Er þetta það sem í vændum er?

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Rocky í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar sem er sýnt er í Tjarnarbíói.

Hnefi á loft í ljósi.jpg
Auglýsing

Tjarn­ar­bíó í sam­vinnu við Óska­börn ógæf­unn­ar: Rocky

Höf­und­ur: Tue Bier­ing

Leik­stjórn: Vignir Rafn Val­þórs­son

Leik­mynd og bún­ing­ar: Enóla Ríkey

Ljós: Jóhann Bjarni Pálma­son og Magnús Thor­lacius

Hljóð: Ísi­dór Jök­ull Bjarna­son

Leik­ar­ar: Sveinn Ólafur Gunn­ars­son, Sveinn Óskar Ásbjörns­son

Hver kann­ast ekki við sög­una af minni­poka­mann­inum sem upp­götvar allt í einu að jafn­vel hann gæti staðið uppi sem sig­ur­veg­ari ef rétta tæki­færið býðst og hann sjálfur ákveður að leggja allt í söl­urnar til kom­ast á verð­launa­pall­inn?

Hér er hug­takið minni­poka­maður notað sem íslenskun á enska hug­tak­inu „und­er­dog”, sem er sá ein­stak­lingur sem almennt er tal­inn að tapa muni keppni. Upp­haf­lega varð hug­takið til í kringum hundaat á seinni hluta átj­ándu aldar og „und­er­dog” var þá sá hundur sem menn bjugg­ust við að myndi tapa hunda­at­inu meðan „top dog” var álit­inn lík­legur sig­ur­veg­ari. Það álit stjórn­aði síðan því á hvorn hund­anna var veðj­að.

Þetta er vel­þekkt þema í sagna­heim­in­um, hinum goð­sögu­lega sem og hinum ver­ald­lega, enda hvað er lífið nema keppni – sem þýðir þá vænt­an­lega að sumir muni vinna og aðrir muni óhjá­kvæmi­lega tapa. Það er sum sé allt mor­andi í minni­poka­mönnum og spurn­ingin hvort maður sjálfur lendi í þeirra hópi eða standi uppi sem sig­ur­veg­ari. Minni­poka­menn eru líka býsna fjöl­skrúð­ugur hóp­ur: Það má nefna Hans klaufa, flæk­ing Chaplins, Davíð sem barð­ist gegn Gol­í­at. Það mætti jafn­vel nefna Fjalla-Ey­vind úr okkar eigin sagna- og bók­mennta­heimi og svo má nefna alla þá, sem láta heltakast af amer­íska draumnum og telja að þeir muni meika það – eins og Rocky. Allt eru þetta minni­poka­menn sem eiga sér draum, lítt lík­legir til að láta draum­inn rætast, en svo ger­ist það einsog fyrir krafta­verk að draum­ur­inn ræt­ist þrátt fyrir allt og gæfan blasir við þeim. End of story. Allir glað­ir.

Auglýsing
Við, venju­lega fólk­ið, horfum á minni­poka­mann­inn takast á við líf­ið, leysa þrjár þrautir eins og í ævin­týr­unum eða – eins og Rocky – berj­ast við Apollo Creed. Þegar minni­poka­mað­ur­inn stendur frammi fyrir áskor­un­inni lítum við á hann sem einn af „hin­um”. Þessir „hin­ir” eru ekki „við”. „Við” erum með okkar á hreinu, „við” erum for­rétt­inda­fólk, „við” getum valið hvort við viljum Benz eða BMW, í hvaða skóla við sendum krakk­ana okk­ar, hvort við förum til Barcelona eða Berlínar í helg­ar­ferð. Ef minni­poka­mað­ur­inn leysir lífs­gát­una, þraut­irnar þrjár eða sigrar Apollo Creed verður hann hugs­an­lega einn af „okk­ur”.

Og hvað ger­ist þá? Hvað ger­ist ef minni­poka­mann­inum nægir ekki krafta­verk­ið, að hafa unnið sig­ur, ef það er ekki nóg að gæfan blasi við honum á sama hátt og hún blasir við „okk­ur”? Hvað ger­ist ef hann vill hefna sín á „okk­ur”, sem áður neit­uðu að trúa á hann, fannst fjar­stæðu­kennt að hann gæti hafið sig upp af botn­inum og kom­ist til met­orða? Ef Hans klaufi hefndi sín á bræðrum sín­um, ef flæk­ingur Chaplins léti vit­lausu lögg­una og rík­is­bubbann finna til tevatns­ins, ef Davíð hefði útrýmt Filist­un­um?

Þetta er sú hugsun sem danska leik­skáld­ið, leik­stjór­inn og leik­ar­inn Tue Bier­ing lagði upp með þegar hann fór að rýna í sög­una af Rocky, hnefa­leika­kapp­anum sem Sylv­ester Stallone hefur leikið í átta kvik­myndum (sú níunda mun vera í vinnslu). Rocky er í upp­hafi dæmi­gert fórn­ar­lamb hins amer­íska draums, hann fær þá flugu í höf­uðið (Rocky I og II) að hann geti jafn­vel sigrað hinn óvið­jafn­an­lega Apollo Creed – og gerir það á end­an­um. Tue Bier­ing leyfir þess­ari sögu að halda áfram og sýnir hvernig hún gæti þró­ast í okkar nútíma – og það er allt annað en fögur upp­lif­un.

Hin ósköp sak­leys­is­lega saga um minni­poka­mann­inn sem meikar það líkt og snýst upp í önd­verðu sína og verður að því sem er mun hættu­legra og erf­ið­ara viður­eign­ar. Er kannski hægt að tala um “sið­rof” – sem virð­ist vera umræða sem líkt og óvart hefur kom­ist upp á yfir­borð­ið?Sveinn Ólafur Gunnarsson og Vignir Rafn Valþórsson. Mynd: Aðsend.

Rocky finnur sig vera minni­poka­manns og til þess að sigr­ast á þeirri til­finn­ingu verður hann að vinna með sjálfs­virð­ingu sína. En virð­ing – og þá ekki síður sjálfs­virð­ing – er var­huga­vert vopn. Ef maður eflir sjálfs­virð­ing­una og upp­hefur með því sjálfan sig, felur það þá ekki í sér að virð­ing manns gagn­vart „hin­um” þverr að sama skapi. Þar er að finna hina spenn­andi mót­sögn sem Tue Bier­ing tekur fyrir og tengir við nútím­ann. Skyndi­lega verður saga Rockys óþyrmi­lega áleit­in, hún fjallar um þann veru­leika sem blasir við okkur sjálf­um.

Sú saga sem sögð er í Rocky Tue Bier­ings er afar sann­fær­andi, og er bæði vel byggð og und­ir­byggð. Hún er harm­ræn í þeim skiln­ingi að þegar Rocky eygir loks mögu­leika á að takast á við – og jafn­vel sigr­a!!! – ofur­mennið Apollo Creed verður hvergi aftur snú­ið, örlögin taka við taumunum og stýra för til hinna harm­rænu enda­loka. Upp­reisn minni­poka­manns­ins Rocky bein­ist gegn okk­ur, góða fólk­inu, okkur sem sitjum í saln­um! Þessu venju­lega fólki sem vill ekk­ert nema velja hvaða hvítvín skal drukkið með humarnum í kvöld – slagur Rockys er ekki okkar slag­ur, en við eigum engrar und­an­komu auð­ið. Örlög okk­ar, góða fólks­ins, eru inn­sigluð um leið og Rocky rís upp með sjálfs­virð­ing­una að vopni.

Rocky er óþægi­leg sýn­ing. Hún kemur við kaunin á manni og ónotin verða raun­veru­leg, lík­am­leg á köfl­um. Sveinn Ólafur Gunn­ars­son fer með hlut­verk sögu­manns­ins, sem byrjar ósköp sak­leys­is­lega á því að tala um aðdáun sína á Rocky – kvik­myndum Sylv­ester Stallones – og rifjar upp sögu­þráð­inn með okk­ur, tit­il­stef­ið, leiðir okkur inn í hug­ar­heim Rockys og vekur athygli okkar á því þegar Rocky horfir til stjarn­anna og upp­götvar að hann getur hugs­an­lega rifið sig upp úr minni­poka­mennskunni, orðið maður með mönn­um, öðl­ast sjálfs­virð­ing­una á ný. Þetta er sak­leys­is­legt í upp­hafi, en smám saman læð­ast ónotin að. Leikur Sveins Ólafs er magn­að­ur, honum vex hægt og rólega ásmeg­in, leiðir okkur inn í hug­ar­heim minni­poka­manns­ins sem mis­býður van­trú okkar á honum og smám saman nær hann valdi á okkur og við engum engrar und­an­komu auð­ið. Rocky í með­förum Sveins Ólafs gerir „okk­ur”, góða fólk­ið, að „hin­um” og aðstæður allar snú­ast við. „Við” töp­um, „við” verðum minni­poka­fólk­ið, lúser­arn­ir.

Þetta er feiki­vel gert, bæði í texta Tue Bier­ings og ekki síður í leik Sveins Ólafs. Hann beitir smá­um, ísmeygi­legum með­ulum til að koma því á fram­færi sem segja þarf og við erum alger­lega með á nót­unum eftir því sem líður á frá­sögn­ina. Spennan eykst og þegar við upp­götvum að ekki verður aftur snúið er það of seint. Hér skal ekki upp­ljóstrað um end­inn, en hann er óvænt­ur. Óvæntur og ógeð­felld­ur. Og – það sem kannski er óhugn­an­leg­ast af öllu: endir­inn ber með sér ákveðna feg­urð, estetísk hinnar full­komnu og óaft­ur­kræfu nið­ur­læg­ing­ar; það er engu lík­ara en eigi sér stað nútíma kross­fest­ing. Endir­inn er ritúalskur – og má hér minna á leik­mynd Enólu Rík­eyjar og lýs­ingu Jóhanns Bjarna Pálma­sonar og Magn­úsar Thor­lacius – og það er engu lík­ara en Sveinn Ólafur og við áhorf­endur rennum saman og maður spyr sig: er þetta það sem í vændum er?

En svo kemur eft­ir­máli og hann er meira en óvænt­ur: ung kona birt­ist á svið­inu og les texta af snjall­síma, þar sem hún virð­ist rétt­læta gjörðir Rockys – bar­áttu hans gegn „góða fólk­inu” og við­horf hans til „okkar hinna” – sem eru líka inn­flytj­end­ur, flótta­menn, allt það sem er ógnin við minni­poka­menn­ina og tekur frá þeim það sem er þeirra: sög­una, menn­ing­una, vinn­una, sjálfs­virð­ing­una, mögu­leik­ana á frama ... já, allt. Þessi unga kona heitir Mar­grét Frið­riks­dóttir og ku vera bæði þekkt og umdeild fyrir skoð­anir sín­ar, sem eru and­stæðar fjöl­menn­ingu og and­stæðar skoð­unum „góða fólks­ins”.

Það er vissu­lega ákveðið stíl­bragð að hleypa Mar­gréti Frið­riks­dóttur að í lok sýn­ingar og það stíl­bragð má kalla „ver­fremd­ung” og kenna við Brecht; það mun auk þess sótt í hand­rit og upp­haf­lega sýn­ingu í Dan­mörku. Fyrstu við­brögð und­ir­rit­aðs voru að þessi eft­ir­máli væri óþarf­ur, að hann drægi úr áhrifa­ríkum endi hinnar eig­in­legu sýn­ing­ar.  Við nán­ari umhugsun er raunin önn­ur. Eft­ir­máli Mar­grétar er í raun nauð­syn­leg­ur, hann hrekur okkur úr leik­hús­inu og aftur í raun­veru­leik­ann og minnir okkur á að hvar sem Rocky er – goðsagan, mýt­an, draum­ur­inn um sigur minni­poka­manns­ins – þar er líka að finna alls konar Mar­grétar Frið­riks­dætur sem hafa mis­skilið hvað lífið snýst um í raun. Engin gildi gera sig sjálf – það verður að berj­ast fyrir mann­kær­leika, mildi og mann­úð!

Rocky er svo sann­ar­lega áleitin og sönn sýn­ing sem tekur á þeim raun­veru­leika sem við búum við. Eng­inn ætti að láta Rocky fram­hjá sér fara!

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiFólk