Varpa nýju ljósi á erfðir húðlitar

Rannsóknarhópi hefur tekist að bera kennsl á nokkur svæði í erfðaefni þátttakenda sem voru nátengd breytileika í húðlit.

húðlitur
Auglýsing

Mannfólk er gjarnt á að flokka bæði okkur og önnur dýr í mismunandi hópa eftir útlitseinkennum. Þetta birtist til dæmis í því hvernig við skilgreinum mismunandi kynþætti eftir húðlit. Þrátt fyrir þessari flokkun vitum í raun afar lítið um það af hverju húðlitur okkar stafar erfðafræðilega séð og það litla sem við vitum hefur fram að þessu að mestu komið frá rannsóknum á Evrópubúum.

Á dögunum voru niðurstöður rannsóknar birtar sem stríða gegn því sem við höfum talið okkur vita um þróun húðlitar. Rannsóknarhópurinn kannaði tengslin á milli húðlitar og erfða í íbúum þriggja landa í Afríku, sem er sú heimsálfa þar sem mannfólk er hvað fjölbreyttast þegar kemur að erfðum og útliti.

Fleiri en 2.000 sjálfboðaliðar úr 10 þjóðhópum í Eþíópíu, Tanzaníu og Botswana tóku þátt í rannsókninni. Vísindamennirnir mældu endurvarp ljóss á húð sjálfboðaliðanna sem gefur til kynna magn melaníns í húðinni. Einnig tóku þeir sýni af erfðaefni 1.570 sjálfboðaliðanna.

Auglýsing

Rannsóknarhópnum tókst að bera kennsl á nokkur svæði í erfðaefni þátttakenda sem voru nátengd breytileika í húðlit. Þessi svæði voru í nágrenni við sex gen: SLC24A5MFSD12DDB1TMEM138OCA2 og HERC2 og áttu þessi gen þátt í 29% af breytileika í húðlit í þeim þremur löndum sem þátttakendurnir voru frá.

Almennt hefur verið talið að þróun húðlitar hafi gengið þannig fyrir sig að mannfólk, sem átti uppruna sinn í Afríku, hafi í fyrstu verið dökkt á hörund. Eftir því sem forfeður okkar fluttust frá heimsálfunni tók húðliturinn breytingum eftir búsvæði og urðu sumir stofnar ljósari á hörund en aðrir. Niðurstöður þessar rannsóknar benda þó til þess að þróunin hafi verið önnur því samkvæmt greiningu á erfðaefni þátttakenda í rannsókninni eiga afbrigði fyrir bæði dökkri og ljósri húð uppruna í Afríku fyrir hundruðum þúsunda ára. Í raun kom í ljós að sum eldri afbrigði genanna báru ábyrgð á ljósri húð en ekki dökkri.

Meðal genanna sem vísindamennirnir báru kennsl á var SLC24A5 genið en eitt afbrigði þess er meðal annars þekkt fyrir að eiga hlutverk í ljósum húðlit þeirra sem rekja uppruna sinn til Evrópu. Genið er talið hafa komið fram fyrir meira en 30.000 árum en samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar var það algengt í íbúum Eþíópíu og Tanzaníu sem gátu rakið ættir sínar til Suðaustur Asíu og Mið-Austurlanda. Fram að þessu hefur þetta verið eitt þeirra gena sem talið hefur verið “Evrópskt” og tengt við ljósan húðlit en er samkvæmt þessu einnig að finna í miklum mæli í íbúum Austur Afríku þó það hafi ekki sömu “lýsandi” áhrif og í þeim sem það bera í Evrópu.

Vísindamennirnir telja niðurstöður þeirra benda til þess forfeður manna hafi haft ljósa húð undir feldi, líkt og er raunin með simpansa í dag. Með tímanum hafi forfeðurnir síðan tapað feldinum og þróað með sér dekkri húðlit sem varði þá betur fyrir sólinni. Loks hafi flutningur mannkynsins um allan heim leitt til ljósari húðlitar hjá mannfólki nær pólunum þar sem hann hentaði betur til nýmyndunar á D-vítamíni á svæðum þar sem sólarljós gat verið af skornum skammti.

Ljóst er að enn frekar rannsókna er þörf til að skýra þær flóknu erfðir sem liggja að baki húðlit okkar. Rannsóknarhópurinn vonar þó að í millitíðinni muni niðurstöður þeirra geta nýst til að sameina fólk því í raun sé húðlitur okkar afar slæm leið til að flokka mannkynið. Erfðafræðilega séð séum við hreint ekki nógu ólík til að hægt sé að tala um kynþætti.

Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í tímaritinu Science.

Fréttin birtist fyrst á Hvatinn.is

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Samfélagslegar áskoranir og lýðræðislegt hlutverk háskóla
Kjarninn 18. maí 2021
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk