Karolina Fund: Vala Yates – Fyrsta plata

Vala Yates, söngkona og tónskáld, vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu. Lög og texti eru samin af Völu, en platan mun innihalda fimm lög á íslensku og fimm á ensku.

Vala Yates
Vala Yates
Auglýsing

Vala Yates, söng­kona og tón­skáld, vinnur nú að sinni fyrstu sóló­plötu ásamt Stef­áni Erni Gunn­laugs­syni. Lög og texti eru samin af Völu, en platan mun inni­halda fimm lög á íslensku og fimm á ensku.

Verk­efnið er styrkt af Hljóð­rita­sjóði Rannís og Tón­skálda­sjóði Rúv og Stefs, en til þess að klára plöt­una hefur Vala sett í gang hóp­fjár­mögnun á Karol­ina Fund.

Vala er menntuð söng­kona og tón­skáld, einnig sem hún hefur unnið með þekktum popptón­list­ar­mönnum á borð við Barða Jóhanns, Ólaf Arn­alds og Keren Ann Zeidel. Vala dregur inn­blástur úr klass­ískum bak­grunni sín­um, í bland við reynslu sína af slíkri sam­vinnu. Það mætti því segja að útkoman sé ein­hvers konar blanda úr báðum heim­um.

Auglýsing

Hljóð­vinnslan er blanda af raf­heim sköp­uðum af Stef­áni, upp­tökum af live hljóð­færum og live rödd­un­um. Vala hefur þegar gefið út tvö af lög­un­um, Possi­bilities og Hrís­ey. Má nálg­ast þau á Spoti­fy, Itu­nes og Soundcloud. Hægt er að fylgj­ast með verk­efn­inu á face­book og instagram.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

Ég hef verið að syngja síðan ég var barn, og mig hefur langað til að gefa út plötu með mínum eigin lögum frá því ég byrj­aði að semja lög um tví­tugt. Það var þá sem ég ákvað að láta á það reyna að verða söng­kona, og hóf söng­nám í Söng­skól­anum í Reykja­vík. En það var í sjálfu sér svo­lítið skrítin ákvörðun því ég var harð­á­kveðin í að verða ekki óperu­söng­kona. Mig lang­aði að verða popp­söng­kona. En mér var ráð­lagt þetta svo ég gerði það. Smám saman tog­að­ist ég inn í "klass­íska heim­inn" þrátt fyrir að vita innst inni að ég að ég ætti ekki heima þar. Krakk­arnir í kring um mig áttu sér upp­á­halds óperu­söngv­ara en ég þekkti engan, nema Pavarotti og Diddú!

Vala YatesÞað var ekki fyrr en ég var búin með 8. stig í klass­ískum söng sem ég átt­aði mig á því að ég var bara komin á ein­hvern allt annan stað en ég hafði ætlað mér! Svo ég tók smá u-beygju og hóf nám í Lista­há­skól­anum í tón­smíð­um. Þar var þó svip­aða sögu að segja. Mig lang­aði í raun­inni að eign­ast verk­færi til að koma mínum lögum frá mér á skil­virk­ari og fljót­legri máta, en þess í stað lærði ég að semja klass­ísk verk fyrir klass­ísk hljóð­færi. Ég sé samt alls ekki eftir neinu því vissu­lega lærði ég heil­mik­ið. Og ég öðl­að­ist hag­nýt verk­færi sem ég nota alltaf, bæði í söngnum og laga­smíð­un­um.

Þegar ég var að skrifa loka­rit­gerð­ina mína, varð ég ólétt, og helg­að­ist tím­inn á eftir því að bera, fæða og sjá um unga­barn - en þó samdi ég nán­ast öll lögin sem verða á plöt­unni einmitt þegar dóttir mín var yngri en eins árs.

Ég var í tveim útfar­ar­kórum á þeim tíma. Því þar sá ég leið til að fá greitt fyrir það sem ég hafði lært. Söng­inn. En svo einn dag­inn átt­aði ég mig á því að þetta var bara ekki fyrir mig. Mig lang­aði að vera meira frjáls í tón­list­inni, geta spunnið ef hug­ur­inn sótti þang­að, og syngja ber­fætt ef mig lang­aði til. Það var of mik­ill rammi að syngja í útfar­ar­kór fyrir mig. Svo ég hætti. Og næsta dag kom upp lítil rödd í huga mér: "Hey hvernig var með gamla draum­inn um að gefa út plötu með þínum eigin lög­um?" - Og þá var ekki aftur snú­ið. Ég hætti að vera hrædd um hvað gæti farið úrskeið­is, því það óx upp ein­hver rosa­legur drif­kraft­ur. Ég fann bara ein­hvers staðar að ég VARÐ að láta þetta verða að veru­leika.

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins.

Þemað er í raun­inni bara sagan mín. Og tón­listin mín. Sem er eig­in­lega einn og sami hlut­ur­inn því tón­listin mín er samin beint frá hjart­anu, og er mjög per­sónu­leg og ein­læg. Ég segi stundum að þetta sé nán­ast eins og ég sé að syngja upp úr dag­bók­inni minni! Lögin hafa öll sína sögu að segja. Og tengj­ast ákveðnum atburðum frá minni lífs­göngu. Ég tók einmitt upp stutt V-log þar sem ég sagði örstutt frá hverju lagi og hef póstað á face­book og instagram. Ætli tón­listin sé ekki staður fyrir mig til að tjá mig um upp­lif­anir og til­finn­ingar tengdum mik­il­vægum atburðum í lífi mínu. Mér hefur alltaf þótt gaman að skrifa ljóð og ýmis­konar texta, og tón­listin er ein­hvern veg­inn svo stór hluti af mér. Þannig að þarna flétt­ast þessir tveir þættir sam­an.

Ætli ég myndi ekki segja að þema lag­anna sem verða á plöt­unni sé ein­lægni og fal­legur boð­skap­ur. Ég hef mikla trú á mátt orða, og mig langar að lögin sem ég sendi út í heim­inn hafi fal­legan boð­skap að geyma, þannig að þegar fólk hlusti á þau, veki það upp jákvæðar til­finn­ing­ar.

Mér hefur verið sagt alla ævi að ég sé mjög ein­læg. Og það er mín ósk að halda í þessa ein­lægni, og sýna hana í tón­list­inni minni og öllu sem ég tek mér fyrir hend­ur. Og svo þykir mér ótrú­lega vænt um þegar fólk kemur til mín og segir mér að eitt­hvað sem ég sagði, skrif­aði eða söng, hafi gefið eða hjálpað þeim á ein­hvern máta. Ég held að ef við leyfðum okkur að vera aðeins meira ein­læg væri heim­ur­inn fal­legri og örugg­ari stað­ur. Og það væri bara sjálf­sagt að við hjálp­uðum hvort öðru í stað­inn fyrir að keppa við hvort ann­að.

Hér er hægt að taka þátt í verk­efn­inu hennar Völu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk