Vísindamenn hvetja til glimmer banns

Getur verið að glimmer sé stórhættulegt?

glimmer
Auglýsing

Nú þegar hátíðirnar fara að nálgast verður hið skemmtilega fyrirbæri glimmer meira áberandi. Þó glimmer virðist í fyrstu saklaust hafa vísindamenn í Bretlandi áhyggjur af áhrifum þess á umhverfið. Flest glimmer í raun ekkert annað en plastagnir sem einmitt á að banna þar í landi á næsta ári. Hópur vísindamanna hvetur því til þess að glimmer sem inniheldur plast verði einnig bannað.

Plastagnir eru eins og nafnið gefur til kynna, örsmátt plast sem mælist minna en fimm millimetrar í lengd. Sýnt hefur verið fram á að plastagnir geti haft víðtæk áhrif í náttúrunni, til dæmis éta ýmis sjávardýr plastið sem getur síðan safnast upp í líkömum þeirra. Í tilfelli nytjadýra á borð við fiska getur plastið síðan endað í meltingavegi okkar manna þar sem það er að hluta til tekið upp í blóðrásina. Að svo stöddu er lítið vitað um það hvaða áhrif plastagnir í blóðrás hafa á heilsu okkar en niðurstöður rannsókna benda til þess að það gæti haft truflandi áhrif á hormón í líkömum manna og dýra.

Plastagnir er meðal annars að finna í fjölda snyrtivara og eiga þær þaðan greiða leið í hafið í gegnum frárennsli heimila. Vegna umhverfisáhrifa plastagna hafa bæði Bretland og Bandaríkin ákveðið bannað notkun plastagna í snyrtivörum og má ætla að fleiri lönd fylgi í kjölfarið. Nú eru vísindamenn farnir að beina sjónum sínum að glimmerinu sem lítil umræða hefur verið um hingað til.

Auglýsing

Glimmer finnst líkt og plastagnir í ýmsum snyrtivörum og ratar því sömuleiðis út í hafið þar sem að fiskar og önnur sjávardýr geta innbyrt það. Vegna þessa hvetja vísindamenn í Bretlandi til þess að glimmer sem inniheldur plast sé bannað af sömu ástæðum og plastagnir.

Aðdáendur glimmers þurfa þó ekki að örvænta því til er umhverfisvænt glimmer sem brotnar hratt niður í náttúrunni og má nefna að snyrtivörufyrirtækið Lush í Bretlandi hefur skipt út hefðbundnu glimmeri fyrir umhverfisvænt í vörum sínum.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk