Karolina Fund: Þegar Hermann kom í heiminn

Karolina Fund-verkefni vikunnar er þýðing á barnabók um bið eftir litlu systkini og það magnaða ferli sem meðganga og fæðing er.

Þegar Hermann kom í heiminn
Þegar Hermann kom í heiminn
Auglýsing

Dagný Erla Vilbergsdóttir hefur þýtt bráðskemmtilega og fræðandi barnabók um bið eftir litlu systkini og það magnaða ferli sem meðganga og fæðing er. Bókin heitir á frummálinu Da Knud kom ud og er eftir danska höfunda, annars vegar faðir drengsins sem fæðist í bókinni, Jesper Manniche, og hins vegar heimafæðingarljósmóðurina sem tók á móti drengnum, Susanne Warming og ber hún vott af húmor og léttleika Dana. 

Bókin segir frá fjögurra ára stóru systur sem bíður eftir fæðingu litla bróður en það er litli bróðirinn sjálfur, Hermann, sem segir söguna. Hún segir um leið frá undirbúningi fjölskyldunnar saman og er full af góðum umræðuefnum og hugmyndum að viðfangsefnum á meðgöngu meðan beðið er eftir systkininu. Bókin er falleg saga og einstakur undirbúningur fyrir eðlilegt fæðingarferli bæði fyrir börnin og foreldrana sjálfa.

Auglýsing

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

Dagný Erla Vilbergsdóttir Mynd: AðsendÉg rakst á þessa bók fyrir ári síðan úti í Danmörku þegar ég var á námskeiði þar fyrir doulur varðandi kennslu í fæðingarundirbúningi og varð alveg heilluð af þessari dásamlegu bók, boðskap hennar og hversu skemmtilega hún er skrifuð. 

Það sem heillaði mig líka hvað mest var ekki bara hversu skemmtileg og fræðandi hún er fyrir verðandi systkini heldur líka hversu frábærum upplýsingum hún kemur líka til skila til verðandi foreldra um fæðinguna og hvað það er sem skiptir máli í fæðingunni sjálfri svo hún geti gengið sem eðlilegast fyrir sig. 

Það var í rauninni það sem gerði það að verkum að mig langaði til að ráðast í að gera hana aðgengilegri fyrir íslensk börn og foreldra.

Segðu okkur frá þema verkefnisins.

Bókin er skrifuð um heimafæðingu og hugsuð sem efni til að undirbúa börn sem fá að upplifa fæðingu og er því opin og einlæg umræða í bókinni og mikill fróðleikur um líkamann en fyndinn leikur að orðum einkennir hana jafnframt. 

Þegar Hermann kom í heiminn Mynd: Karolina FundBók sem þessi er einsdæmi hér á landi varðandi efni til að undirbúa systkini fyrir heimafæðingu en þar sem fæðingarferlið er hið sama burtséð frá fæðingarstað er hún gott innlegg í umræður hjá fjölskyldum sem eiga von á barni hver sem fyrirhugaður fæðingarstaður er. Bókin er gott innlegg í það að börn alist upp við góðar og heilbrigðar fæðingarsögur strax í barnæsku sem verðandi foreldrar framtíðarinnar. Ekki veitir af mótvægi gegn þeim skilaboðum sem borist hafa úr heimi bíómyndanna undanfarna áratugi sem hafa því miður oftast verið á þann veg að ýta undir hræðslu við fæðingar.

Bókina má lesa fyrir börn á öllum aldri og þau munu skilja hana hvert á sinn hátt út frá þeirra þroska. Þetta er í raun bók sem á erindi við alla og flest börn hafa gaman af að lesa um eða heyra sögu um hvernig þau komu í heiminn. Bókin er sérlega skemmtilega myndskreytt og heillar unga lesendur sem aldna.

Hér má sjá og styrkja verkefnið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk