Ekki einungis læknar í Læknar án landamæra

Eins og nafnið gefur til kynna einsetja samtökin MSF, eða Læknar án landamæra, sér að sinna sjúklingum hvaðanæva úr heiminum, burtséð frá trúariðkun, þjóðerni eða kynþætti. Samtökin leita nú að fólki á Íslandi til að taka þátt í starfi þeirra.

Trygve Thorson
Trygve Thorson
Auglýsing

Trygve Thor­son, starfs­maður hjá mann­rétt­inda­sam­tök­unum Læknar án landamæra, hefur unnið hjá þeim í um fjögur ár og var staddur á Lækna­dögum í vik­unni til að kynna starf­sem­ina. 

Kjarn­inn ræddi við Trygve um sam­tök­in, hver til­gangur þeirra sé og hvernig hægt sé að leggja sitt lóð á vog­ar­skál­arn­ar. Hann er stjórn­mála­fræð­ingur að mennt með áherslu á mann­rétt­indi og hefur sjálfur sinnt verk­efnum um heim allan á vegum sam­tak­anna. Hann segir starfið krefj­andi og erfitt en um leið gef­andi.

Læknar án landamæra hafa verið starf­andi frá árinu 1971 og hafa sam­tökin hjálpað fólki hvaðanæva úr heim­inum á þessum tíma, í mörgum heims­álfum við ýmsar aðstæð­ur. Þetta eru alþjóð­leg sam­tök og með þeim stærstu á sínu svið­i. 

Auglýsing

Læknar og blaða­menn tóku höndum saman

Franskir læknar stofn­uðu sam­tökin í sam­starfi við blaða­menn þar í landi og er til­gangur Lækna án landamæra ann­ars vegar að hjálpa fólki og hjúkra og hins vegar að vekja athygli á því ástandi sem ríkir á þeim svæðum sem þau sinna.

Sam­tökin ein­blína á svæði þar sem neyð­ar­á­stand ríkir og þar sem heilsu­gæslu er þörf. Þau bjóða fram þjón­ustu til þeirra sem þurfa á að halda, til að mynda íbúa í stríðs­hrjáðu landi eða á ham­fara­svæð­um. Eða á stöðum þar sem sér­stakar aðstæður eru, þar sem stjórn­völd á staðnum ráða ekki við aðstæð­ur.

Í sumum löndum sinna sam­tökin stórum verk­efnum þar sem áherslan er á HIV eða alnæmi. Eða á fleiri sjúk­dóma sem eru erf­iðir við­fangs eða jafn­vel far­aldra ýmiss kon­ar, kól­eru, misl­inga eða eitt­hvað slíkt. Þetta eru sér­stök heil­brigð­is­vanda­mál en aðal­starf lækn­anna verður til vegna mann­anna verka á borð við átök eða stríð. Jafn­framt er brugð­ist við nátt­úru­ham­förum eins og flóðum eða hvirf­il­bylj­um.

Þurfa fólk með ólíka reynslu og menntun

Fjöldi fólks vinnur hjá Læknum án landamæra víðs vegar að úr heim­in­um. Sam­kvæmt tölum frá árinu 2016 starfar fólk frá rúm­lega 70 löndum hjá sam­tök­unum sem vinna að yfir 460 verk­efn­um. Um 40.000 manns vinnur hjá sam­tök­unum og um 3200 manns yfir­gefur heima­land sitt til að hjálpa fólki í neyð út um allan heim. Flestir starfa þó í heima­landi sínu.

Læknir hjálpar sjúklingi í Sýrlandi Mynd: MSF

Trygve segir að ákveð­ins mis­skiln­ings gæti varð­andi sam­tökin og að margir haldi að lækn­is­menntað fólk vinni ein­ungis fyrir þau. Sú sé ekki raunin því um 50 pró­sent þeirra sem vinna þar eru með aðra reynslu eða mennt­un. „Til þess að koma öllum verk­efnum á kopp­inn þá þarftu margs konar fólk til að vinna að þeim. Sum verk­efnin eru á afskekktum stöðum og þá þarf stundum að flytja inn allt sem við þurf­um. Við þurfum allt frá hönskum til lyfja og grein­ing­ar­tækja. Og við þurfum far­ar­tæki til að flytja allt sem við þurfum þang­að,“ segir Tryg­ve. 

Þannig þurfi einnig að útbúa orku­línur svo hægt sé að nota raf­magn á spít­ölum þeirra á sumum stöðum og þess vegna þurfi hóp­ur­inn að vera fjöl­breyttur sem vinnur hjá sam­tök­un­um, allt frá verk­fræð­ingum til bók­hald­ara og stjórn­enda. „En þú getur komið í sam­tökin sama hver bak­grunnur þinn er,“ bætir hann við.

Einnig mik­il­vægt að fræða fólk

Trygve segir að þau vilji helst ekki gera upp á milli verk­efna sinna, þau séu öll mik­il­væg en nú séu þó gríðarlega stór verk­efni í Suð­ur­-Súdan og Jemen. Þar er ástandið alls ekki gott og þörf heima­manna fyrir aðstoð mik­il. Hann var sjálfur í Jemen fyrir ári síðan þar sem hann lýsir aðstæðum sem hrylli­leg­um. Einnig hafi aðstæður Róhingja í Bangla­desh farið hríð­versn­andi eins og fram hefur komið í fréttum síð­ast­liðið ár. Þá sé og mikil neyð í Sýr­landi og Írak eftir stríð síð­ustu ára og ára­tuga.

Við vonum að þegar fólk geri sér grein fyrir þeim sárs­auka sem sjúk­lingar okkar þurfa að ganga í gegnum þá muni það leiða af sér breyt­ing­ar.

Trygve segir að ekki sé síður mik­il­vægt mark­mið sam­tak­anna að fræða fólk um ástandið í heim­inum og tala um hluti sem færri vita um. „Þegar MSF var stofnað voru ekki mörg sam­tök að gera það; að vekja athygli á þeim aðstæðum sem þau vinna við,“ segir hann. Með því að fræða fólk sé hægt að þrýsta á stjórn­völd í land­inu til að bregð­ast við og jafn­vel alþjóða­sam­fé­lag­ið. 

„Við vonum að þegar fólk geri sér grein fyrir þeim sárs­auka sem sjúk­lingar okkar þurfa að ganga í gegnum þá muni það leiða af sér breyt­ing­ar. Það er þó auð­vitað ekki eins auð­velt og það hljóm­ar,“ segir hann.

Allur mannauður mik­il­vægur

Til þess að ganga til liðs við sam­tökin er hægt að sækja um starf á vef­síðu þeirra. Trygve segir að mannauður sé mjög mik­il­vægur fyrir Lækna án landamæra og þess vegna þurfi þau alltaf nýtt fólk með metnað fyrir slíku starfi. Þau þurfi sér­fræð­inga á sviði lækna­vís­inda en einnig fólk sem til­búið er að hjálpa til. Mik­il­væg­ast sé að fá fólk með áhuga á þessum mál­efnum og sem er drifið til að hjálpa til í erf­iðum aðstæð­um.

Vinnan er oft langt að heiman og getur hún verið mjög krefj­andi, að sögn Tryg­ve. Aðstæður geta þannig verið erf­iðar en hann segir að starfið geti aftur á móti verið mjög gef­andi. „Maður vex í starfi og lærir mik­ið,“ segir hann og bætir við að í starf­inu hafi hann kynnst fjölda fólks náið og ferð­ast til landa sem hann bjóst aldrei við að fara til á ævinni.

Trygve Thorson - MSF Mynd: Bára Huld Beck

Erfitt að snúa til baka

Áskor­unin fyrir starfs­menn Lækna án landamæra liggur ekki síst í því að snúa aftur til heima­hag­anna. Trygve segir að erfitt geti reynst að koma til baka frá sumum þeirra staða sem starfs­menn­irnir fara. Margt stingi í stúf og geti það ollið ákveðnu menn­ing­ar­á­falli. Stundum taki því svo­lít­inn tíma að koma sér aftur inn í aðstæður í heima­land­inu eftir verk­efni.

„Við viljum að fólk fari í fleiri en eitt verk­efni. Við þurfum einnig fólk með reynslu til að vinna fyrir okkur og með okk­ur,“ segir hann. Einnig sé mik­il­vægt að taka sér hlé á milli verk­efni til að tengj­ast aftur fjöl­skyldu og vin­um.

Hann bætir því við að aldrei sé fólk sent í svo erf­iðar eða hættu­legar aðstæður að því stafi hætta af. Alltaf sé fólk kallað heim ef grunur liggur á að um lífs­hættu­legar kring­um­stæður sé að ræða.

Sam­tökin þurfa að vera óháð

„Við trúum því að hver ein­asta mann­eskja í heim­inum eigi rétt á heil­brigð­is­þjón­ust­u,“ segir Tryg­ve. Ekki skipti máli hvort hún sé her­maður eða almennur borg­ari, frá hvaða þjóð eða hvers trú­ar. Stjórn­málin skipti ekki máli eða efna­hagur fólks.

Fólk eins og þú og ég gefa pen­inga í sam­tökin og árið 2016 fengum við 6,1 milljón manns um heim allan til að láta af hendi fjár­fram­lög.

Til þess að vera hlut­laus þá þurfa sam­tökin að vera sjálf­stæð, segir hann. Með því á Trygve við að þau þurfi að vera ópóli­tísk og óháð trú, pen­inga­öflum og valda­fólki sem gæti haft áhrif á starf­semi þeirra. Þess vegna koma 95 pró­sent af tekjum þeirra frá ein­stak­lingum sem gefa pen­inga í sam­tökin en ekki frá fyr­ir­tækjum eða stjórn­völdum ein­stakra ríkja. „Fólk eins og þú og ég gefa pen­inga í sam­tökin og árið 2016 fengum við 6,1 milljón manns um heim allan til að láta af hendi fjár­fram­lög,“ segir Tryg­ve. Það skipti sköp­um.

Sam­tökin verða með kynn­ing­ar­fund á Kex hosteli við Skúla­götu þann 24. jan­úar næst­kom­andi kl. 20 til 21:30. Fyrsti fund­ur­inn var þann 17. jan­úar og fór mæt­ingin fram út vænt­ing­um, að sögn skipu­leggj­enda. Þau leita nú að fjöl­breyttum hópi fólks, fólki með ólíkan bak­grunn og starfs­reynslu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk