Unnið í skýjunum

Frumkvöðullinn Eiríkur S. Hrafnsson lifir og hrærist í síbreytilegum heimi tækninnar í skýjaþjónustu (Cloud Service). Kjarninn hitti hann á starfsstöð tæknirisans NetApp í Bellevue, í útjaðri Seattle, á dögunum.

Eiki131217
Auglýsing

Banda­ríski hug­bún­að­ar­ris­inn NetApp keypti nýverið íslenska hug­bún­að­ar­fyr­ir­tækið Greenqloud en Qstack hug­bún­að­ur­inn er helsta vara fyr­ir­tæk­is­ins. Sagan að baki þessum við­skiptum er saga mik­illar vinnu, hæfi­leika og þol­in­mæð­i. 

NetApp er skráð á markað í Banda­ríkj­un­um, en umfang kaupanna, sem var nýlega gefið upp, voru rúmir 5 millj­arðar íslenskra króna og er önnur stærsta sala í íslenskum hug­bún­að­ar­geira frá upp­hafi á eftir söl­unni á NextCode til Wuxi

Allir hlut­hafar Greenqloud og íslenska ríkið ekki síður högn­uð­ust mynd­ar­lega á kaup­un­um.

Auglýsing

Inn í sögu Greenqloud bland­ast dramat­ískar breyt­ingar á tækni og síðan rús­sí­bani sem fylgir oft hinu erf­iða ferli, þegar fyr­ir­tæki eru að slíta barnskónum og feta leið­ina inn á hið stóra svið alþjóða­við­skipta.

Grænt ský

Greenqloud var stofnað árið 2010 af Eiríki S. Hrafns­­syni og Tryggva Lárus­­syni og var fyrsta fyr­ir­tæki í heimi til þess að bjóða upp á skýja­­­þjón­­ustu sem ein­­göngu var rekin á end­­ur­nýj­an­­legri orku.

Nú, rúmum sjö árum síð­ar, er þessi grund­völlur upp­haf­legu hug­mynd­ar­innar orð­inn að leið­ar­stefi stærstu tækni­fyr­ir­tækja heims­ins. „Það er merki­legt að í dag las ég að Google ætli sér loks­ins að reka öll sín gagna­ver alfarið með end­ur­nýj­an­legri og umhverf­is­vænni orku og gera mikið úr þeirri nýju stefnu í fjöl­miðl­um. Fyrir sjö árum vorum við örfá fyr­ir­tækin í brans­anum að benda á vax­andi mengun af völdum gagna­vera og mik­il­vægi þess að þau noti end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa. Google þakk­aði Green Peace meðal ann­ars fyrir aðhald að mark­aðnum með skýrslum um umhverf­is­á­hrif gagna­vera. Við tókum þátt í að móta þær skýrslur og var okkur margoft lýst sem fyr­ir­mynd­inni á mark­aðn­um. Það sem við höfðum ekki var sama fjár­magn, sam­bönd og mann­skap sem þurfti til að breyta hegðun í iðn­að­in­um. Að því leyti þá mistókst okk­ur. Á hinn bóg­inn þá byggðum við upp flotta þjón­ustu en svo breytt­ist mark­að­ur­inn á meðan við vorum að rúlla út og reka þjón­ust­una okk­ar. Meiri áhersla varð á hybrid skýja­þjón­ustu og okkar við­skipta­vinir fóru að biðja meira og meira um beinan aðgang að hug­búnaðinum sem við bjuggum til, til að reka okkar eigið tölvu­ský og keyra hann á eigin bún­aði. Það var byrj­unin á því að við fórum að þróa pakka­vör­una Qstack sem gerir hverjum sem er kleift að setja upp eigið tölvu­ský sem getur tengst ytri tölvu­skýjum sem áður voru sam­keppn­is­að­ilar okkar eins og Amazon Web Services (AWS), Microsoft Azure og Google Cloud Plat­form (GCP). Það er þó ákveðið “kick” að sjá stóru aðil­ana átta sig loks­ins,“ segir Eirík­ur.

Tæknirisar heims­ins, eins og Apple og Face­book, eru með við­líka stefnu.

Mik­ill vöxtur

Hann er búsettur ásamt fjöl­skyldu sinni í Wood­in­vil­le, skammt frá Bellevue og Seatt­le, og hefur unnið að fram­gangi Greenqloud síð­ustu ár það­an. 

Eiríkur segir að hjartað í skýja­þjón­ustum (Cloud Services) sé á þessu svæði, en meðal fyr­ir­tækja sem hér hafa höf­uð­stöðvar eru Amazon og Microsoft, auk þess sem Alp­habet (Goog­le) er með stóra starfs­stöð í nágrenn­inu. Á svæð­inu vinna um 44 þús­und starfs­menn hjá Microsoft og 35 þús­und hjá Amazon, svo eitt­hvað sé nefnt.

Vöxtur þess­ara fyr­ir­tækja á síð­ustu árum hefur haft mikil áhrif á svæðið og laðað til sín mörg nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki og frum­kvöðla. Ekki sér fyrir end­ann á þeirri þró­un.



Mikið vatn runnið til sjávar

Við sett­umst niður í glæsi­legri starfs­að­stöðu NetApp í Bellevue, í útjaðri Seatt­le, þar sem grósku­mikið atvinnu­líf hefur byggst upp á und­an­förnum árum og ára­tug­um.

Þar eru ekki síst nýsköp­un­ar- og tækni­fyr­ir­tæki með starfs­að­stöðu, en einnig fjár­mála­fyr­ir­tæki og mikið um skrif­stofu­hús­næði. Microsoft er áber­andi á svæð­inu, enda fyr­ir­tækið með höf­uð­stöðvar í Red­mond, sem er í nágrenni við Bellevue.

Eins og áður var nefnt keypti NetApp, sem telst til risa í hug­bún­að­ar­geir­an­um, Greenqloud. NetApp er nú metið á 15,3 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 1.700 millj­örðum króna. Það er upp­hæð sem nemur tæp­lega tvö­földu virði íslenska hluta­bréfa­mark­að­ar­ins.

Starfs­menn voru tæp­lega 11 þús­und í lok árs í fyrra, en hefur fjölgað umtals­vert síð­an. Starfs­menn á Íslandi eru rúm­lega 40 og hefur fyr­ir­tækið verið að aug­lýsa eftir starfs­fólki að und­an­förnu. Aðal­­­eig­endur fyr­ir­tæk­is­ins voru fyrir kaupin meðal ann­­ars Kjölur fjár­­­fest­ing­ar­­fé­lag, Nýsköp­un­­­ar­­­sjóður Atvinnu­lífss­ins og Omega ásamt smærri fjár­­­­­fest­u­m, ­stofn­endum og starfs­­­fólki.

Traustið og inn­koma Jónsa

Eiríkur segir að þegar hugsað sé til baka, þá sé það traustið frá hlut­höf­unum sem hafi skipt einna mestu máli. „Þegar upp er staðið er það traust frá fjár­festum sem hefur skipt okkur öllu máli. Á svona veg­ferð eru ótal hindr­anir sem þarf að yfir­stíga, og það var svo sann­ar­lega þannig í okkar til­viki. En til­trú fjár­fest­ana er það sem ýtir okkur í þann far­veg að fara í útrás, sem að lokum leiddi til sam­starfs við NetApp.“ segir Eirík­ur.

Jón Þ. Stefánsson, framkvæmdastjóri. Eiríkur segir innkomu hans hjá Greenqloud hafa skipt sköpum fyrir verkefnið og stækkunina, sem lokum leiddi til þess að NetApp keypti fyrirtækið.

Í aðdrag­anda þess að Greenqloud komst á rad­ar­inn hjá stóru tækni­fyr­ir­tækj­unum - og NetApp þar á meðal - þurfti að eyða miklu púðri í mark­aðs- og sölu­starf. Margra ára vinna við að bæta tækni fyr­ir­tæk­is­ins, hug­búnað og þjón­ustu, fólst ekki síst í því að starfa náið með fyr­ir­tækjum sem voru við­skipta­vinir fyr­ir­tæk­is­ins. Eiríkur nefnir meðal ann­ars að sam­starf við Decode, NextCODE, Advania, CCP, svo ein­hver séu nefnd, hafi gert Greenqloud mögu­legt að fram­þróa starf­sem­ina á heima­mark­aði við ólíkar aðstæður og lausn­ir. „Þetta sam­starf skipti miklu máli fyrir okk­ur. Það skiptir aug­ljós­lega miklu máli að vera með trausta við­skipta­vini og sam­starfs­að­ila þegar hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæki eru að fram­þróa vörur og þjón­ustu auk þess sem hver sala, sér­stak­lega þær sem má tala um, hefur dom­ino áhrif - startup brans­inn er ótta­legt ‘catch-22’ þangað til þú ert búinn að afla þér trausts,“ segir Eirík­ur. Eftir því sem tím­inn leið, ráð­stefnu­ferðum fjölg­aði og meiri reynsla komst á sölu- og mark­aðs­starf, þá opn­uð­ust fleiri dyr.

Að sögn Eiríks urðu svo vatna­skil í sögu Greenqloud þegar Jón Þor­grímur Stef­áns­son, oft­ast kall­aður Jónsi, tók við sem for­stjóri í mars 2014 en hann hafði mikla reynslu af því að stjórna teymi hjá Opera Software í Nor­egi í gegnum gríð­ar­legan vöxt á heims­vísu sem kom sér vel fyrir Greenqloud. Þá færð­ist áhersla fyr­ir­tæk­is­ins alfarið yfir á þróun Qstack hug­bún­að­ar­ins. „Með þess­ari áherslu­breyt­ingu færð­ist okkar „fók­us“ á það sem skipti við­skipta­vini okkar mestu máli ásamt því að fá fjár­fest­ana til að takast á við stórar breyt­ingar á fyr­ir­tæk­inu sem fylgdu. Við lögðum niður tölvu­skýið “Greenqloud” stuttu síð­ar, buðum við­skipta­vinum að færa sig á ein­faldan hátt í tölvu­ský Advania (byggt á Qstack og íslenskum gagna­verum) og urðum alfarið að hug­bún­ar­fyr­ir­tæki í stað hug­bún­aðar og hýs­ing­ar­fyr­ir­tæk­is. Þjón­usta við við­skipta­vini varð betri og vöru­þró­unin líka. Þetta myndi kall­ast “pi­vot” á startup máli sem er eitt­hvað sem góð fyr­ir­tæki gera þegar mark­að­ur­inn breyt­ist.

Áður en við urðum hluti af NetApp voru aðrir aðilar sem vildu kaupa okk­ur, og því fylgir mik­ill rús­sí­bani, eins og geng­ur. En það sem skipti máli var að okkur tókst að halda fókus og vinna áfram þétt með okkar við­skipta­vinum og halda áfram að finna upp og aðlaga að nýrri tækni sem var það sem þurfti til að ná lengra með okkar vöru.“

Þetta leiddi að lokum til sam­tala við rétta fólk­ið, á réttum tíma.

Litlu mun­aði þó að ekk­ert yrði af frekara sam­starfi við NetApp. Eftir sex mán­aða sam­starf við NetApp 2015-2016 var næstum öllum sagt upp hjá NetApp sem höfðu verið í sam­skiptum við Greenqloud, og var vinna með Qstack hug­bún­að­inn sett á ís. Þetta setti ferlið á byrj­un­ar­reit aft­ur, ef svo má segja. „Við vorum öll að vinna í því að efla okkar sölu­net og sam­band við fólk sem skipti máli. Það er eitt af því sem maður hefur lært af þessu ferli; stans­laus vinna við að efla teng­ingar og viða að sér reynslu sem gæti nýst við að selja í fram­tíð­inni er það sem skiptir alveg óskap­lega miklu máli. “

„Þetta var stolt stund í skugga hræðilegs atburðar. Fréttastofur allstaðar að voru enn verið að hringja í okkur Íslendingana sem urðum vitni af skotárásinni á Mandalay Bay þegar Qstack var kynnt sem nýjasta vara NetApp með nýtt nafn (NetApp Cloud Orchestrator) fyrir framan mörg þúsund manns á Insight ráðstefnunni í Las Vegas. Það var súrrealiskt að sitja í salnum og horfa á yfirmenn frá Microsoft og NetApp ræða vöruna okkar og nýja sameiginlega þjónustu sem uppskar mikið lófaklapp. Hlutabréf NetApp hækkuðu í kjölfarið sem er gaman að ímynda sér að hafi að einhverju leyti verið GreenQloud teyminu að þakka.”

En nýtt teymi sann­færð­ist um að Qstack hug­bún­að­ur­inn væri það sem NetApp þyrfti. „Við vorum búin að sýna fram á að það að hug­bún­að­ur­inn hent­aði einkakúnnum jafnt og hýs­ing­ar­að­ilum auk þess hversu hratt og vel við gátum aðlag­ast nýj­ustu tækn­i,“ segir Eirík­ur, og leggur áherslu á að í þessum sam­tölum hafi skipt miklu máli að þekkja tækn­ina afar vel - helst betur en allir aðrir - og geta þannig fundið lausn­irnar á vanda­mál­unum sem við­skipta­vinir eru að glíma við.

Þró­unin sé sú í þessum anga hug­bún­að­ar- og tækni­geirans, að hinir stóru séu sífellt að verða stærri, og því skipti afar miklu máli að vera með hug­búnað sem þoli að þjón­usta marga vel, og búi yfir þeim sveigj­an­leika sem þarfir við­skipta­vina kalla fram. „Við fengum séns á að sanna okkur á fárán­lega stuttum tíma og gerðum það - enda með sterkt teymi og vöru sem slíp­að­ist til með alvöru kúnn­um.“

Þannig hafi það einnig verið raunin með einn stærsta við­skipta­vin­inn, UBS bank­ann, sem hafi ein­fald­lega fundið þá lausn í Qstack hug­bún­að­inum og teym­inu sem skipti máli fyrir fyr­ir­tæk­ið. 

Þörf á miklu átaki í sölu- og mark­aðs­starfi

Eftir sjö ára upp­bygg­ingu og þrot­lausa vinnu hefur Greenqloud fundið nýtt hlut­verk með Qstack hug­bún­að­inum innan NetApp, og seg­ist Eiríkur bjart­sýnn á fram­hald­ið. Nýlega - á ráð­stefnu í Las Vegas sem fjallað er um hér í mynd­texta - hafi verið sýnt á spilin í sam­starfi NetApp og Microsoft. „Þetta er afar stór áfangi fyrir okkur og sýnir hvað NetApp var mikil alvara með kaup­un­um,“ segir Eirík­ur.

En hvað er það sem helst vantar þegar kemur að íslenska nýsköp­un­ar­um­hverf­inu?

Eiríkur segir að stuðn­ingur og fjár­fest­ing í sprotum megi í raun alltaf vera meiri. Það hafi t.d. sýnt sig að fjár­fest­ingar Tækni­þró­un­ar­sjóðs og Nýsköp­un­ar­sjóðs atvinnu­lífs­ins í hinum ýmsu verk­efnum hafi borgað sig marg­falt. Saga Greenqloud sé gott dæmi um það en báðir sjóðir lögðu til fjár­magn snemma í ferli Greenqloud auk þess sem Greenqloud þáði end­ur­greiðslur af þró­un­ar­starfi félags­ins sem ásamt söl­unni og ára­langri starf­semi hafa nú skapað rík­inu millj­arða í tekj­ur. „En þegar kemur að sölu- og mark­aðs­málum þá erum við langt á eftir flestum öðrum,“ segir Eirík­ur. „Þá á ég við í stuðn­ingi við þau mál ein­fald­lega vegna þess að við búum á eyju og höfum ekki margra ára­tuga reynslu af alþjóð­legum sölu­málum eins og fólk í öðrum löndum eða fjár­magnið í litlum sprota­fyr­ir­tækjum til að „yf­ir­stíga haf­ið“ eins og þarf að gera ,“ segir Eirík­ur.



Hann segir nauð­syn­legt að stór­efla fjár­fest­inga­sjóði hins opin­bera og ann­arra þeirra sem styðja við sprota og frum­kvöðla­starf­semi, í sölu- og mark­aðs­starfi ekki síður en við tækni­þró­un.

Fundarherbergin í starfsstöð NetApp í Belleveu heita eftir hljómsveitarnöfnum frá Seattle. Viðtalið var tekið í Soundgarden herberginu.Vel megi hugsa sér að setja upp sér­stakan sjóð, svip­aðan og Tækni­þró­un­ar­sjóð, sem ein­blínir meira á þennan hluta starf­sem­inn­ar. „Þetta skiptir það miklu máli að ég tel að það þurfi að fjár­festa miklu meira í þessu, og þá sam­hliða fjár­fest­ingum í sprota­starf­sem­inni sjálfri. Impra á vegum Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands er með inn­við­ina að ég tel til að sinna úthlutun á slíkum sjóði nú þeg­ar. En styrkir Impru til mark­aðs­mála sprota­fyr­ir­tækja eru ekki einusinni dropi í haf­ið. Það er grát­legt því hugs­unin þar er rétt. Þetta er í raun hluti af henni og til að byggja upp þekk­ingu þá þarf að vera lang­tíma­hugsun að baki stuðn­ingnum í upp­hafi,“ segir Eirík­ur.

Þá nefnir hann einnig að Ísland geti ekki verið eyland þegar komi að alþjóð­legum hluta við­skipta­lífs­ins. „Ég lít svo á að það sé nauð­syn­legt að íslensk hug­bún­að­ar- og sprota­fyr­ir­tæki búi við reglu­verk sem sé fyrir hendi á alþjóð­legum mörk­uð­um, eins og í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu. Ég get nefnt kaup­rétt­ar­kerfi sem tíðkast í hug­bún­að­ar­geir­anum í því sam­hengi, og hvernig hvatar til að gera betur og ná lengra eru útfærð­ir. Við erum ekki að huga nægi­lega vel að þessu á Íslandi. Kaup­rétt­ar­samn­ingar eru ekki bara fyrir útrás­ar­vík­inga - venju­legt fólk leggur allt sitt að veði til að hjálpa sprota­fyr­ir­tæk­inu sínu að ná árangri og sættir sig við lægri kjör með von um ágóða að lok­um. Þetta gerir sprota­fyr­ir­tækjum kleift að keppa um besta fólkið við stóru fyr­ir­tæk­in. Í dag er fólki refsað fyrir kaup­rétt­inn sinn í formi tekju­skatts í stað fjár­magnstekju­skatts. Þessu væri ein­falt að breyta og það er mik­il­vægt að lög­gjaf­inn átti sig á því að við erum að kepp­ast um starfs­fólk á alþjóð­legum grund­velli.

Margt gott hefur þó verið gert fyrir sprota á Íslandi eins og end­ur­greiðslur vegna þró­un­ar­kostn­að­ar. Það kerfi er lík­lega stór ástæða fyrir því að ekki fleiri sprotar hafa flutt starf­semi sína til ann­arra landa sem bjóða upp á svip­aðar en hærri end­ur­greiðsl­ur. Við viljum auð­vitað öll geta sinnt okkar drauma­verk­efnum á Ísland­i.“

Við­talið birt­ist einnig í Mann­lífi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal