Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu

Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.

Reynir 55.jpg
Auglýsing

Fram undan er fyrsta hljóðritun Íslendings á Flamenco tónlist. Upptökur fara fram í Granada, Spáni haustið 2019. Reynir Hauksson gítarleikari mun hljóðrita 9 frumsamin lög með hjálp nokkurra færustu Flamenco listamanna Andalúsíu.

Reynir Hauksson fluttist til Spánar til að nema Flamenco gítarleik að loknu framhaldsnámi í Tónlistarskóla FÍH. Hann fór að læra hjá helsta gítarkennara Granada, Alberto Fernández López, sem hefur kennt mörgum af færustu Flamenco gítarleikurum samtímans.

Reynir kemur mikið fram í Granada sem einleikari og einnig í meðleik með söng og dansi.
Undanfarin ár hefur Reynir stuðlað að aukinni vitneskju um Flamenco á Íslandi, með framkomu á einleiks tónleikum sem og námskeiðum í tónlistarskólum landsins. Einnig hefur hann í tvígang flutt Flamenco hljómsveit með dönsurum til Íslands og hafa þau sett upp sýningar víða um land. „Síðustu árin hef ég lagt allt til sölurnar í það að læra þetta magnaða listform sem Flamenco er, sú vegferð hefur verið hlykkjótt, torfær en alveg ofboðslega falleg. Samhliða því legg ég mig fram við að semja mín eigin lög, í sem flestum af þeim fjölmörgu Flamenco stílum sem til eru en þeir eru um 35 talsins. Næsta skref fyrir mig er því að hljóðrita mínar eigin Flamenco tónsmíðar.“

Auglýsing
Reynir verður ekki einn á plötunni því að nokkrir af færustu Flamenco listamönnum Granada ljá honum hæfileika sína. „Ég verð með slagverk, söng, fiðlu, lófaklapp að sjálfsögðu og dans. Dansinn er svo hrynvænn að hann virkar sem slagverkshljóðfæri.“

Nokkrir þeirra tónlistarmanna sem verða á plötunni hafa komið með Reyni til Íslands til að setja upp Flamenco sýningar, þar má t.d. nefna söngvarann Jacób de Carmen. „Jacób hefur komið með mér tvisvar til Íslands og hann mun koma oftar. Honumhefur verið tekið vel á Fróni og hann kann vel við sig þar í þeirri draumaveröld sem Ísland er. Jacób má líka eiga það að hann hefur sennilega kennt mér hvað mest um Flamenco af öllum.

Flamenco tónlist er upprunnin í Andalúsíu, Spáni. Það er ekki að ástæðulausu sem eitthvað jafn forvitnilegt og Flamenco fæðist þar því Andalúsía hefuru verið menningar suðupottur í árþúsundir. Rætur Flamenco eru margar en þær helstu og mest einkennandi koma úr Sígauna-, Arabískri- og Gyðingatónlist. Við þetta bætist að sjálfsögðu spænsk þjóðlaga tónlist og síðan suður-amerísk tónlist.

En hvað með íslenska tónlist?

„Tónlist er í loftinu, tónlist er loft. Sama hvaðan úr heiminum hún kemur er söngurinn alltaf sá sami, það eina sem breytist hreimurinn. Íslensk tónlist gengur vel upp innan Flamenco rammans. En hvernig upplifir Íslendingur Flamenco?

Það kemur í ljós innan skamms!“

Hér er hægt að skoða og styrkja verkefnið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk