Karolina Fund: Önnur sólóplata Heiðu

Heiða Ólafsdóttir ætlar að gefa út nýja sólóplötu, 14 árum eftir að sú fyrsta, og síðasta, kom út. Hún safnar fyrir útgáfunni á Karolina Fund.

Auglýsing
heiða ólafsdóttir

Heiðu Ólafs­dóttur þekkja margir síðan hún lenti í öðru sæti í Idol ­Stjörnu­leit árið 2005 en síðan þá hefur hún starfað sem söng­kona og lærði leik­list í New York, þaðan sem hún útskrif­að­ist 2009. Tón­listin hefur þó alltaf verið aðal­starfið og 2015 sendi hún frá sér sitt fyrsta frum­samda lag. Stefnan var sett á að senda frá sér plöt­u. 

Fyrsta sóló­platan kom út 2005 fyrir tæpum 14 árum síð­an, og kom­inn tími á nýja plöt­u. 

Á plöt­unni verða lög­ eftir Heiðu í bland við lög eftir nokkra af hennar upp­á­halds íslensku laga­höf­undum í nýjum útgáfum Heiðu og upp­töku­stjór­ans Snorra Snorra­son­ar, en þau eru búin að ráða ein­vala­lið tón­list­ar­manna til þess að spila á plöt­unni.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Ég hef alltaf ætlað mér að þora meiru varð­andi tón­list­ar­sköpun mína og hef alltaf haft þörf fyrir að semja sjálf ásamt því að hafa þörf fyrir að túlka önnur lög með mínu nefi. En þegar maður starfar sem söng­kona þá auð­vitað fer oft­ast mesti tím­inn í það að syngja og æfa lög sem maður er beð­inn um að syngja á giggum heldur en að gera akkúrat það sem mann langar mest, þó auð­vitað sé alltaf gaman að syngja og vinna við fjöl­breytt verk­efni.

Auglýsing
Ég hugs­aði með mér að með til­komu Karol­ina Fund væri komin til­valin leið til þess að geta gert plötu án þess að taka alltof ­mik­inn séns en kost­ur­inn við Karol­ina Fund er auð­vitað þessi snilld að selja vör­una fyr­ir­fram til þess að geta síðan kostað fram­kvæmd­ina. Lands­lagið er svo breytt í tón­list­ar­út­gáfu þannig að það hefur orðið miklu erf­ið­ara að gera heila plötu en að senda bara frá sér eitt og eitt lag en þar sem þema plöt­unnar er svo skýrt í mínum huga að þá fannst mér að þetta yrði að vera í einni heild og þá kom Karol­ina Fund svo sterkt inn.“

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins?

„Platan mun inni­halda ein­göngu lög sem fjalla um ást, von, hlýju og yl. Tón­list er nefni­lega svo öflug og getur breytt líðan á svip­stundu, farið með mann upp og niður og allt þar á milli. Árið 2018 var einmitt þannig fyrir mér, upp og nið­ur, út og suð­ur, vegna þess að í byrjun árs lenti ég í bílslysi sem tók toll lík­am­lega og and­lega og náði svo hápunkti með brjósklos­i. 

Það er eitt­hvað svo hrika­lega glatað að geta ekki gert allt sem manni finnst að maður eigi að geta og missa þannig stjórn en það er þó alla­vega eitt sem ég get og það er að syngja og skapa tón­list en það er jafn­framt það sem er hvað mest lækn­andi fyrir mig. Og akkúrat það sem ég hef svo oft látið sitja á hak­an­um, yfir­leitt út af sjálfs­efa og skorti á tíma. Þess vegna er það mik­il­vægt fyrir mig að vinna núna bara að lögum sem færa hug­ann í átt að feg­urð­inni sem er allt í kringum okkur og tón­list sem lætur fólki mest ­megn­is líða vel og gefur von.



Eins og ég sagði fyrr hér að þá er lands­lagið virki­lega breytt og sumum finnst maður kannski gal­inn að vera að gefa út plötu á þessum tíma ­Spoti­fy, Youtube og smá­skífa en þessi miðlar eru frá­bærir og mun tón­listin mín auð­vitað halda áfram að rata þang­að. En ég vona samt svo heitt og inni­lega að tón­list­ar­menn haldi áfram að gera heilar plötur því að til dæmis ég sem hlust­andi elska að setja plötu í gang og hlusta frá upp­hafi til enda. Það slítur stundum í sundur upp­lifun­ina af tón­list­inni að ein­hverju leyti að þurfa alltaf að vera að leita að næsta lagi og næsta lagi, að mínu mati. Þannig að ég er virki­lega spennt fyrir verk­efn­inu en svo ætlum við að fagna útgáf­unni með útgáfu­tón­leikum í Salnum í Kópa­vogi 23. mar­s. 

Ég hlakka líka svo mikið til að vinna með þessum snill­ingum sem ég er búin að raða í kringum mig en útsetn­ingar og upp­töku­stjórn verður í höndum Snorra Snorra­son­ar, Helgi Hann­esar spilar á píanó, Pétur Val­garð á gít­ar, Ólafur Þór Krist­jáns­son á bassa og tromm­urnar lemur Benni Bryn­leifs. Hönnun umslags sér svo lista­konan Ynja Mist um. 

Fyrsta lagið sem hefur fengið að hljóma af plöt­unni er hið fal­lega lag KK, Kær­leikur og tími, en útsetn­ingin sem Snorri gerði af þessu lagi sýnir vel hljóð­heim­inn sem platan mun geyma.“

Hér er hægt að skoða og taka þátt í verk­efn­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk