Með næma frásagnargáfu að vopni í Rússlandi

Skapti Hallgrímsson blaðamaður hefur sent frá sér fallega og skemmtilega bók um þátttöku Íslands á HM í Rússlandi í sumar.

Íslenska landsliðið í fótbolta á HM 2018 - Leikurinn við Argentínu
Auglýsing

Það var mikil spenna á okkar heimili, í Kirkland, í útjaðri Seattle, þegar Ísland mætti Argentínu í Moskvu á HM í Rússlandi í sumar. Vinir komu í heimsókn.

Steve og Jennifer, sem alin eru upp í Winsconsin og St. Louis í Missouri og ekki sérlega mikið fyrir „soccer“, voru í bláum treyjum að styðja litla Ísland gegn stjörnum prýddu liði Argentínu. Henry, sex ára sonur þeirra og vinur Halldórs Elí jafnaldra síns og sonar okkar, þóttist vera Messi en Halldór var Jóhann Berg. Það er hans maður.

Og hann ver

Við trúðum ekki eigin augum þegar Hannes Þór Halldórsson varði vítið frá Messi og Steve viðurkenndi, með herkjum, að þetta væri skemmtileg íþrótt. HÚH!

Auglýsing

Einn af stærstu atburðum íslenskrar íþróttasögu voru þessi augnablik í Rússlandi.

Þegar Ísland mætti með landsliðið í úrslitakeppni HM, fámennsta þjóðin í sögunni, og náði að sýna að smæðin og fámennið segir lítið um styrk liðsheildarinnar.

Milljónir manna um allan heim horfðu svona til Íslands og íslenska landsliðsins á HM. Þetta var öskubuskuævintýri á vissan hátt (Bandaríkjamönnum leiddist ekki að minnast á það, svo því sé til haga haldið. Hollywood hefur væntanlega fylgst grannt með). 

Fært í texta og myndir

Aron Einar Gunnarsson, Þórsari, er á forsíðu bókarinnar. Messi komst lítt áleiðis gegn Íslendingum í Rússlandi.Eins og með öll ævintýri - hvort sem er í raunheimum eða skáldskap - þá verða þau fyrst til þegar búið er að segja frá þeim, helst með myndum og texta.

Það var mikil blessun fyrir okkur Íslendinga að reynsluboltinn í stétt blaðamennskunnar, Skapti Hallgrímsson, hafi verið í Rússlandi þegar HM stóð yfir. Hann skrásetti þennan stórviðburð í íslensku íþróttalífi og hefur gefið út bókina Ævintýri í austurvegi.

Skapti hefur verið að sem blaðamaður í um 40 ár, og þar til nýlega fengu lesendur Morgunblaðsins að njóta snilli hans og næmni. Skapti er framúrskarandi sögumaður og hefur auga blaðamannsins, þegar hann tekur myndir.

Þetta er sjaldgæfur eiginleiki.

Hann er yfirleitt jákvæður í sinni frásögn, sem er eitthvað sem hefur alltaf fylgt hans blaðamennsku, eins og hún horfir við mér. Fagmaður fram í fingurgóma.

En það er þessi næmni fyrir hinu mannlega, þar sem Skapti skorar sín fallegustu mörk í frásögninni, svo einföld líking sé notuð af fótboltavellinum. 

Fjölskyldumót í Rússlandi

Þátttaka Íslands á HM í Rússlandi var stórmerkileg og þó frásagnir af kappleikjunum séu í fyrirrúmi í þessari skemmtilegu og vel skrifuðu bók, þá er magnað að sjá það vel skrásett hversu mikill menningarviðburður þetta var í raun.

Þúsundir Íslendinga á sama tíma í Rússlandi. Það eitt er merkilegt og sögusviðið sömuleiðis. Myndir af fögnuði, þreytu, bláum bylgjum mannhafs, átökum á vellinum, kossum, návígum. 

Allt sem tilheyrir dæmigerðu fótboltamóti í íslenskum veruleika, hjá stelpum og strákum. Nema hvað þarna voru fullorðnir menn á ferðinni, atvinnumenn. Tilfinningarnar virtust stundum bera þá ofurliði, alveg eins og sést oft á mótunum sem íslenskar fjölskyldur eru hluti af hvert sumar.

Sveitungi Skapta frá Akureyri, Aron Einar Gunnarsson, er fyrirliði landsliðsins og fer fyrir því eins og Þór með hamarinn. Ég man eftir honum sem litlum gutta á íþróttamótum fyrir norðan, í Þórsarabúningnum. Það sást langar leiðir að hann var efnilegur í fótbolta og virtist hafa líkamlegan styrk og kraft á við táning strax sem barn. Spilaði framherjastöðuna þegar ég sá til hans og það héldu honum engin bönd.

Eitt af því sem hefur einkennt Aron Einar - sem Skapti sýnir vel í bókinni - er fórnfýsi. Hann gjörsamlega „tæmir tankinn“ - eins og þeir segja í Ameríku um Bruce Springsteen á tónleikum - í leikjum. Eða deyr fyrir klúbbinn, eins og þeir segja á Þórssvæðinu á Akureyri.

Góður kafli á spjöldum sögunnar

Ég efast ekki um að leikmenn Íslands hafi viljað ná betri úrslitum á HM í Rússlandi en afrek þeirra er nú þegar á spjöldum sögunnar, og bók Skapta er fallegur og skemmtilegur kafli í þeirri skrásetningu. Þjóðin fylltist stolti og fólk um allan heim hugsaði hlýlega til litla Íslands.

Bókin er eitthvað sem íslenskar fjölskyldur ættu að hafa upp í hillu til að sýna komandi kynslóðum íþróttaævintýrið íslenska á slóðum Austurvígstöðvanna í Rússlandi.

Steve og Jennifer hrifust með okkur, en ég lenti í vandræðum með útskýringar þegar ég fór að segja þeim frá því að Aron Einar hefði getað orðið hluti af „strákunum okkar“ í handbolta - eins og bróðir hans - ef hann hefði lagt þá íþrótt fyrir sig. Handball, what is that?

Bandaríkjamönnum er ekki viðbjargandi þegar kemur að „soccer“ og ég tala nú ekki um handbolta. En þeir stóðu með okkur í öskubuskuævintýrinu í Rússlandi. Að minnsta kosti flestir. Hollywood tekur líklega brátt við sér við að segja Íslandssöguna, og þá munu sjást tár á hvarmi eins og á góðum myndum í bók Skapta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk