Þess vegna þreytast börn ekki við leik

Mikil orka barna á sér lífeðlisfræðilegar skýringar.

Stúlka
Auglýsing

Líklega hafa flestir sem umgangast börn upplifað það að vera alveg að gefast upp á orku barnanna þegar kemur að því að leika. Einhvern veginn virðast krakkar geta farið fimm þúsund sinnum í rennibrautina í sundlaugunum án þess að finna til þreytu eða þeirri heita-potts-löngun sem drífur fullorðna fólkið í sund.

Þessi óþrjótandi orka er víst ekki bara ímyndum þreyttra foreldra heldur bendir ný rannsókn til þess að lífeðlisfræði barna sé um margt betri (skilvirkari) en lífeðlisfræði fullorðinna, jafnvel afburða íþróttamanna. Rannsóknin miðaði einmitt að því að skoða fyrrnefnt fyrirbæri um óþreytandi börn í leik með því að bera saman þrjá hópa í mikilli hreyfingu.

Fyrsti hópurinn samanstóð af 8-12 ára drengjum, sem ekki æfðu neinar íþróttir að staðaldri. Hinir tveir hóparnir voru fullorðnir (19-27 ára) karlkyns þátttakakendur sem annars vegar voru í mjög góðu líkamlegu formi og hins vegar, eins og drengirnir, stunduðu enga líkamsrækt. Þessir þrír sjálfboðaliðahópar voru allir látnir hreyfa sig af krafti á meðan fylgst var með ýmsum líkamlegum þáttum.

Auglýsing

Þeir þættir sem voru skoðaðir til að meta líkamlegt ástand þátttakenda voru hjartsláttur, súrefnisupptaka og losun þess sem kallað er mjólkursýra og myndast við loftfirrð efnaskipti. Í öllum tilfellum komu mælingar drengjanna betur út en mælingar fullorðnu hópanna, hvort sem borið var saman við þann hóp sem stundaði mikla hreyfingu eða enga.

Þessi rannsókn sýnir í fyrsta lagi að við sem fullorðin erum getum hætt að láta okkur líða illa yfir því að halda ekki í við börnin okkar. Þau eru með líkamlegt forskot á okkur sem engin leið er að keppa við. Í öðru lagi sést hér að líkamar okkar breytast á kynþroskaskeiðinu á þann veg að efnaskipti okkar taka stakkaskiptum. Þannig undirstrika þessar niðurstöður hið gamla góða að hreyfing er ekki bara holl og góð heldur nauðsynleg, sérstaklega fyrir fullorðið fólk.

Vonandi verður áframhald á þessari rannsókn þar sem hægt verður að meta hvaða ferlar það eru sem viðhalda þessari lífeðlisfræði í börnum. Mögulega er hægt að nýta slíkar upplýsingar til að draga úr líkum á lífstílstengdum sjúkdómum eins og sykursýki týpu tvö eða hjarta- og æðasjúkdómum. Það verður spennandi að fylgjast með.

Þessi frétt birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk