Iceland Airwaves tónlistarhátíðin var haldin í Reykjavík og á Akureyri um helgina. Fjölmargir tónlistarmenn léku fyrir gesti hátíðarinnar. Hér fylgja nokkrar myndir eftir Birgi Þór Harðarson, ljósmyndara Kjarnans, sem fylgdist með hátíðinni.

Glowie spilaði í Gamla Bíói í gær, laugardag.

Breski tónlistarmaðurinn Mura Masa kom fram í Listasafni Reykjavíkur á föstudag. Með honum var Bonzai.
Auglýsing

Daníel Ágúst kom fram með Gus Gus.

200.000 naglbítar léku fyrir gesti Gamla bíós á föstudag.

Bandaríska sveitin Fleet Foxes lék í Eldborg í Hörpu á laugardag.

Tónlleikagestir skemmtu sér vel á tónleikum HAM í Listasafni Reykjavíkur á laugardagskvöld.

Óttarr Proppé kom fram með HAM á laugardagskvöld.