vel stik­aðri leið sem lögð var í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu. Ég held að þessi alþjóða­samn­ingur hafi skil­greint þá leið sem heim­ur­inn þarf að feta til fram­tíð­ar. Til þess höfum við nægan póli­tískan vilja, stað­festu og sam­hljóm.“

Espin­osa bendir einnig á að aðgerðir í lofts­lags­málum séu ekki leiddar af rík­is­stjórnum heldur af fyr­ir­tækjum og sveit­ar­fé­lögum sem taka af skar­ið. „Það er mik­ill eld­móður og kraftur sem fer í að aðlaga stað­bundna ver­öld fólks að þessum alþjóð­lega ramma,“ segir hún en bætir við:

„Í hina rönd­ina höfum við ennþá nokkrar áhyggj­ur, til dæmis þegar við skoðum hversu mikið af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum er blásið út í and­rúms­loftið á hverju ári. Það olli líka áhyggjum þegar rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna ákvað að draga sig út úr Par­ís­ar­samn­ingn­um.“

„Ég mundi segja að sviðs­myndin bjóði upp á margar ástæður fyrir okkur til þess að vera bjart­sýn en einnig ein­staka ástæður til þess að örvænta. Við verðum að vera upp­lýst um að tak­mark­inu hefur alls ekki verið náð. Við verðum að auka metnað okkar í þessum mál­u­m.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal