Þórarinn Leifsson hefur áður sent frá sér fjölmargar sögur, jafnt fyrir börn og fullorðna. Hann fer ótroðnar slóðir í bókum sínum sem allar hafa hlotið frábærar viðtökur gagnrýnenda á Íslandi og verið þýddar á fjölda tungumála. Bekkurinn er öðruvísi en fyrri verk höfundar á þann hátt að hún varð til úr 76 ljósmyndum og jafn mörgum dagbókarbrotum. Þetta er heimildaverk um íslenska ferðaþjónustu um það leiti sem hún var að ná hámarki, árin 2018-2019.
Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?
„Haustið 2017 var ég svolítið á krossgötum í lífinu. Ég var nýskilinn eftir tæplega tuttugu ára hjónaband og fluttur heim til Íslands frá Berlín þar sem ég hafði einangrast svolítið í eigin heimi. Það var því mjög frískandi að rjúka af stað með erlenda ferðamenn um ísland, þá fyrst og fremst í Gullhring til að byrja með.
Segðu okkur frá þema verkefnisins?
„Þemað er fyrst og fremst þessi bekkur sem speglar bæði mig og íslensku þjóðina. Við erum ennþá að átta okkur á okkur sjálfum og hvernig við eigum að mæta öllum þessum ferðamönnum sem vilja setjast upp á okkur. Myndir og textar koma úr sitt hvorri átt og mætast í opnum bókarinnar; sjötíu og sex myndir af sama bekknum allt árið í kring í jafn mismunandi veðrum. Ferðamennirnir koma síðan inn á myndflötinn sem nokkurs konar boðflennur, þeir ýmist sitja á bekknum, standa á honum eða hreinlega dansa fyrir framan hann. Textinn er fyrir sitt leiti úr dagbókinni minni þann sama dag og ekki endilega í beinu samhengi við það sem er að gerast hjá bekknum á myndinni. Samanlagt er þetta heimild um afmarkaðan tíma. Heimild um hvernig ferðamenn eru að koma hingað en líka heimild um hversdag leiðsögumannsins.“
Hér er hægt að skoða og styrkja verkefnið.