Karolina Fund: Ljótu kartöflurnar

Viðar Reynisson stofnaði ljótu kartöflurnar. Hann safnar nú fyrir pökkunarvél til að gera pakkað þeim í neytendavænni umbúðir.

karo.jpg
Auglýsing

Ljótu kartöflurnar eru kartöfluflögur sem framleiddar eru úr kartöflum sem bændur eiga erfitt með að koma í verð sökum þess að þær eru skrítnar í laginu, með litla útlitsgalla eða einfaldlega vegna þess að þær þykja of stórar. Þetta eru kartöflur sem vel er hægt að snyrta til ef þess þarf og nýta. Þegar framleiðslan fór af stað höfðu kartöfluflögur aldrei verið framleiddar á Íslandi og allt kartöflusnakk á markaðnum var annað hvort innflutt eða framleitt úr innfluttu hráefni. Kolfefnisspor Ljótu kartaflanna er því mun minna en hjá sambærilegum vörum. Einnig var farið þá leið að nota einungis plast í umbúðirnar sem hægt er að endurvinna nær endalaust sé því skilað til endurvinnslu, meðan flest annað snakk er pakkað inn í umbúðir sem eru úr blönduðum efnum t.d. plasti og áli eða pappa og áli sem erfitt er að endurvinna. Það er því miður ekki hjá því komist að nota plast í umbúðir fyrir snakk enn sem komið er ef geymsluþolið á að vera meira en nokkrir dagar.

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

Auglýsing

„Hugmyndin vaknaði í Hornafirði fyrir þó nokkrum árum síðan þar sem kartöflubændur voru farnir að gera tilraunir við að rækja repju og framleiða úr henni repjuolíu. Þarna voru því komin saman tvö aðal hráefnin til kartöfluflögugerðar. Ég fór því að gera tilraunir í eldhúsinu heima sem endaði með því að ég sagði upp vinnunni minni í árslok 2016 og ákvað að hella mér alfarið út í þetta. Síðan þá hefur varan og vörumerkið verið í stöðugri þróun og nú í sumar fundum við framleiðslunni loksins varanlegt húsnæði sem við erum að taka í gagnið.“

Segðu okkur frá þema verkefnisins?

„Við erum komnir vel á veg með að standsetja húsnæðið og höfum verið að endurnýja helstu tæki til framleiðslunnar. Okkur vantar hins vegar aðeins upp á til þess að geta komið vörunni í verslanir og bæta þannig enn betur nýtingu á innlendum kartöflum, þar sem okkur vantar pökkunarvél til þess að geta pakkað í neytendavænar stærri umbúðir eins og við sjáum gjarnan út í búð. Við ákváðum að fara þá leið að fara í hópfjármögnun á Karolina Fund til þess að hjálpa okkur við að fjármagna vélina. Þeir sem sjá sér fært að styrkja okkur fá að sjálfsögðu brakandi ferskar kartöfluflögur sem við handpökkum fyrst um sinn.“

Vitið þið hversu mikið er sóað af innlendu grænmeti?

„Nei við eigum ekki tölur yfir það, en það er alveg ljóst að það er hægt að nýta það mun betur. Rannsóknir sýna að um þriðjungur matvæla sem framleidd eru í heiminum enda í ruslinu og stór partur af því fer ekki í verslanir vegna útlitsgalla. Það er mikil vakning í samfélaginu og flestir matvælaframleiðendur gera auðvitað hvað þeir geta til að skapa sem mest verðmæti úr því sem þeir hafa. Stórar og útlitsgallaðar innlendar kartöflur eru t.d. nýttar til að búa til franskar og forsoðnar kartöflur. En til þess þarf að skræla kartöflurnar mikið og þar er því töluverð sóun og hægt að gera enn betur t.d. búa til óskrældar kartöfluflögur.“

Þú getur fræðst meira um verkefnið á síðu verkefnisins hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk