Hvað gera Kasper, Jesper og Jónatan nú

Danska forlagið Gyldendal ákvað að sleppa átta ljóðum úr safni ljóða eftir skáldið Halfdan Rasmussen, þau eiga það sameiginlegt að í þeim koma fyrir orðin negri og hottintotti. Sú ákvörðun forlagsins hefur vakið mikla athygli í Danmörku.

Halfdan Rasmussen, eitt vinsælasta skáld Dana.
Halfdan Rasmussen, eitt vinsælasta skáld Dana.
Auglýsing

Flestir kann­ast við ræn­ingj­ana þrjá í leik­rit­inu Kar­demommu­bænum og söng­inn um leit þeirra að eigum sínum eftir hrein­gern­ingarrassíu Soffíu frænku. Þar á meðal heft­inu um Hott­in­tott­ana.

Í Kar­demommu­bænum kom ekki fram að þeir Kasper, Jesper og Jón­atan væru sér­stakir áhuga­menn um bók­menntir og fram­andi þjóð­ir. Þeir sökn­uðu þó heft­is­ins um hott­in­tott­ana sem hin hrein­láta Soffía frænka hafði fjar­lægt ásamt öðrum ger­sem­um. Hafi ræn­ingj­arnir lesið heftið vita þeir meira en margir aðrir um ætt­bálk­inn sem í raun heitir Khoik­hoi og á rætur að rekja til Suð­ur­-Afr­íku. Það voru Hol­lend­ing­ar ­sem fyrstir not­uðu orðið hottentottar um ætt­bálk­inn, eftir að svæðið varð hol­lensk nýlenda á 17. öld. Ástæðan var sér­kenni­leg hljóð (eins­konar tvö­falt klikk hljóð) í tungu­máli þeirra inn­fæddu. Hol­lend­ing­unum þótti þetta líkj­ast stami og köll­uðu þá inn­fæddu stamara, hott­in­totta. Á nýlendu­tím­anum bland­að­ist Khoik­hoi fólkið nýlendu­herr­unum og þá skutu ný orð upp koll­in­um, til við­bótar hott­in­totta nafn­inu. til dæmis lit­aðir og afrikans. Í dag eru tæp­lega hund­rað þús­und manns sem telja sig til­heyra Khoikhoi ætt­bálkn­um.  

Þótt hott­in­totta orðið hafi í upp­hafi ekki haft nei­kvæða eða niðr­andi merk­ingu breytt­ist það síð­ar. 

Auglýsing

Breyt­ing tungu­máls­ins

Á síð­ustu ára­tugum hefur orðið mikil breyt­ing á orða­notkun í íslensku máli eins og mörgum öðr­um. Niðr­andi og nei­kvæðum orðum og orða­sam­böndum hefur fækk­að. Sumir kalla þetta kurt­eis­i­svæð­ingu, aðrir sjálf­sagðan hlut. Virð­ingu fyrir fólki. 

Dæmin eru mörg. Aum­ingi, hálf­viti, fáviti, gler­augnaglám­ur, van­gef­inn og heimsk­ingi eru orð sem heyr­ast vart í dag. Eða Klepp­ari, ræf­ill, kyn­vill­ing­ur, sódó­mísk­ur. Þetta eru aðeins örfá dæmi um orð sem voru algeng fyrir til­tölu­lega fáum árum en heyr­ast vart í dag. 

Breyt­ingin nær reyndar miklu víð­ar. Nú eru, svo dæmi sé tek­ið, fáir sagðir fátækir, þeir eru nú þeir sem minna mega sín, eða eiga undir högg að sækja. Eng­inn er heldur gam­all, allir í þeim hópi eru nú eldri borg­ar­ar. Ekki er nema gott eitt um það að segja að nú skuli talsmát­inn vera kurt­eislegri en áður tíðk­að­ist, en kannski er líka hægt að ganga of langt í því. Margir muna ugg­laust eftir því að árið 2007 kom út hjá for­lag­inu Skruddu bók­in ,,­Tíu litlir negra­strák­ar“. Text­inn er þula eftir banda­ríska höf­und­inn Septimus Winn­er. Tals­verð umræða varð um þessa útgáfu, sem var ekki sú fyrsta hér á land­i, um eldri útgáf­urnar heyrð­ist ekki gagn­rýn­is­múkk á sínum tíma. Gagn­rýnendur sögðu inni­haldið kynda undir kyn­þátta­for­dóm­um, aðrir segja frá­leitt að ætla að rit­skoða gamlar sög­ur, jafn­vel með því að breyta nöfn­un­um, eins og sums staðar hefur verið gert í til­viki strák­anna tíu.

Erum við að verða eins og Sví­ar?

LÍna LangsokkFyrir nokkrum dögum birt­ist grein undir þess­ari fyr­ir­sögn í danska dag­blað­inu Berl­ingske. Í grein­inni er vitnað til þess að Svíar hafa um margra ára skeið fjar­lægt orð, sem telj­ast mega niðr­andi eða for­dóma­full, úr bókum og kvik­myndum þar í landi. Þekktasta dæmið eru sögur Astrid Lind­gren um Línu langsokk en pabbi hennar var (að sögn Línu) negrakóngur í Suð­ur­höf­um. Fyrsta bókin um Línu langsokk, Sig­ur­línu Rúllug­ard­ínu Nýlend­inu Krúsi­mundu Eiríks­dóttur Langsokk (eins og hún heitir á íslensku) kom út um miðjan fimmta ára­tug síð­ustu aldar og í kjöl­farið komu fleiri bækur um þessa óvenju­legu stúlku. Línu­bæk­urnar urðu fljótt mjög vin­sælar en gagn­rýni sneri helst að heim­il­is­að­stæðum Línu sem bjó ein á Sjón­ar­hóli, ásamt hesti og apa. Gagn­rýn­is­raddir af þessu tagi heyr­ast ekki í dag. 

Það að pabbi Línu væri negrakóngur þykir sumum ekki par fínt í dag og þess vegna hafa sænskir bóka­út­gef­endur og kvik­mynda­fram­leið­endur ákveðið að fjar­lægja negrakóng­inn, pabbi Línu er nú orð­inn kóngur í Suð­ur­höf­um. Norska rík­is­út­varpið fór þessa sömu leið árið 2006 og Danir sömu­leið­is. Skýr­ingar Sví­a, Norð­manna og Dana á þessum breyt­ingum eru þær að orð eins og negri geti verið sær­andi, löndin þrjú séu fjöl­menn­ing­ar­lönd. Mörgum finnst þetta rétt­mæt og sjálf­sögð ákvörð­un. Öðrum finnst höf­und­inum Astrid Lind­gren sýnd lít­ils­virð­ing með því að ,,snyrta“ text­ann, bæk­urnar séu barn síns tíma og það beri að virða. Nóg sé nú fyr­ir­hyggjan í nor­rænu lönd­unum þótt ekki sé verið að krukka í texta eins þekktasta rit­höf­undar Svía. Sömu raddir heyr­ast í Nor­eg­i. ­Síð­ustu daga hefur mikil umræða um þessi mál farið fram í Dan­mörku, hún teng­ist þó ekki Línu og kóng­inum pabba henn­ar.  

Gyld­en­dal og Halfdan Rasmus­sen

Halfdan Rasmus­sen (1915 – 2002) er í hópi vin­sæl­ustu skálda Dana. Hann skrif­aði fjöl­margar bæk­ur, um marg­vís­leg efni, en er kannski þekkt­astur fyrir ljóða­bækur sín­ar. Þær voru að sögn höf­und­ar­ins ætl­aðar börnum en nutu líka mik­illa vin­sælda eldri les­enda. Halfdan Rasmus­sen lagði sér­staka rækt við svo­kall­aðar bull­vísur (toss­erier) sem höfða mjög til barna. 

Fyrir nokkrum dögum kom út hjá Gyld­en­dal for­lag­inu safn ljóða eftir Halfdan Rasmus­sen. Í bók­inni eru svokölluð rím­ljóð sem ort voru á árunum 1949 – 1959. Í þetta safn vantar átta rím­ljóð sem eiga það sam­eig­in­legt að í þeim koma fyrir orðin negri og hott­in­totti. Sú ákvörðun for­lags­ins að sleppa þessum átta ljóðum úr bók­inni hefur vakið mikla athygli. Fjöl­skylda skálds­ins er óánægð með að for­lagið skuli hafa valið þá leið að sleppa rím­ljóð­un­um. Dóttir­in, Iben Nagel, seg­ist fremur hafa kosið að með ljóð­unum hefðu fylgt skýr­ingar þar sem komið hefði fram að þegar þau voru ort voru aðrir tím­ar. Hún sagði enn­fremur að allir sem til þekktu vissu að faðir hennar hefði hvorki verið ras­isti né for­dóma­fullur kyn­þátta­hat­ari. 

Morten Hessel­dal fram­kvæma­stjóri Gyld­en­dal sagði í við­tali við útvarps­stöð­ina Radi­o24­syv, að ákvörð­unin um að sleppa þessum átta ljóðum úr nýju safn­út­gáf­unni hefði verið tekin að vel athug­uðu máli. Hann lagði jafn­framt áherslu á að ljóðin átta væru áfram í upp­haf­legu útgáf­unum og þær bækur væri búið að end­ur­prenta ótal sinnum og fengjust í bóka­versl­un­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk