Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“

Akureyringur safnar fyrir plötu.

07_Flammeus-0652.jpg
Auglýsing

Flammeus er listamannsnafn akureyrska tónlistarmannsins Tuma Hrannar-Pálmasonar. Hann hefur síðan á ungum aldri notað tónsmíðar sem útrás fyrir sína innri djöfla og hugdettur, og ætlar nú að gefa út plötu með nokkrum þeirra laga sem hann hefur samið. Lögin á plötunni eru öll samin út frá sömu lífsreynslunni, og er útgáfa plötunnar því eins konar kveðjustund fyrir mikilvægan tíma í lífi hans. Með honum í útsetningu og upptöku laganna eru félagar hans úr Tónlistarskólanum á Akureyri; Guðjón Jónsson, Sigfús Jónsson, Hafsteinn Davíðsson og Jóhannes Stefánsson. Safnað er fyrir framleiðslu á bolum og geisladiskum á Karolina Fund. Kjarninn tók Tuma tali.

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

„Tónlist hefur alla tíð verið mjög prívat og persónulegur hlutur fyrir mig. Ég greip ýmist í kassagítarinn eða píanóið þegar mér leið illa, og samdi tónlist til þess að koma tilfinningunum frá mér. Ég var hins vegar lítið fyrir það að spila tónverkin fyrir aðra, var meira að segja feiminn við að sýna foreldrum mínum hvað ég hafði verið að brasa. 

Auglýsing
Hægt og rólega hef ég skorað á sjálfan mig og unnið í því að deila tónlistinni minni með umheiminum, og komist að því að það er mikil ánægja sem felst í því. Það endaði með því að ég hleypti vinum mínum úr Tónlistarskólanum inn í tónsmíðarnar og leyfði þeim að setja sinn svip á þær, og ég gæti ekki verið ánægðari með það sem þeir hafa fært fram. Það verður síðan sætt að koma þessum lögum til hlustendanna og leyfa þeim að njóta, og geta kvatt viðfangsefni plötunnar í sátt.“

Hvert er þema verksins?

„Lagasmíðarnar mínar, sem einkennast af sterkum melódíum og hljómasamsetningum og melankólískri textasmíð. Einnig hafa hljómsveitarmeðlimirnir allir sinn stíl sem kemur fram í hverju laganna, en þar ber að nefna stórt og mikið pedalbretti Jóhannesar gítarleikara sem gerir honum kleift að framkalla alls kyns hljóm með gítarnum, og þéttan trommu-og bassaleik rytmateymisins.“

Er eitthvað fleira á döfinni hjá ykkur?

„Já, við byrjum á því að spila útgáfutónleika á Græna Hattinum 4. júlí, og svo komum við meðal annars fram saman á Fiskideginum og Mærudögum. Þar fyrir utan er ég sjálfur á styrk frá Akureyrarstofu þetta sumarið og mun því koma fram við hin ýmsu tækifæri, ýmist einn með kassagítarinn eða með góðum gestum. Við eigum síðan meira óklárað efni frá mér sem væri gaman að gefa út, og verðum því að brasa við upptökur líka.“

Hér er hægt að skoða og taka þátt í verkefninu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk