Vinsæl heilsusmáforrit deila persónuupplýsingum

Í nýlegri rannsókn voru skoðuð 24 heilsutengd smáforrit. Af þeim deildu 19 af 24 upplýsingum um notendur til alls 55 fyrirtækja sem fengu upplýsingarnar og meðhöndluðu gögnin á einhvern hátt.

sími
Auglýsing

Notkun smáforrita sem þjóna þeim tilgangi að hjálpa fólki að bæta heilsuna er ekki áhættulaus samkvæmt grein sem birtist í tímaritinu BMJ í vikunni. Höfundar greinarinnar vilja skýrari reglur um það hvernig persónuupplýsingar notenda eru geymdar og notaðar.

Lítið gagnsæi til staðar

Tækninni sem við búum við dag fylgja margir ótvíræðir kostir. Þar má meðal annars nefna smáforrit sem geta hjálpað okkur að lifa heilbrigðara lífi til dæmis með því að minna okkur á að taka lyf á réttum tíma og setja okkur í beint samband við heilbrigðisstarfsfólk. Þessi smáforrit safna þó einnig ýmsum persónuupplýsingum um notendur sína sem í sumum tilfellum geta verið viðkvæmar.

Rannsóknarhópur sem samanstóð af vísindamönnum við University of Sydney, University of Toronto og University of California vildi kanna hvort og þá hvernig þessar persónuupplýsingar eru nýttar. Hópurinn skoðaði vinsæl lyfjatengd smáforrit á markaðnum með tilliti til þessa.

Auglýsing

Niðurstaða hópsins var meðal annars sú að algengt var að upplýsingum um notendur væri deilt en lítið gagnsæi var til staðar um það hvert upplýsingarnar voru að fara.

19 af 24 forritum deildu upplýsingum

24 smáforrit sem var að finna í Android verslunum í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu voru skoðuð í rannsókninni. Forritin áttu það sameiginlegt að þau voru opin notendum gegn því að gefnar væru upp upplýsingar um lyfjagjöf, lyfseðla eða notkun. 

Notast var við tækni sem bar kennsl á það hvert upplýsingar notendur voru a fara. Þetta var í stuttu máli gert með því að keyra gerviforskriftir í forritinu til að líkja eftir raunverulegri notkun. Að því loknu var öryggisstillingum í smáforritinu breytt. Með því að skoða hvar nýju stillingarnar birtust mátti rekja hvert upplýsingum var deilt.

Af þeim smáforritum sem skoðuð voru deildu 19 af 24 upplýsingum um notendur. Það voru 55 einstök fyrirtæki sem fengu upplýsingarnar og meðhöndluðu gögnin á einhvern hátt. Fyrirtækin voru ýmist þróunaraðilar, móðurfyrirtæki eða þriðju aðilar. Til að bæta gráu ofan á svart gátu þriðju aðilar deilt upplýsingunum með 216 fyrirtækjum. Af þeim fyrirtækjum töldust aðeins þrjú til heilsugeirans.

Meðal fyrirtækjanna sem gegndu lykilhlutverki voru Facebook, Oracle og Alphabet.

Þörf á frekara regluverki

Niðurstöðurnar valda áhyggjum þar sem að ekki virðist vera tryggt að persónuupplýsingar tengdar heilsufari séu meðhöndlaðar með leynd. Ekki virðist heldur vera skýrt fyrir notendum hvernig upplýsingunum þeirra er deilt.

Höfundarnir benda á mikilvægi þess að skapa skýrt regluverk í kringum notkun á forritum sem geyma viðkvæmar upplýsingar um notendur þeirra.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Benedikt hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk