Ljósmyndarinn Hjördís Eyþórsdóttir gefur út sína fyrstu ljósmyndabók. Verkið „Put all our Treasures Together” er er verk um tímabil í lífi. Þar sem rótleysi, ferðalög, flakk og tilgangur lífsins eru meginþemað. Áhorfandinn er leiddur í gegnum ljósmyndir sem eru litlir fjársjóðir í hversdagsleikanum.
„Hugmyndin laumaðist svolítið aftan að mér, ég var búin að vera að mynda lengi án þess að vera með hugmynd um hvað ég ætti að gera við efnið. Þetta gerðist svo hægt og rólega að það má segja að verkið hafið orðið til án þess að ég fattaði það. Það var í raun ekki fyrr en ég var nýbúin að gera annað verk þar sem ég vann með safn (e. archive) eða fundnar myndir að ég ákvað að kíkja með opnum hug á þessar svokölluðu tilgangslausu ljósmyndir. Þá safnaði ég þeim saman og horfði á þær einsog þær væru fundnar myndir. Þaðan kemur svo hugmyndin um fjársjóðinn, því eitt og sér er einhver mynd ekkert svakalega merkileg en safnir þú þeim saman þá mynda þær í raun fjársjóðinn sem lífið er þegar maður er bara að lifa venjulegu lífi. Ég sá í þessum myndum mjög augljóst hvernig lífið mitt er búið að vera síðustu 3 ár, bæði jóðrænt og myndrænt og þetta kom mér mjög á óvart. Þarna hafði verkið fengið að vaxa samsíða lífinu mínu - alltaf að bætast í bunkann en enginn augljós áfangastaður. Svolítið einsog lífið, við vitum ekkert hvert það leiðir okkur.“
Þetta er mitt fyrsta verk sem er svona gefið út og ég er mjög stressuð og spennt fyrir viðtökunum. Verkið er útskriftarverk mitt úr Ljósmyndaskólanum en þar er megin áhersla lögð á að vinna með ljósmyndamiðilinn á listrænan hátt. Einnig var verkið valið sem eitt af 22 framúrskarandi útskriftarverkum hjá Blurring the Lines en þau hjá Blurring the Lines eru með það markmið að gefa ungum listamönnum platform á alþjóðlegum vettvangi og vekja athygli á því sem er að gerast í ljósmyndaheiminum í dag. Þá verður gefin út bók með öllum verkefnunum sem voru valin og þau kynnt á Paris Photo í París í nóvember.“