Mynd: Úr safni.

Af hverju getur Bjørn Tore Kvarme ekki enn verið að spila?

Síðar í dag fer fram sögufrægasti nágrannaslagur enskrar knattspyrnu. Þar verður enginn Sam Allardyce, Danny Cadamarteri, Sander Westerweld né Neil Ruddock. En voninni um samkeppnishæfan leik, sem hefur verið fjarverandi árum saman, hefur verið skilað. Og það eina sem liggur fyrir um niðurstöðuna er að Andre Gomes verður fallegasti leikmaðurinn á vellinum.

30. nóv­em­ber 2017 var sér­stakur dagur fyrir fylg­is­menn Everton. Tíma­bilið fram að þeim degi hafði verið afleitt. Liðið hafði keypt leik­menn fyrir hærri fjár­hæð en nokkru sinni áður um sum­arið en þeir pössuðu jafn vel saman og bjúga í heilsus­hake. Liðið var allt í einu drekk­hlaðið af lötum og hægum „tíum“, mið­varð­ar­parið leit út fyrir að hafa aldrei spilað fót­bolta og eng­inn alvöru sókn­ar­maður var í hópn­um. Þá var Everton án vinstri bak­varðar sem gerði það að verkum að greyið Cuco Mart­ina, sem er ekki nógu góður til að spila með Skalla­grími, var lát­inn spila úr stöðu í 21 leik alls yfir tíma­bilið í deild sem er ein þeirra bestu í heimi. Nið­ur­staðan var vand­ræða­leg.

Ekki bætti úr skák að heim­koma dreng-und­urs­ins Wayne Roo­ney hafði súrnað mjög fljótt. Hann hafði elst mun hraðar sem fót­bolta­maður en vega­bréfið sagði til um og átti aug­ljós­lega lítið erindi í alvöru fót­boltalið sem vildi keppa í alvöru deild. Þótt Vol­vo-Wa­yne hefði verið með skástu mönnum liðs­ins fyrstu mán­uð­ina þá þýddi það ekki að hann hafi verið góð­ur. Það var eng­inn góð­ur. Og Wayne hafði ein­stakt lag á að hægja á leiknum svo hann hent­aði hans hraða. Sem minnti á hæga end­ur­sýn­ingu.

Martröð hefst

Everton var búið að reka Hol­lend­ing­inn Ron­ald Koeman og þennan síð­asta dag nóv­em­ber­mán­aðar fyrir næstum nákvæm­lega einu ári síð­an, stýrði David Unsworth, elsku­lega, brosmilda og hund­trygga mann­tröllið sem myndi taka kúlu fyrir klúbb­inn, sínum síð­asta leik sem tíma­bund­inn knatt­spyrnu­stjóri. Það hafði spurst út fyrir leik­inn að mold­ríki íranski eig­and­inn Far­had Mos­hiri hefði ákveðið að láta verstu matröð stuðn­ings­manna verða að veru­leika, og ráða Sam All­ar­dyce sem næsta stjóra. Martröðin holdi klædd hafði til­kynnt að hann yrði í stúkunni þennan dag þegar Everton spil­aði við West Ham, og átti síðar eftir að eigna hræði­legri nær­veru sinni það að liðið hefði spilað sóma­sam­lega og unn­ið.

Í Sam All­ar­dyce er óþarfi að eyða miklu fleiri orð­um. Nokk­urra mán­aða vera hans sem knatt­spyrnu­stjóri Everton orsak­aði mesta nið­ur­læg­ing­ar­tíma­bil í sögu liðs­ins. Ekki bara vegna þess að liðið var lélegt og spil­aði nán­ast sárs­auka­fullan leið­in­legan fót­bolta heldur vegna þess að hann er um margt and­styggi­legur maður sem segir fyr­ir­lit­lega hluti, er án sið­ferð­is­þrösk­ulds, er ófær um að líta í eigin barm og heldur að allir Íslend­ingar heiti „Gu­dnee“. Fyrir áhuga­sama má lesa um það hér að neð­an.

Everton voru frá­bærir í þessum leik og unnu fjögur núll. Wayne Roo­ney skor­aði fyrstu og einu þrennu sína fyrir klúbb­inn, þar á meðal gjör­sam­lega sturlað mark frá rúm­lega miðju. Það sak­aði ekki að David Moyes stýrði Hömr­unum á þessum tíma. Mað­ur­inn sem yfir­gaf Everton til að sigra heim­inn en hefur síðan ekki sigrað neitt.

Von kvikn­aði í brjósti allra þján­ing­ar­bræðra- og systra sem þjást af Everton hlað­inni sjálfseyð­ing­ar­hvöt að þetta myndi duga til að láta Mos­hiri skipta um skoð­un. Að hann myndi sleppa því að ráða Stóra Sam og leyfa Stóra Dave bara að klára tíma­bil­ið. Sig­ur­inn hafði nefni­lega fært Everton í þægi­lega fjar­lægð frá botn­inum og þótt liðið væri lélegt, þá voru ber­sýni­lega nægi­lega mörg verri lið í deild­inni til að fyr­ir­liggj­andi var að fall myndi ekki verða nið­ur­staðan í lok tíma­bils. Og þá væri hægt að ýta á ctr­l-alt-re­boot. Leið­rétta mis­tök fyrra sum­ars og byrja upp á nýtt.

En af því varð ekki. Þess í stað var ýtt á play á martröð­inni. Og von­inni tíma­bundið rænt.

Af hverju getur Steve Staunton ekki alltaf verið í marki?

Ell­efu dögum síðar var fyrri Merseyside-derby leikur tíma­bils­ins á Anfi­eld, þar sem Norð­menn fara til að horfa á fót­bolta. Það skal við­ur­kennt aftur sem áður, með tölu­verðri skömm, að þegar maður heldur með liði sem vinnur aldrei neitt, og rænir mann oft­ast geð­heils­unni við áhorf, þá þarf maður að leita að gleð­inni á skrýtnum stöð­um. Efst á þeim lista að vinna Liver­pool. Það er það eina sem beðið er um. En það gerð­ist síð­ast 17. októ­ber 2010, þegar besti litli Spán­verji sem við þekkjum skor­aði síð­ara markið eftir að Tim Cahill boxaði horn­fán­ann í kjöl­far þess að hafa skorað það fyrra.

Á Anfi­eld gerð­ist það síð­ast 27. sept­em­ber 1999, í leik þar sem Kevin Campell skor­aði og Sander Westerweld og Franny Jeffers voru reknir út af fyrir hin frægu „hand­tösku­slags­mál“, sem létu hvor­ugan líta neitt sér­stak­lega vel út og skil­uðu því að ein­hvers konar vinstri­bak­vörð­ur­inn Steve Staunton end­aði í mark­inu hjá Liver­pool. Það hjálp­aði líka Everton mjög að á þessum tíma þótti bara eðli­legt að menn eins og Titi Camara og Erik Meijer spil­uðu leiki fyrir Liver­pool.

Þótt Liver­pool hafi tek­ist að gefa Everton víti 13 mín­útum fyrir leiks­lok þennan des­em­ber­dag í fyrra, og þar með jafn­tefli, var leik­ur­inn afleit­ur. Everton var með bolt­ann í 21 pró­sent hans, en Liver­pool í 79 pró­sent leik­tím­ans. Everton átti þrjár marktil­raun­ir. Liver­pool 23. Everton byrj­aði með bæði Ashley Willi­ams og Cuco Mart­ina inn á. Liver­pool byrj­aði með Mo Salah og Phil­ippe Cout­inho spil­aði nær allan leik­inn.

Sú feg­urð

Nú er allt breytt. Stóri Sam var bless­un­ar­lega rek­inn strax eftir að síð­asta tíma­bili lauk. Sama var gert við Steve Walsh, van­hæfan yfir­mann knatt­spyrnu­mála, sem bar ábyrgð á til­vilj­un­ar­kenndu kaupum á heilu kipp­unum af lélegum fót­bolta­mönnum í inn­kaupa­gluggum síð­ustu ára. Það gerð­ist í kjöl­far stans­lausra mót­mæla stuðn­ings­manna, kann­ana sem sýndu að þeir þoldu ekki All­ar­dyce og ótrú­legrar orða­súpu af rugli og rang­hug­myndum sem hann bar á borð eftir hvern ein­asta leik. Eini stöð­ug­leik­inn sem var til staðar var sá að Sam All­ar­dyce virt­ist aldrei vera að horfa á sama leik og aðr­ir.

Í stað All­ar­dyce og Walsh komu Marco Silva og Marcel Brands. Í stað ójafn­vægis í hópnum komu leik­menn sem hent­uðu í þær stöður sem þurfti að fylla í. Í stað nið­ur­læg­ingar og léleg­asta fót­bolt­ans kom von og skýr hug­mynd um hvernig ætti að spila: hratt og hátt.

Neville Southall er ekki bara fallegur. Hann er líka sá leikmaður sem hefur spilað flesta Merseyside-derby leiki frá upphafi, eða 41 alls.
Mynd: Úr safni.

Nú er gaman að horfa á Everton. Bestu leik­menn­irnir sem voru keyptir í sumar komu flest allir frá Barcelona eða hafa spilað lands­leiki fyrir Bras­il­íu. Bras­il­íu­menn sem heita ekki Jo eða And­er­son Silva heldur Ric­harli­son og Bern­ard. Bras­il­íu­menn sem halda bolta, sækja hratt og geta skotið í skeyt­in. Þess utan hefur Silva gert það sem góðir stjórar gera, hann hefur gert leik­menn sem voru oft­ast hræði­legir á síð­asta tíma­bili frá­bæra. Skýr­ustu dæmin um það eru Mich­ael Keane og Gylfi Sig­urðs­son, sem voru athlægi fyrir ári síðan en hafa verið á meðal bestu leik­manna deild­ar­innar í ár.

Umsnún­ing­ur­inn hold­ger­ist síðan í Andre Gomes, fal­leg­asta leik­manni sem leikið hefur með Everton frá því að Neville Sout­hall lagði hansk­ana á hill­una. En Andre er ekki bara fal­leg­ur, hann er lík­lega besti leik­maður sem hefur leikið með Everton í ára­tugi. Tækn­in, leikskiln­ing­ur­inn, send­inga­getan og öll hin gæðin eru svo ber­sýni­leg. Það er ótrú­legt að horfa á knatt­spyrnu­mann ná slíkum tökum á leik að leik­ur­inn fer fram í þeim takti sem hann ákveð­ur. Hverf­ist um þennan eina leik­mann. Andre Gomes er þannig leik­mað­ur.

Hver man ekki eftir Cada­mart­eri

Síðar í dag, þegar ár og tveir dagar eru liðnir frá því að fót­bolta­lega myrkrið skall á, spilar Everton við Liver­pool á Anfi­eld.

Það er, í alvöru, sú von til staðar á meðal stuðn­ings­manna Everton að þeir geti raun­veru­lega unnið þar í fyrsta sinn í 19 ár. Eins og fyr­ir­lið­inn Seamus Coleman sagði í vik­unni þá er auð­velt fyrir liðið að segja alla réttu hlut­ina í við­tölum fyrir þessa leiki, líkt og leik­menn hafa gert síð­ustu ára­tugi, en vera svo ekki mættir til að setja pen­ing­anna þar sem munn­ur­inn er þegar á hólm­inn er kom­ið. „Við þurfum að mæta á sunnu­dag og láta verkin tala á vell­in­um. Þetta er risa­leikur fyrir borg­ina okkar og við erum búnir að vera í taplið­inu of oft.“

Vonin flytur fjöll. En hún er líka hættu­leg. Og stundum er betra að stilla vænt­ingum í hóf. Það er betra að koma á óvart en að valda von­brigð­um. Það þekkjum við fylg­is­menn lélegra fót­boltaliða mjög vel af bit­urri reynslu. Þótt liðið sé loks­ins, í fyrsta sinn síðan að það varð fjár­hags­lega sam­keppn­is­hæft, með rétta knatt­spyrnu­stjór­ann og réttu blönd­una af gæða­leik­mönn­um, þá er auð­vitað mjög skammt liðið á það jafn­vægi.

Þar af leið­andi er, því mið­ur, lík­leg­asta leiðin að sigri sú að ein­hver leik­maður Liver­pool end­ur­leiki greiða­starf­semi Norð­manns­ins Bjørn Tore Kvarme frá því fyrir 21 ári síð­an, þegar hann gaf Danny Cada­mart­eri annað markið í epískum 2-0 sigri. Eða að Neil Ruddock taki fram skóna og skori aftur epískt og þakk­látt sjálfs­mark.

Lík­urnar á því að það ger­ist eru þó svip­aðar og fer­ill Cada­mart­eri eftir það mark, eða nýlegar yfir­lýs­ingar Ruddock í fjöl­miðl­um, frekar dapr­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFólk