Eru ilmkjarnaolíur að hafa áhrif á hormónabúskap okkar?

Er notkun ilmkjarnaolíu möguleg án aukaverkana? Er jákvæð ímynd þeirra fyrst og fremst afleiðing af snjallri markaðssetningu?

ilmolíur
Auglýsing

Lavander og tea tree olía eru vinsælar olíur sem gefa góða lykt og eru því notaðar í ýmsar vöru sem viðkoma persónulegum hreinlæti. Oft er þá notast við svokallaðar ilmkjarnaolíur sem hafa með snjallri markaðssetningu fengið jákvæða ímynd og því er fólk óhrætt við að nota þær á ýmsa vegu. Ný rannsókn bendir hins vegar til þess að slík notkun sé mögulega ekki án aukaverkana.

Rannsóknarhópur frá Chicago kynnti rannsóknir sínar á árlegri ráðstefnu Endocrine Society um miðjan síðastliðinn mánuð. Þar kom fram að efni sem finnast í lavander og tea tree olíum geta raskað jafnvægi kynhormónanna estrógen og andrógen.

Estrógen er samheiti yfir hormón sem oft eru tengd við þroskun kvenlegra eiginleika, eins og t.d. brjósta. Meðan andrógen er yfirheiti yfir hormón sem koma aðallega við sögu þegar karlkyns eiginleikar koma í ljós.

Auglýsing

Til að skoða hvort efnin sem finnast í olíunum hafi áhrif á hormónajafnvægi þeirra einstaklinga sem nota olíurnar voru átta efni skoðuð sérstaklega í frumuræktunum. Þessi átta efni sem tekin voru fyrir heita: eucalyptol4-terpineoldipentene/limonene og alpha-terpineol, sem koma bæði fyrir í lavander og tea tree olíu, auk linalyl acetatelinaloolalpha-terpinene og gamma-terpinene sem finnst einungis í annarri hvorri. Öll átta efnin höfðu að einhver áhrif á tjáningu gena sem tengjast estrógen eða andrógen búskap frumnanna.

Þessar niðurstöður eru áhyggjuefni þar sem margar ilmkjarnaolíur sem mögulega innihalda sömu efni eru á markaði. Þessi markaður er undir litlu eða engu eftirliti. Þrátt fyrir það er ekki endilega hægt að fullyrða um að notkun þeirra sé alltaf fullkomlega skaðlaus, sérstaklega ekki meðan engin innihaldslýsing liggur fyrir.

Samkvæmt þessu er því ástæða til að fara varlega við notkun efna sem ekki hafa verið rannsökuð til hlítar, sérstaklega þegar börn eða unglingar eiga í hlut. Þau eru sérstaklega viðkvæm fyrir röskun á boðefnum sem hafa áhrif á þann þroska sem mun brátt eða er að eiga sér stað.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk