Hann var á leið í flóann

Billy Joel er sjötugur í dag. Hann er einn frægasti þunglyndissjúklingur heimsins. Ferill hans hefur verið þyrnum stráður, en hann mun bráðum fá sér sæti við flygilinn í Madison Square Garden og spila lögin sín.

Billy-Joel-2_1200.jpg
Auglýsing

Í kvöld mun Billy Joel fá sér sæti við flygil­inn í Mad­i­son Squ­are Gar­den í New York. Hann er sjö­tugur í dag og mun vænt­an­lega flytja gestum stór­brotna tón­leika með lögum úr safni sínu.

Um þessar mundir eru 48 ár frá því Billy Joel sendi frá sér sína fyrstu plötu, Cold Spring Harbor. Hún kom eins og þruma úr heið­skíru loft­i. 

Þarna heyrð­ist nýr tónn, frá lítt þekktum píanó­leik­ara. Hann hafði næmn­ina, text­arnir voru sker­andi og áhrifa­miklir, og meló­díurnar áreynslu­lausar og fal­leg­ar. 

Auglýsing

En það var líka myrkur í lög­un­um. 

Allur fer­ill Billy Joel hefur lit­ast af bar­áttu hans við þung­lyndi og alka­hól­is­ma, með þeim lægðum og hæðum sem því fylg­ir. 

Á enda­stöð

Á Cold Spring Harbor plöt­unni lýsir hann sínum myrk­ustu augna­blikum og rús­sí­ban­areið þung­lynd­is­sjúk­lings um tví­tugt sem hafði brennt brýr að baki sér, og stóð eftir einn og óstudd­ur. Hann var á leið í fló­ann, eins og hann lýsir í Tomor­row Is Today - hápunkti þessa tíma­lausa meist­ara­verks sem Cold Spring Harbor er. 

En bless­un­ar­lega fór hann ekki í fló­ann. 

Hann snéri við á brún­inni, og hefur síðan gengið frekar erf­iðan veg í gegnum líf­ið, með tón­list­ar­hæfi­leika sína í fartesk­in­u. 

Svona lítur plötuumslagið út á fyrstu plötu Billy Joel, sem kom út 1971.Á hans afkasta­mestu árum, frá 1971 til 1990, setti hann mik­inn svip á tón­list­ar­heim­inn með hverjum smell­inum á fætur öðr­um. Hann hefur átt fleiri smelli en hægt er að telja upp, og erfitt að raða lögum hans í gæða­röð. 

Lögin eru mörg og ólík, en eiga það sam­eig­in­legt í mörgum til­vikum að vera lýs­ing á líf­inu í New York - og stundum ann­ars staðar lík­a. 

Hvers­dags­legir hlutir fá oft mikla athygli í textum Billy Joel. Hroka­gikk­ur­inn á Wall Street að glenna sig, að missa af lest­inni, úthverfa­líf­ið, Man­hatt­an. Fáir, ef þá ein­hverj­ir, hafa speglað þennan veru­leika betur og af meiri ein­urð en Billy Joel. 

Vegna þess hve þetta er vel gert, þá eru lýs­ing­arnar hans tíma­lausar og með víð­ari skírskot­un. Þetta er list eins og hún ger­ist best.



Ég hef vanið mig á það, eins og margir, að hlusta á tón­list við vinn­u. 

Und­an­farin ár hef ég tekið fyrir ýmsa tón­list­ar­menn og hlustað á efni þeirra allt í réttri útgáfu­röð. Í vetur tók ég fyrir Billy Joel og var lengi að hlusta mig í gegnum allt sem hann hefur sent frá sér. Það tekur tíma, enda afköstin með nokkrum ólík­ind­um. 

Þegar hann kom fram á frægum tón­leikum í Len­ingrad árið 1987 þá var kalda stríðs stemmn­ing í heim­inum alls­ráð­andi og banda­rísk afþrey­ing var ekki vel séð í Sóvét­ríkj­un­um.

Vildu bara sjá Billy Joel í galla­buxum

En heima­menn tóku Billy Joel afar vel, og sjálfur hefur hann sagt um þessa tón­leika, að tón­leika­gest­irnir hafi ein­fald­lega verið gott fólk sem hafi viljað sjá hann í galla­buxum að syngja Uptown Girl. Póli­tíkin var nú ekki dýpri en það og fjöl­miðla­fárið í aðdrag­and­anum var óþarft.

Ég spái því að hann endi tón­leika sína í Mad­i­son Squ­are Gar­den á ball­öð­unni Vienna. 

En upp­klappið verður eflaust mest og lengst, þegar Píanó­mað­ur­inn sjálfur syngur þjóð­söng­inn sinn, Piano Man. 

Það er gott að hann fór ekki í fló­ann á sínum tíma og hélt áfram að sinna list­sköpun sinni, þó veg­ur­inn hafi verið svo­lítið grýttur vegna veik­inda á hálfrar aldar ferli.



Upp­á­halds lög und­ir­rit­aðs: 

- Only The Good Die Young

- All For Leyna

- Christie Lee

- Allentown -(Tíma­laus lýs­ing á verk­smiðju­lífi margra svæða í Banda­ríkj­un­um, sem logn­ast útaf með hverri lokunni á fætur annarri. Bær­inn er í Penn­syl­van­íu).

- Big Shot (Wall Street plebb­inn tek­inn og afgreidd­ur). 



Billy Joel var tek­inn inn í frægð­ar­höll Grammy verð­launa árið 2013. 

Hann hefur fengið 28 til­nefn­ingar til verð­laun­anna í gegnum tíð­ina, og meðal ann­ars hlotið verð­laun fyrir að vera með lag árs­ins, bestu plöt­una, besti popp söngv­ar­inn og besti rokk tón­list­ar­mað­ur­inn, auk goð­sagnar verð­launa. 

Þetta er í hans anda; fjöl­breytnin hefur verið hans helsta ein­kenni í gegnum tíð­ina. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk