Karolina Fund: Vala Yates – Fyrsta plata

Vala Yates, söngkona og tónskáld, vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu. Lög og texti eru samin af Völu, en platan mun innihalda fimm lög á íslensku og fimm á ensku.

Vala Yates
Vala Yates
Auglýsing

Vala Yates, söngkona og tónskáld, vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu ásamt Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Lög og texti eru samin af Völu, en platan mun innihalda fimm lög á íslensku og fimm á ensku.

Verkefnið er styrkt af Hljóðritasjóði Rannís og Tónskáldasjóði Rúv og Stefs, en til þess að klára plötuna hefur Vala sett í gang hópfjármögnun á Karolina Fund.

Vala er menntuð söngkona og tónskáld, einnig sem hún hefur unnið með þekktum popptónlistarmönnum á borð við Barða Jóhanns, Ólaf Arnalds og Keren Ann Zeidel. Vala dregur innblástur úr klassískum bakgrunni sínum, í bland við reynslu sína af slíkri samvinnu. Það mætti því segja að útkoman sé einhvers konar blanda úr báðum heimum.

Auglýsing

Hljóðvinnslan er blanda af rafheim sköpuðum af Stefáni, upptökum af live hljóðfærum og live röddunum. Vala hefur þegar gefið út tvö af lögunum, Possibilities og Hrísey. Má nálgast þau á Spotify, Itunes og Soundcloud. Hægt er að fylgjast með verkefninu á facebook og instagram.

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

Ég hef verið að syngja síðan ég var barn, og mig hefur langað til að gefa út plötu með mínum eigin lögum frá því ég byrjaði að semja lög um tvítugt. Það var þá sem ég ákvað að láta á það reyna að verða söngkona, og hóf söngnám í Söngskólanum í Reykjavík. En það var í sjálfu sér svolítið skrítin ákvörðun því ég var harðákveðin í að verða ekki óperusöngkona. Mig langaði að verða poppsöngkona. En mér var ráðlagt þetta svo ég gerði það. Smám saman togaðist ég inn í "klassíska heiminn" þrátt fyrir að vita innst inni að ég að ég ætti ekki heima þar. Krakkarnir í kring um mig áttu sér uppáhalds óperusöngvara en ég þekkti engan, nema Pavarotti og Diddú!

Vala YatesÞað var ekki fyrr en ég var búin með 8. stig í klassískum söng sem ég áttaði mig á því að ég var bara komin á einhvern allt annan stað en ég hafði ætlað mér! Svo ég tók smá u-beygju og hóf nám í Listaháskólanum í tónsmíðum. Þar var þó svipaða sögu að segja. Mig langaði í rauninni að eignast verkfæri til að koma mínum lögum frá mér á skilvirkari og fljótlegri máta, en þess í stað lærði ég að semja klassísk verk fyrir klassísk hljóðfæri. Ég sé samt alls ekki eftir neinu því vissulega lærði ég heilmikið. Og ég öðlaðist hagnýt verkfæri sem ég nota alltaf, bæði í söngnum og lagasmíðunum.

Þegar ég var að skrifa lokaritgerðina mína, varð ég ólétt, og helgaðist tíminn á eftir því að bera, fæða og sjá um ungabarn - en þó samdi ég nánast öll lögin sem verða á plötunni einmitt þegar dóttir mín var yngri en eins árs.

Ég var í tveim útfararkórum á þeim tíma. Því þar sá ég leið til að fá greitt fyrir það sem ég hafði lært. Sönginn. En svo einn daginn áttaði ég mig á því að þetta var bara ekki fyrir mig. Mig langaði að vera meira frjáls í tónlistinni, geta spunnið ef hugurinn sótti þangað, og syngja berfætt ef mig langaði til. Það var of mikill rammi að syngja í útfararkór fyrir mig. Svo ég hætti. Og næsta dag kom upp lítil rödd í huga mér: "Hey hvernig var með gamla drauminn um að gefa út plötu með þínum eigin lögum?" - Og þá var ekki aftur snúið. Ég hætti að vera hrædd um hvað gæti farið úrskeiðis, því það óx upp einhver rosalegur drifkraftur. Ég fann bara einhvers staðar að ég VARÐ að láta þetta verða að veruleika.

Segðu okkur frá þema verkefnisins.

Þemað er í rauninni bara sagan mín. Og tónlistin mín. Sem er eiginlega einn og sami hluturinn því tónlistin mín er samin beint frá hjartanu, og er mjög persónuleg og einlæg. Ég segi stundum að þetta sé nánast eins og ég sé að syngja upp úr dagbókinni minni! Lögin hafa öll sína sögu að segja. Og tengjast ákveðnum atburðum frá minni lífsgöngu. Ég tók einmitt upp stutt V-log þar sem ég sagði örstutt frá hverju lagi og hef póstað á facebook og instagram. Ætli tónlistin sé ekki staður fyrir mig til að tjá mig um upplifanir og tilfinningar tengdum mikilvægum atburðum í lífi mínu. Mér hefur alltaf þótt gaman að skrifa ljóð og ýmiskonar texta, og tónlistin er einhvern veginn svo stór hluti af mér. Þannig að þarna fléttast þessir tveir þættir saman.

Ætli ég myndi ekki segja að þema laganna sem verða á plötunni sé einlægni og fallegur boðskapur. Ég hef mikla trú á mátt orða, og mig langar að lögin sem ég sendi út í heiminn hafi fallegan boðskap að geyma, þannig að þegar fólk hlusti á þau, veki það upp jákvæðar tilfinningar.

Mér hefur verið sagt alla ævi að ég sé mjög einlæg. Og það er mín ósk að halda í þessa einlægni, og sýna hana í tónlistinni minni og öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Og svo þykir mér ótrúlega vænt um þegar fólk kemur til mín og segir mér að eitthvað sem ég sagði, skrifaði eða söng, hafi gefið eða hjálpað þeim á einhvern máta. Ég held að ef við leyfðum okkur að vera aðeins meira einlæg væri heimurinn fallegri og öruggari staður. Og það væri bara sjálfsagt að við hjálpuðum hvort öðru í staðinn fyrir að keppa við hvort annað.

Hér er hægt að taka þátt í verkefninu hennar Völu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Svona eru líkur frambjóðenda á að komast á þing
Sitjandi þingmenn, og einn flokksformaður, eru í mikilli hættu á að missa þingsæti sitt í komandi kosningum. Mikil endurnýjun er í kortunum en alls 27 frambjóðendur sem sitja ekki á þingi eru líklegir til að ná þingsæti.
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk