Með næma frásagnargáfu að vopni í Rússlandi

Skapti Hallgrímsson blaðamaður hefur sent frá sér fallega og skemmtilega bók um þátttöku Íslands á HM í Rússlandi í sumar.

Íslenska landsliðið í fótbolta á HM 2018 - Leikurinn við Argentínu
Auglýsing

Það var mikil spenna á okkar heim­ili, í Kirkland, í útjaðri Seatt­le, þegar Ísland mætti Argent­ínu í Moskvu á HM í Rúss­landi í sum­ar. Vinir komu í heim­sókn.

Steve og Jenni­fer, sem alin eru upp í Winsconsin og St. Louis í Mis­so­uri og ekki sér­lega mikið fyrir „soccer“, voru í bláum treyjum að styðja litla Ísland gegn stjörnum prýddu liði Argent­ínu. Hen­ry, sex ára sonur þeirra og vinur Hall­dórs Elí jafn­aldra síns og sonar okk­ar, þótt­ist vera Messi en Hall­dór var Jóhann Berg. Það er hans mað­ur.

Og hann ver

Við trúðum ekki eigin augum þegar Hannes Þór Hall­dórs­son varði vítið frá Messi og Steve við­ur­kenndi, með herkj­um, að þetta væri skemmti­leg íþrótt. HÚH!

Auglýsing

Einn af stærstu atburðum íslenskrar íþrótta­sögu voru þessi augna­blik í Rúss­landi.

Þegar Ísland mætti með lands­liðið í úrslita­keppni HM, fámennsta þjóðin í sög­unni, og náði að sýna að smæðin og fámennið segir lítið um styrk liðs­heild­ar­inn­ar.

Millj­ónir manna um allan heim horfðu svona til Íslands og íslenska lands­liðs­ins á HM. Þetta var ösku­busku­æv­in­týri á vissan hátt (Banda­ríkja­mönnum leidd­ist ekki að minn­ast á það, svo því sé til haga hald­ið. Hollywood hefur vænt­an­lega fylgst grannt með­). 

Fært í texta og myndir

Aron Einar Gunnarsson, Þórsari, er á forsíðu bókarinnar. Messi komst lítt áleiðis gegn Íslendingum í Rússlandi.Eins og með öll ævin­týri - hvort sem er í raun­heimum eða skáld­skap - þá verða þau fyrst til þegar búið er að segja frá þeim, helst með myndum og texta.

Það var mikil blessun fyrir okkur Íslend­inga að reynslu­bolt­inn í stétt blaða­mennskunn­ar, Skapti Hall­gríms­son, hafi verið í Rúss­landi þegar HM stóð yfir. Hann skrá­setti þennan stór­við­burð í íslensku íþrótta­lífi og hefur gefið út bók­ina Ævin­týri í aust­ur­vegi.

Skapti hefur verið að sem blaða­maður í um 40 ár, og þar til nýlega fengu les­endur Morg­un­blaðs­ins að njóta snilli hans og næmni. Skapti er fram­úr­skar­andi sögu­maður og hefur auga blaða­manns­ins, þegar hann tekur mynd­ir.

Þetta er sjald­gæfur eig­in­leiki.

Hann er yfir­leitt jákvæður í sinni frá­sögn, sem er eitt­hvað sem hefur alltaf fylgt hans blaða­mennsku, eins og hún horfir við mér. Fag­maður fram í fing­ur­góma.

En það er þessi næmni fyrir hinu mann­lega, þar sem Skapti skorar sín fal­leg­ustu mörk í frá­sögn­inni, svo ein­föld lík­ing sé notuð af fót­bolta­vell­in­um. 

Fjöl­skyldu­mót í Rúss­landi

Þátt­taka Íslands á HM í Rúss­landi var stór­merki­leg og þó frá­sagnir af kapp­leikj­unum séu í fyr­ir­rúmi í þess­ari skemmti­legu og vel skrif­uðu bók, þá er magnað að sjá það vel skrá­sett hversu mik­ill menn­ing­ar­við­burður þetta var í raun.

Þús­undir Íslend­inga á sama tíma í Rúss­landi. Það eitt er merki­legt og sögu­sviðið sömu­leið­is. Myndir af fögn­uði, þreytu, bláum bylgjum mann­hafs, átökum á vell­in­um, kossum, návíg­um. 

Allt sem til­heyrir dæmi­gerðu fót­bolta­móti í íslenskum veru­leika, hjá stelpum og strák­um. Nema hvað þarna voru full­orðnir menn á ferð­inni, atvinnu­menn. Til­finn­ing­arnar virt­ust stundum bera þá ofur­liði, alveg eins og sést oft á mót­unum sem íslenskar fjöl­skyldur eru hluti af hvert sum­ar.

Sveit­ungi Skapta frá Akur­eyri, Aron Einar Gunn­ars­son, er fyr­ir­liði lands­liðs­ins og fer fyrir því eins og Þór með ham­ar­inn. Ég man eftir honum sem litlum gutta á íþrótta­mótum fyrir norð­an, í Þórs­ara­bún­ingn­um. Það sást langar leiðir að hann var efni­legur í fót­bolta og virt­ist hafa lík­am­legan styrk og kraft á við tán­ing strax sem barn. Spil­aði fram­herja­stöð­una þegar ég sá til hans og það héldu honum engin bönd.

Eitt af því sem hefur ein­kennt Aron Einar - sem Skapti sýnir vel í bók­inni - er fórn­fýsi. Hann gjör­sam­lega „tæmir tank­inn“ - eins og þeir segja í Amer­íku um Bruce Springsteen á tón­leikum - í leikj­um. Eða deyr fyrir klúbb­inn, eins og þeir segja á Þórs­svæð­inu á Akur­eyri.

Góður kafli á spjöldum sög­unnar

Ég efast ekki um að leik­menn Íslands hafi viljað ná betri úrslitum á HM í Rúss­landi en afrek þeirra er nú þegar á spjöldum sög­unn­ar, og bók Skapta er fal­legur og skemmti­legur kafli í þeirri skrá­setn­ingu. Þjóðin fyllt­ist stolti og fólk um allan heim hugs­aði hlý­lega til litla Íslands.

Bókin er eitt­hvað sem íslenskar fjöl­skyldur ættu að hafa upp í hillu til að sýna kom­andi kyn­slóðum íþrótta­æv­in­týrið íslenska á slóðum Aust­ur­víg­stöðv­anna í Rúss­landi.

Steve og Jenni­fer hrifust með okk­ur, en ég lenti í vand­ræðum með útskýr­ingar þegar ég fór að segja þeim frá því að Aron Einar hefði getað orðið hluti af „strák­unum okk­ar“ í hand­bolta - eins og bróðir hans - ef hann hefði lagt þá íþrótt fyrir sig. Hand­ball, what is that?

Banda­ríkja­mönnum er ekki við­bjarg­andi þegar kemur að „soccer“ og ég tala nú ekki um hand­bolta. En þeir stóðu með okkur í ösku­busku­æv­in­týr­inu í Rúss­landi. Að minnsta kosti flest­ir. Hollywood tekur lík­lega brátt við sér við að segja Íslands­sög­una, og þá munu sjást tár á hvarmi eins og á góðum myndum í bók Skapta.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk