Karolina Fund: 111 myndlistarverk á vinyl í takmörkuðu upplagi

Ljósmyndarinn Spessi og nokkrir tónlistarmenn unnu saman að því að útsetja lög Clash fyrir brassband. Nú vilja þeir gefa afraksturinn út á 111 vínylplötum og safna fyrir verkefninu á Karolina Fund.

spessi
Auglýsing

Þetta er verkefni sem Spessi og tónlistarmennirnir Óskar Guðjónsson, Ómar Guðjónsson Samúel, Jón Samúelsson, Helgi Svavar Helgason, Kjartan Hákonarson, Haukur Grondal og Matthías Hemstock unnu saman fyrir sýningu Spessa 111. Það kom til þannig að Spessi og Ámundi Sigurðsson hönnuðu bókina 111 eins og heimildamynd og tónlist The Clash var spiluð undir. Lögin sem voru notuð voru; London calling sem var fyrir inngang bókarinnar, Should I stay or should I go og Guns of Brixton voru meginkafli bókarinnar. Í niðurlagi bókarinnar kom svo Magnificent seven. Haukur Gröndal útsetti þessi lög Clash fyrir brassband til að spila á opnun sýningar Spessa á Listahátíð í sumar. Þeir fengu nafnið Magnificent 7 og mynduðu svokallað second line skrúðgönguband á opnuninni. Það var ljóst þá að það var eitthvað við þessi lög Clash í þessum búningi sem þyrfti að gera meira með. Þá stakk Sammi uppá því að gerðar yrðu 111 vínylplötur. 

Auglýsing
Þessi söfnun á Karolina fund er okkar leið til að láta þetta rætast. Við höfum reyndar bætt um betur og verða þetta þrisvar sinnum 111 plötur, 3 mismunandi cover og ýmislegt bitastætt sem hægt er að styrkja. Platan var svo tekin upp í Greenhouse Studios hjá Valgeiri Sigurðssyni og á tökkunum var Francesco.

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

Þegar ég var að vinna 111 vann ég þetta eins og heimildarmynd þó þetta væri myndlistarverk. Samhliða sýningunni kom út bók, 111. Við Ámundi Sigurðsson settum bókina upp með taktinn úr lögum The Clash í eyrunum. Ég fór í gegnum allan Clash katalókin og valdi þessi lög. Tónlist Clash passaði alveg við þessar myndir. Pólitíkin í textunum munstraðist vel við myndirnar og pólitíkina í bókinni.Stefnt er að því að gera 111 vínýlplötur. 

Þegar leið að sýningaropnun hafði Óskar Guðjónsson vinur minn samband við mig og spyr hvort að han ætti ekki að gera eitthvað gigg á opnuninni. Þá sagði ég Óskari frá pælingum okkar Ámunda með bókina og það varð úr að við ákváðum að nota Clash á opnun sýningarinnar það eru þau lög sem eru á þessum vinyl sem við erum að safna fyrir. Í sameiningu ákváðum við Óskar að gera þetta New Orleans second line (jarðarfara mars) stíl. Og á opnuninni Marseraði hljómsveitin eftir göngustígnum sem gengur í gegnum Fellin og stoppaði fyrir framan Galleríið og spilaði þar fyrir gesti. Síðan marseraði hljómsveitin sömu leið og þeir komu í Laginu Guns of Brixton. (Það er til vídeó af þessu)

Segðu okkur frá þema verkefnisins

Þetta er byggt utanum gleðina og góðan vinskap, þegar vinir hittast þá gerist einhver galdur og úr verður allskonar. Í þetta skipti kom hugmynd af vinyl og svo fannst okkur bara góð hugmynd að kýla á það!

Það væri náttúrulega ekkert verkefni ef mér hefði ekki verið svona vel tekið af Breiðhyltingum sem opnuðu heimili sitt og hjarta fyrir mér og það leiddi mig svo áfram í frábæra sýningu á Listahátíð sem mættu yfir 600 manns að sjá, bókin sem kom út á sama tíma seldist upp hjá útgefanda eins og skot, og var önnur prentun að detta í hús. Þeir sem vilja tryggja sér bók, vinylinn , mynd eða hreinlega tónleika með bandinu geta tryggt sér þetta allt á Karolina Fund.

Hér er hægt að skoða og styrkja verkefnið.

https://www.karolinafund.com/project/view/2270

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk