Karolina Fund: Margt býr í þokunni

Eftir fjögurra ára meðgöngutíma gefur tónlistarmaðurinn Snorri Helgason út þjóðlagaplötuna Margt býr í þokunni með tíu lögum sem byggð eru á tíu íslenskum þjóðsögum.

Snorri Helgason, tónlistarmaður.
Snorri Helgason, tónlistarmaður.
Auglýsing

Tón­list­ar­mað­ur­inn Snorri Helga­son hefur und­an­farin 4 ár verið að semja ný lög við íslensku þjóð­sög­urn­ar. Vænt­an­leg er platan Margt býr í þokunni sem hefur að geyma þessi 10 nýju íslensku þjóð­lög með 10 teikn­ingum eftir list­mál­ar­ann Þránd Þór­ar­ins­son.

Hvað kom til að þú fórst að semja lög við íslenskar þjóð­sög­ur?

Hug­myndin fædd­ist þegar ég var að vinna sem fram­kvæmda­stjóri Reykja­vík Folk Festi­val fyrir nokkrum árum og upp­götv­aði að ég þekkti íslenska þjóð­lagatón­list eig­in­lega ekki, ekk­ert meira en „Krummi svaf í kletta­gjá“ og svo­leið­is. Mér fannst það ekki hægt ver­andi þessi þjóð­lagatón­list­arnölli sem ég er og ákvað því að skoða hana. En þar sem ég les ekki nótur og mest allt efnið sem ég komst í á bóka­söfnum og svo­leiðis voru gömul nótna­söfn komst ég aldrei neitt mikið áfram með það. En ég heill­að­ist af text­unum og sög­unum á bak við lögin sem leiddi til þess að ég fór að sanka að mér og lesa íslenskar þjóð­sög­ur.

Auglýsing

Um þetta leyti var ég akkúrat á leið­inni til Lovísu (Lay Low) og Agn­esar á Rif­túni í Ölf­usi í tveggja daga heim­sókn til þess að semja músík með Lovísu. Ég las þjóð­sög­una um Sels­ham­inn (Sjö börn á landi, sjö börn í sjó) kvöldið áður en ég lagði af stað til þeirra og heill­að­ist strax af henni. Ég fékk þá hug­mynd um að semja eitt­hvað við þessa sögu og við  Lovísa not­uðum gam­alt kán­trílag sem við elskum bæði sem grunn og sömdum nýjan texta við þessa sögu þá um kvöld­ið. Þetta lag heitir Sel­ur­inn og er að finna á plöt­unni.

Svo bara hélt ég áfram í þessu. Las allt sem ég komst í og alltaf þegar ég fann ein­hverja sögu sem hreyfði við mér eða mér fannst áhuga­verð þá merkti ég við hana og kom síðan aftur að henni seinna og próf­aði að semja eitt­hvað við hana. Þetta gátu verið vísur sem oft er að finna í sög­unum sem ég samdi lag við, eða saga sem ég samdi bæði lag og texta við eða eins og í til­viki Reyn­is­ins þá kann­að­ist ég við minni úr þeirri þjóð­sögu úr gömlu skosku þjóð­lagi og not­aði því söng­lín­una úr því lagi sem grunn­inn að nýja lag­inu og samdi texta við. Þetta er eðli þjóð­lagatón­list­ar­inn­ar. Hún er síbreyti­leg og er end­ur­nýjuð og end­urunn­inn eftir þörfum í hverju menn­ing­ar­sam­fé­lagi fyrir sig.



Ég vann að þessu verk­efni í rispum og svona á kant­inum í sirka 3 ár þangað til að ég var kom­inn með 10 lög sem ég var ánægður með. Það hjálp­aði mikið til að ég fékk úthlutað lista­manna­launum og gat lokað mig af í nokkrar vikur í senn og ein­beitt mér full­kom­lega að þessu. Það var nátt­úru­lega mikil rann­sókn­ar­vinna sem fólst í þessu. Ég hef ekki tölu á því hversu margar bækur ég las og end­urlas og lá yfir allan þennan tíma. Ég á mér athvarf á Galt­ar­vita við Súg­anda­fjörð á Vest­fjörðum sem vinur minn Óli á og hef verið að fara þangað síð­ast­liðin sumur að semja og tók þarna tvö sumur þar sem ég lá algjör­lega í þess­ari vinnu án trufl­unar frá hinum staf­ræna heimi. Það var dálítið mik­il­vægt að geta stimplað sig svona út því að ég vildi skrifa text­ana á plöt­unni með því tungu­taki sem er að finna í þjóð­sög­unum og þess vegna var gott að geta verið einn í nátt­úr­unni að nöll­ast í þessu svo vikum skipti án þess að þurfa að skrifa tölvu­pósta eða eitt­hvað svo­leið­is.

Þegar ég fór að sjá ein­hverja heild­ar­mynd á þessu verki tók ég eftir því að sög­urnar sem ég merkti við og stóðu af ein­hverjum ástæðum upp út áttu það flestar sam­eig­in­legt að fjalla í grunn­inn um mjög mennsk og til­tölu­lega “raun­sæja” hluti. Það sem heill­aði mig mest og ég hafði mestan áhuga á var raun­veru­leik­inn á bak við sög­urn­ar. Fólkið á bak við þær og aðstæð­urnar sem þessar sögur urðu til í. Það er nefni­lega málið að þegar þessar sögur ger­ast eru þær raun­veru­legar og sannar fyrir því fólki sem upp­lifir þær. Þetta var raun­veru­leiki þess tíma. Mjalta­stúlkan sem er ein út í fjósi er 100% viss um að hún sér and­lit á glugga og heyrir í rödd kveða ein­hverja vísu. Smala­dreng­ur­inn á heið­inni í þoku er 100% viss um að hann hafi rek­ist á tröll eða heyrt í úti­leg­u­mönnum kalla. Það var þessi mennska á bak við sög­urnar sem ég tengdi mest við og varð mest inn­blás­inn af og reyndi að koma til skila í lög­unum mín­um.

Snemma í ferl­inu kynnt­ist ég Þrándi Þór­ar­ins­syni list­mál­ara, sem er frændi Arnar Eld­járns og Hulla vina minna og við tengdum strax yfir sam­eig­in­legum áhuga okkar á þjóð­sög­um. Það er nefni­lega ekki margir á okkar reki sem eru búnir að lauga sig í þessu af ein­hverju viti eins og við tveir þannig að við náðum strax mik­illi teng­ingu og hann var með í ferl­inu í alveg góð tvö ár. Ég sendi reglu­lega á hann demó og pæl­ingar og hann gerði svo 10 mjög fal­legar teikn­ingar byggðar á þessum 10 lögum sem finna má á Margt býr í þokunni. Þessar teikn­ingar fylgja með vín­ylnum í stórum bæk­lingi ásamt öllum söng­text­un­um. Vín­yll­inn verður sem sagt mjög veg­legur pakki.

Hvernig gekk að vinna tón­list­ina?

Það gekk mjög vel enda var gerj­un­ar­tím­inn búinn að vera lang­ur. Lang­flest lögin voru búin að vera að velt­ast um í koll­inum á mér í 3 ár áður en við byrj­uðum að taka tón­list­ina upp. Þannig að ég vissi alveg hvað ég vildi. Ofan á það þá er þau flest byggð á gít­ar­leik mínum og söng og því frekar ein­föld í upp­töku. Guð­mundur Óskar Guð­munds­son sem er búinn að vera mín hægri hönd í allri minni tón­list sl. 6 ár pródúser­aði plöt­una og við tveir tókum hana upp í stúd­íó­inu hans úti á Granda í mörgum stuttum sessjonum á árs­tíma­bili. Það var mjög þægi­legur pró­sess því við spil­uðum á öll hljóð­færi og sungum allt inn að mestu tveir en fengum svo Örn Eld­járn til að spila á pedal-­steel gítar í nokkrum lögum í lok ferl­is­ins. Svo útsetti vinur okkar Hjörtur Ingvi Jóhanns­son parta fyrir lít­inn kór sem kryddar og stækkar nokkur lög mjög vel. Þetta var í heild­ina mjög átaka­laust og „smooth“ ferli.

Hvað kom til að þú ákvaðst að fara með útgáfu tón­listar þinnar í hóp­fjár­mögn­un?

Ég hef aldrei prófað að fara þessa leið áður og lang­aði bara til að prófa það. Hafði heyrt marga félaga mína úr tón­list­inni tala vel um þetta og lét bara vaða. Þetta er sniðug leið til þess að tryggja það að koma plöt­unni beint frá þér til þeirra sem hafa áhuga á að heyra hana og svo er sjálf fjár­öfl­un­ar­her­ferðin mjög góð leið til að kynna allt verk­efn­ið.

Snorri Helgason - Margt býr í þokunniFjár­öfl­unin gekk fárán­lega vel og við náðum lág­marks­mark­mið­inu okkar á undir tveim vikum sem er helm­ingi styttri tími en ég gerði ráð fyr­ir. Það var frá­bært að finna fyrir svona miklum stuðn­ingi og áhuga strax. Ég hafði í raun og veru enga hug­mynd um hvort að ein­hver hefði áhuga á þessu nör­da­verk­efni eða ekki. Það er ekki eins og íslensku þjóð­sög­urnar séu eitt­hvað sem sé búið að vera í deigl­unni upp á síðkast­ið. En það er nátt­úru­lega eðli þjóð­sagn­anna að lifa með þjóðum og þannig er það greini­lega með íslenska þjóð­ar­arf­inn. En það þarf að hlúa að honum og halda honum við og nýjar og ferskar hendur og hausar að vinna með hann til þess að hann falli ekki í gleymsku. Ég vona að þessi plata geti lagt eitt­hvað að mörkum í þeirri vinnu.

Fjár­öfl­unin verður í gangi til 4. des­em­ber og þar er ennþá hægt að kaupa plöt­una beint af mér og ég sendi hana svo í pósti þegar hún kemur úr fram­leiðslu. Þegar Karol­ina Fund söfn­unin er búin, 4. des. kemur platan út staf­rænt á Spoti­fy, iTu­nes og öllum þessum helstu streym­isveitum og þá verður líka hægt að kaupa plöt­una í vef­verslun minni. Svo þegar hún kemur til lands­ins verður auð­vitað hægt að nálg­ast hana í öllum helstu plötu­búð­um. En það verða ein­ungis fram­leidd 300 ein­tök af henni og nú þegar er ég búinn að ráð­stafa um 100 þannig að fólk verður að hafa hraðar hendur ef það vill tryggja sér ein­tak.

Er tón­list­ar­mark­að­ur­inn breyttur frá því að þú komst fyrst að hon­um?

Já, hann mjög mikið breyttur á þeim 10 árum sem ég hef verið starf­andi tón­list­ar­mað­ur. Ég var í Sprengju­höll­inni og við náðum í skottið á gamla tón­list­ar­brans­anum þegar við gáfum út fyrstu plöt­una okkar 2007. Þar seldum við 10.000 ein­tök eða eitt­hvað og fórum í Skíf­una og Hag­kaup í Smára­lind þar sem fólk beið í röðum til að kaupa sér geisla­diska og við að árita plötur og moka út. Þetta ger­ist aldrei í dag. Skífan er nátt­úru­lega farin á haus­inn sem og sala geisla­diska er nán­ast engin á Íslandi í dag miðað við það sem áður var. 

Vín­yl­plötu­mark­að­ur­inn er nokkuð lif­andi og skemmti­legur og auð­vitað fárán­lega mikil gróska og stemm­ing í gangi en neysla á tón­list hjá hinum almenna hlust­anda er allt önn­ur. Þetta er óneit­an­lega eitt­hvað skakkt allt saman og þetta hlítur bara að ná ein­hverri lend­ingu ein­hvern tím­ann en þetta milli­bils­á­stand sem við lifum í núna er dáldið mikið ströggl. Eina sem hægt er að gera er að halda bara áfram að búa til tón­list og taka þátt. Ef maður bakkar í vörn er þetta búið spil. Ég er nú þegar far­inn að bögg­ast í hljóm­sveit­inni minni og suða í þeim að koma að æfa upp nýtt efni sem ég á á lager og vil koma út. Þetta er bara eins og fram­sókn­ar­menn segja; Árangur áfram - ekk­ert stopp.

Verk­efnið er að finna á síðu Karol­ina Fund



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk